29.10.2019 | 15:00
Eru loftslagsmálin stærsta vá nútímana???
Stærsta vá nútímans snýr ekki að loftslagsmálum. Stærsta vá nútímans er sá heilaþvottur sem á sér stað og þá fyrst og fremst beittur gegn ungu fólki og börnum. Pólitískur rétttrúnaður er látinn dynja á fólki í tíma og ótíma.
Svo kallaða "loftslagsvá" er bara eitt af þeim þrýstingi sem látið er dynja á fólki í dag. Fólk og fyrirtæki eru rukkuð fyrir svo kölluð kolefnisspor. Ótrúlegum fjármunum er hent í einhvern sjóð erlendis sem enginn veit hvað verður um, alla vega eyða þessir fjármunir ekki kolefnissporunum, svo er víst.
Börn fara í skólaverkföll, mæta ekki í skóla til að mótmæla koltvísýringnum í loftinu. Þeim er talið trú um að heimurinn mun líða undir lok eftir fáein ár, en hvers vegna þá að mæta aftur í skólann????? Síðan að vori er búið að panta utanlandsferðir til að fagna útskrift, þ.e. þeir sem það gera eða að fara með foreldrum sínum í sólalandaferðir, ekki má sleppa því!!!!!
Ekki virðast ráðherrar ríkisstjórnarinnar, forsætisráðherra þar með talin, veigra sér við að þeytast milli landa í þotum sem sagt er að spúi miklum koltvísýringi út í andrúmsloftið. Af hverju nota þau ekki sömu aðferð og Greta sænska og sigla á skútu, andrúmsloftsins vegna?????????
Næst þegar forseti vor og frú hans fara í opinbera heimsókn út á land hljóta þau að fara hjólandi, ekki má notast við bensínspúandi bifreið til þess arna!!
Hafa stjórnvöld komist að niðurstöðu um það hvernig loka megi fyrir allt það CO2 sem stígur upp úr eldfjöllum þessa lands??? Hvað gerir ESB í þeim tilfellum þar sem í mánuði hverjum fleiri, fleiri trukkar eru notaðir til að flytja gögn á milli Brussel og Salzburgar fram og til baka þegar ESB þingið kemur saman????
Hræsnin í kringum þessa "loftslagsvá" er alger og fara ráðherrar ríkisstjórnar okkar þar fremstir í fararbroddi.
Loftslagsváin stærsta málið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Umhverfismál | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Samgöngur, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir hvert einasta orð í þessari grein hjá þér og það sem Kata litla blaðrar sýnir nokkuð vel vanhæfni og getuleysi hennar til að taka á einhverju sem skiptir verulegu máli........
Jóhann Elíasson, 29.10.2019 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.