17.12.2018 | 11:05
Hver mun sjá um þig þegar þú eldist???
Í viðtengdri frétt segir: "Á næstu árum mun fólki á eftirlaunum fjölga meira en fólki á vinnumarkaði." Hér opinberast svart á hvítu afleiðing þeirra hörmulegu atburða sem fósturvíg eru. Ekki nóg með það að einstaklingar eru teknir af lífi í móðurkviði, þau í bókstaflegri merkingu þess orðs eru slitin í sundur, heldur hefur það afleiðingar hvað mannafla framtíðarinnar varðar. Eldri borgurum fjölgar á sama tíma og yngri borgurum fækkar, sem ætti að vera á hinn veginn.
Að farga ófæddum einstaklingum hefur afleiðingar. Við erum bara rétt að byrja að súpa seiðið af því að yfir 60þúsund einstaklinga vantar í þjóðfélag okkar. Íslendingar sem ekki fengu að fæðast, þau deydd meðan þau gátu enga björg sér veitt, rödd þeirra heyrðist ekki, en blóð þeirra hrópar til Himins eftir réttlæti og það réttlæti mun íslenska þjóðin þurfa að súpa seiðið af.
Að stjórnvöld ætli að víkka heimildir til fósturvíga er hrikaleg tilhugsun.
Ég hvet þig lesandi góður að ljá ófæddum börnum rödd þína með okkur hinum sem sjá þennan hræðilega atburð eins og hann er. Vill íslenska þjóðin virkilega eyða sjálfri sér?? Við erum ekki að fjölga okkur lengur. Færri íslenskir þegnar fæðast en sem nemur dauðsföllum. Fjölgunin sem á sér stað hér á landi felst í aðfluttum útlendingum.
Við þurfum okkar fólk, börnin okkar viljum við halda áfram að vera þjóð. Við þurfum að standa vörð um hin mállausu, þögulu, sem ekki hafa enn tök á að verja sig, að öðrum kosti munum við deyja út.
Hver mun sjá um þig þegar þú eldist???
Ríkið mun ekki bæta miklu við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 19
- Sl. sólarhring: 80
- Sl. viku: 104
- Frá upphafi: 165367
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þurfum við ekki að gera greinarmun á milli
100% heilbrigðra fóstra í móðurkviði
og t.d. fóstra með down-syndrom og sambærilegra kvilla sem að leiða til mikillar fötlunar sem að enda með því að viðkomandi verður háður kerfinu með alla aðstoð og litlar líkur á að viðkomandi komist nokkurntíma á vinnumarkað?
Jón Þórhallsson, 17.12.2018 kl. 11:27
Er nokkuð að því að börn með downs-heilkenni fæðist, það er fólk alveg eins og ég og þú. Það eru til mýmörg dæmi um að læknar hafi sagt verðandi mæðrum eitt og annað um ófætt barn þeirra, það muni fæðast með tiltekin einkenni sem síðan reyndist ekki rétt er móðirin ákvað að eiga barnið þrátt fyrir aðvaranir læknis.
Horfðu á foreldra sem glíma með börnum sínum við alvarleg veikindi, þau leggja sig öll fram við að gera þeim lífið sem bærilegast, þau elska barnið sitt, þessir einstaklingar eru dýrmætar persónur eins og hver annar. Ríkið gæti sparað gífurlegar fjárhæðir sem renna til stjórnmálaflokka og til allskonar óþurftar í erlend málefni sem ekki hafa nokkuð að segja og leggja slíkum málefnum/fjölskyldum lið fjárhagslega.
Við sem velferðarþjóðfélag eigum að sjá um okkar fólk, hvort heldur það eru börn með alvarleg veikindi, öryrkjar, ellilífeyrisþegar eða hvaða erfiðleika sem er sem fólk glímir við. Við erum jú ein stór fjölskylda og þannig þurfum við að líta á okkur sem þjóð.
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.12.2018 kl. 12:22
Þetta er mjög umdeilt mál.
Fara ekki 99% þeirra kvenna sem að greinast með down-syndrom fóstur í kviði í þungunarrof?
Varla er það að ástæðulausu.
Jón Þórhallsson, 17.12.2018 kl. 12:35
Nei Jón það er ekki að ástæðulausu, þær eru hvattar til þess að láta deyða barnið sitt.Það er sorglegt að þeir sem eiga að gæta hagsmuna barnanna hvetja til þess að þeim sé eytt, þau deydd.
Ég hef kynnst og þekkt fólk með downs, föðurbróðir minn var með downs, hann varð meira en 60ára er hann lést, það er mjög gefandi að hafa komist í kynni við það úrvals fólk, þau eru gleðigjafar, það er mín upplifun.
Af hverju ættu þau ekki fá að lifa eins og við hin. Þeir sem telja að þau eigi ekki rétt á að lifa er fólk sem á við andlega geðheilsu að stríða og er því ekki fært um að taka rökréttar ákvarðanir. Það er mín skoðun.
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.12.2018 kl. 13:58
Margir myndu eflaust halda því fram að mikill fjöldi af downsyndrom fóki
væri skref afturábak í mannlegri þróun.
Viljum við byggja upp fleiri og stærri Sólheima-stofnanir
og fjölga fólki sem að starfar við slík umönnunarstörf?
Jón Þórhallsson, 17.12.2018 kl. 14:12
Ertu að meina það Jón að með því að deyða þau væri hægt að koma í veg fyrir downs? Ég veit ekki til þess að þeim hafi fjölgað sem eru með downs. Hins vegar veit ég af fólki sem kosið hefur verið á þing sem ætti alls ekki að vera þar, hefði kannski átt að eyða þeim fyrir fæðingu???? Ég skil ekki alveg hvað þú ert að tönglast á downs-heilkennum. Þeir sem hafa downs eru bara fólk eins og ég og þú. Sumir þurfa meiri aðstoð og aðrir minni, en það þarf ekki downs til, margir sem taldir eru "heilbrigðir" þurfa á aðstoð að halda. Flestir ef ekki við öll glímum við allskonar hluti, líkamlega og andlega á lífsleiðinni, ég held að þú sért þar engin undantekning frekar en ég. Samt teljum við okkur hafa rétt til lífsins, er það ekki?
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.12.2018 kl. 15:22
Fullhraustir lögreglumenn / björgunnarsveitar'aðilar geta lent í allskyns krísum vegna of mikils álags í þeirra starfi og geta þurft á einshverskonar samfélagshjálp á að halda; því verður ekki neitað.
Þeir eru þá oft búnir að fórna sér fyri samfélagið.
Deilan um þungunarrof á downsyndrom-fóstrum
mun væntanlega halda áfram að vera eilífðardeila
þar sem að hver kona fyrir sig verður að ráða sinni framtíð.
Jón Þórhallsson, 17.12.2018 kl. 15:38
Konan getur ráðið sinni framtíð, en hún hefur ekkert með það að gera að ráða framtíð annars einstaklings, þó sá einstaklingur búi fyrstu skeið lífs síns í kviði hennar. Konan, í flestum tilfellum, hefur eitthvað með það að gera að verða þunguð. Hvernig sá einstaklingur sem hún verður þunguð af er ekki á hennar valdi að ákveða. Downs eða ekki downs, ADHD eða hvaða skammstafanir aðrar sem menn kunna að nefna eður ei, það er annað mál og kemur því ekki við hvort einstaklingarnir fái að fæðast, vaxa og þroskast eins og skaparinn gefur hverjum og einum tilefni til.
Er þá ekki bara að heimila, fram yfir unglingsárin, hvort einstaklingurinn fái að lifa eða ekki?????????????? Það vilja oft verða meiri vandamál með uppeldi unglinga en börn með downs-heilkenni.
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.12.2018 kl. 16:08
Ég vil meina að það sé sitthvort hvort að um sé að ræða t.d. ADHD
sem að er í flestum tilfellum áunnið vegna mikils álags í skóla /vinnu
eða vegna agaleysis og mætti koma í réttan farveg með réttri lífsýn:
https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/3219/
-------------------------------------------------------------------
Konur hafa oft mikið um það að segja hvort að þær vilji eyða helmingi af sinni ævi í að annast mikið fötluð börn
þar sem að séð var fyrir að svo yrði.
Eða hvort að þær rjúfi þungun og reyni aftur.
Jón Þórhallsson, 17.12.2018 kl. 16:22
Er þá mannslífið ekki meira virði en það??? Af hverju tekur þú downs-heilkennið fyrir??? af hverju ekki vangefna eins og okkur, þig og mig?????
En málið er það Jón að yfir 40þúsund einstaklingum hefur verið eytt frá því lög um fóstureyðingar voru sett á Alþingi á áttunda áratug síðustu aldar. Voru það yfir 40þúsund með downs??????? eða voru þessar þunganir vegna nauðgana????? 40þúsund +. Er svo komið að við getum ekki getið af okkur heilbrigð börn og þurfum því að farga þeim áður en þau fæðast?????
ÖLL börn eru Guðs gjöf, ÖLL eiga þau skilið hið besta. Konur áttu hér áður fyrr fötluð börn og yfirleitt fjölda annarra barna. Ekki var óalgengt að börnin voru frá sex allt upp í tíu og stundum fleiri, í einni fjölskyldu. Konurnar önnuðust börnin sín af trú og dyggð, lögðu mikið á sig til að sinna þeim eftir bestu getu og koma þeim til manns.
Nú eiga konur eitt eða tvö börn, stundum eitthvað fleiri og þær eru að drukkna þó þær hafi það mun betra en formæður þeirra. Þær þurfa ekki að þvo þvott í höndunum, þær geta matreitt við rafmagnstæki og notið allskonar hjálpartækja sem formæður þeirra höfðu ekki. Þær hafa rafmagn, ljós og hita og allskonar þægilegheit sem formæður þeirra höfðu ekki, en þær geta ekki hugsað sér að eiga fleiri börn vegna þess að þær þurfa að hugsa um frama sinn, leikfimistímana, utanlandsferðirnar. Þær eru svo uppteknar af dauðlegum hlutum að þær hafa ekki tíma til að lifa, þær fara á mis við lífið. Börnin eru hluti af lífinu. Ef engin eru börnin er engin framtíð. Máltækið segir: börnin eru framtíðin. Þar sem engin börn eru er engin framtíð. Það er kannski það sem við eigum skilið.
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.12.2018 kl. 20:03
Hvernig væri ástandið í landinu ef að engar fóstureyðingar væru leyfðar vegna stórkostlegra fæðingargalla?
Værum við þá ekki með margfalt fleiri sólheima-stofnanir?
Og SKATTBYRÐIN þá ennþá meiri?
Jón Þórhallsson, 17.12.2018 kl. 20:08
Þú gerir heldur mikið úr fæðingargöllum Jón, hlutfallið er langt frá því að vera 100%, sennilega vel innan við 5%. Þó við hefðum annan stað eins og Sólheima þá væri það bara hið besta mál. Þessir aðilar eru ekki birgði á þjóðinni það eru aðrir aðilar sem eru það, fólk sem talið er heilbrigt sem er meira vandamál. Ekki myndi okkur detta í hug að fara með það eins og börn þurfa að þola sem slitin eru í sundur í móðurkviði. Á kannski að taka upp slíkar refsingar sem þau, börnin í móðurkviði, þurfa að líða???????
Ég sé að þú skrifar á bloggi þínu, þar sem ég get ekki skrifað athugasemdir við, þar sem þú talar um að Menntamálaráðherra óskar eftir menntastefnu til ársins 2030. Við þurfum enga menntastefnu fyrir skóla sem verða á barna.
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.12.2018 kl. 20:19
Það munu væntanlega halda áfram að fæðast heilbrigð börn.
Jón Þórhallsson, 17.12.2018 kl. 20:21
Það skulum við rétt vona.
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.12.2018 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.