Hvað er til ráða þegar við höfum gleymt drengjunum og stúlkum okkar.

Vandi drengjanna okkar og stúlkna er vandi þjóðarinnar allrar.

Hér áður fyrr léku börn sér úti, meir en nú er gert, mörg fóru snemma að vinna t.d. í fiski, sum voru í sveit á sumrin, þau höfðu ýmislegt til að dunda sér við og þá helst úti við.

Í dag eru börn á unga aldri sett framan við sjónvarpið, síðan kemur tölvan, svo koma allskonar óæskilegar bíómyndir og tónlist sem er krefjandi á að hlusta.

Fæst börn eru uppfrædd í Guðs Orði, kenndar bænir eða farið með þau í kirkju og sunnudagaskóla. Biblíusögur og kristinfræði hafa verið fjarlægð úr skólunum, ekki má gefa skólabörnum Nýja Testamentið, en hinsegin fólki hleypt í skólana þess í stað með sinn heilaþvott og áróður á börnin.

Upplausn heimila og hjónaskilnaðir hafa vissulega áhrif á börnin og í mörgum tilfellum mjög djúpstæð áhrif.

Allt þetta hefur áhrif á stöðu fólksins í landinu og þó einkum ungviðis okkar. Þegar Guð er tekinn út úr samfélaginu er ekki von á góðu. Þegar sá sem gefur frið er tekinn út og sá sem fyllir fólk ófriði, stressi og streitu, óhemjuskap og græðgi fær yfirhöndina, þá uppsker þjóðfélagið það sem til er sáð.

Alþingi getur ekki breytt þjóðfélaginu, en þingmenn geta sett fordæmi með sínum eigin gjörðum og verið fyrirmynd fyrir samfélagið allt.

Leitum fyrst Guðs ríkis og Hans réttlætis, þá munum við njóta blessana Hans.


mbl.is Höfum við gleymt drengjunum okkar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Mikið var ég ánægð með Karl Gauta er ég sá hann í fréttatíma frá Alþingi hefja máls á þessum vanda drengjanna okkar.Hann ólst upp í barnabænum Kópavogi og var mikið samband fjölskyldna okkar.- Þvílík breyting á Þjóðfélaginu frá þeim tíma. Tómas þú nefnir sjónvarpið og tölvur/síma sem hafa ofan af fyrir börnunum,gott fyrir þau að eiga og láta vita af sér en sumstaðar er ofnotkunin að verða vandamál.- 
Manni liggur svo mikið á hjarta varðandi þessi ofl.mál,að túlkunin verður að vera rödduð með áherslum,svei mér þá.  Kirkjurnar hér hafa samkomur af öllu mögulegu tagi,t.d.Hjallakirkja með tíma fyrir ungbarnamæður og börn þeirra og var vel tekið.- Ég vona að Karl Gauti hafa vakið okkur Íslendinga rækilega til umhugsunar með þessu þjóðþrifamáli.-- Með guðs blessun.   

Helga Kristjánsdóttir, 9.11.2018 kl. 03:16

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér Helga.

Já Karl Gauti kom með þarft innlegg í þjóðfélagsumræðuna, hann á þakkir skilið.

Manni verður stundum orða vant þegar hugsanir mans og tilfinningar fara á fullt í umræðum sem þessum. Guð gefi að við sem þjóð mættum vakna upp og umfaðma lífið og þann sem lífið gefur og hugsa meira um fjölskyldur okkar, börnin okkar, þau skipta máli, þau eru framtíðin. Án þeirra er engin þjóð ekkert þjóðfélag.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.11.2018 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 164901

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband