9.11.2018 | 10:17
Börn eru blessun, tökum vel á móti þeim, þeirra eru framtíðin, þau eru framtíð þjóðar okkar.
Börn eru framtíð þjóða. Þegar fæðingum barna fækkar og verða færri en sem nemur dauðsföllum, þá fækkar fólki. Þegar börn eru óvelkomin og þau deydd í móðurkviði og slíkt athæfi samþykkt af yfirvöldum eru yfirvöld og þjóðfélagið allt að kveða upp eigin dauðadóm.
Þjóðfélög þar sem fósturmorð eru samþykkt og talin eðlileg eiga ekki rétt á að kallast þjóðfélög, þau tortíma sjálfu sér, við getum kallað það þjóðfélagslegt sjálfsmorð.
Til að viðhalda mannkyninu þurfa börn að fæðast og þau boðin velkomin í þennan heim. Börnin þurfa á elsku, hlýju, alúð, aga og umvöndun að halda.
Sjálfur ólst ég upp við það að mamma var heima og annaðist um okkur systkinin og þannig var það á flestum heimilum þeirra sem eru á mínu reki og eldri.
Síðan fóru mæður í auknum mæli að vinna úti, bæta fjárhagsstöðu heimilisins. Eftir því sem fólk hafði meira handa á milli jókst græðgin og mikill vill meira. Þetta kom niður á heimilishaldi fólks, en fólk varð ekkert hamingjusamara við það, heldur fór að bera á því að börnin fóru að vera fyrir, þau voru farin að vera vandamál foreldra sinna þar sem þau voru að keppast við að eignast sífellt meira og meira af veraldlegum hlutum.
Börnin eru hluti af samfélaginu og fjöldi barna er blessun en ekki öfugt. Vilji þjóðfélagið eiga framtíð þurfa börn að fæðast, einstaklingar sem taka við af okkur og viðhalda þjóðinni með fleiri fæðingum barna sem tekið er á móti fagnandi og þau elskuð.
Snúum af braut sjálfstortímingar og fögnum og umvefjum hvern þann einstakling sem fær að fæðast inn í þennan heim. Vermdum lífið, tortímum því ekki. Elskum lífið og elskum GUÐ sem gaf okkur líf.
Börn eru blessun, tökum vel á móti þeim, þeirra eru framtíðin, þau eru framtíð þjóðar okkar. Án barna er ekkert þjóðfélag, engin framtíð.
Makalaus fækkun fæðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 164905
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.