Eru kröfur öryrkja ósanngjarnar???

Ekki fæ ég séð að öryrkjar séu að fara fram á ósanngjarnar bætur eða sömu laun og ráðherrar eða alþingismenn.

Jafnvel þótt þeir fengju sömu krónutölu hækkun og ráðherrar fengu með úrskurði Kjararáðs, þá væru tekjur þeirra samt aðeins brot af ráðherralaununum. Er þá nokkuð ósanngjarnt að vænta þess að öryrkjar fái slíkar hækkanir??????? Eða er líf öryrkja og ellilífeyrisþega minna virði en þingmanna og ráðherra?????????????

Var Bjarni Benediktsson ekki búinn að segja, á síðasta ári að mig minnir, að greiðslur til þessara hópa ættu að ná 300.000 krónum mánaðarlega eftir næstkomandi áramót. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafa verið sveltir, þeim haldið niðri á meðan stjórnmálamönnum er úthlutað fúlgum fjár.

Mér sýnist skorta sanngirni á æðstu stöðum í þjóðfélaginu. Þurfum við ekki bara að skipta þingheimi út og kjósa öryrkja á þing og sjá þá sem ráðherra?????????????


mbl.is Finna ekki milljarðana níu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Spurningin er hvort að það mætti flokka öryrkjahópinn betur?

Það hlýtur að vera svolítið sitthvot hvort að um sé að ræða fólk með fullu viti sem að hefur lent í líkamlegum slysum og þarf að sjá fyrir fjölskyldu.

eða 

hvort að um sé að ræða einhverskonar vanvita

sem að eru bara hlaupandi um í einhvejum vitleysigangi.

Jón Þórhallsson, 28.11.2018 kl. 17:21

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ert þú til í að taka það að þér Jón, að draga fólkið (öryrkjana) í dilka?

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.11.2018 kl. 21:23

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Já.

Jón Þórhallsson, 29.11.2018 kl. 11:01

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ekki dettur mér í hug að taka það að mér, öll erum við sköpuð jöfn frammi fyrir Guði, hvernig sem við lítum út eða hversu mikið vit við teljum okkur hafa. Jesús sagði að hinn minnsti í himnaríki er mestur allra, þá var Hann að bera saman Jóhannes skírara við hinn minnsta í Guðs ríki.

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.11.2018 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 211
  • Frá upphafi: 165895

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 164
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband