30.10.2018 | 16:07
Nokkuð sem íslensk stjórnvöld þurfa að leiða hugann að
Það hlýtur að vera akkur íslenskra stjórnvalda að dregið verði verulega úr alþjóðlegu ráðstefnuhaldi hér á landi. Á alþjóðaráðstefnur kemur fólk víða að og flestir ef ekki allir koma fljúgandi, ýmist með farþegaflugi en allmargir á einkaþotum.
Með komu alls þessa fólks hingað til lands á ráðstefnur sem skila margar hverjar engu eða litlu fyrir heimsbyggðina, en þeim mun meir af CO2 í andrúmsloftið, sem okkur er talið trú um að sé stórhættulegt.
Eins held ég að Sameinuðu þjóðirnar hljóti að draga verulega úr ráðstefnum á sínum vegum sem haldnar eru víðsvegar um heiminn af sömu ástæðu. Það má þakka fyrir ef fólk kemst lifandi á og frá þessum ráðstefnum, því sú vá sem er fyrir dyrum er svo alvarleg.
Að sama skapi geri ég ráð fyrir að Al Gore leggi einkaþotu sinni sem hann hefur farið vítt og breitt um heimskringluna, til að segja öllum hversu hættulegt það er fyrir andrúmsloftið að notast við loftför á ferðalögum og hann skilið eftir sig koltvísýringsspor út um allt.
Best væri ef allir sætu bara heima og létu lítið fyrir sér fara og gæta þess í leiðinni að losa ekki loft því jú einnig það er CO2 sem fer út í andrúmsloftið.
Hér fyrir neðan eru myndir af húsunum sem Al Gores á.
Fyrst er það húsið í Nashville, Tennessee. Áætlað er að fasteignin sé rúmir 3000fm og orkan sem hann notar á ársgrundvelli meiri en 21 venjulegt heimili í Bandaríkjunum notar.
Hitt húsið sem Al Gore á er í Montecito, Kaliforníu. Þetta hús notar orku á við 20 venjuleg heimili í Bandaríkjunum. Engir smá orkureikningar sem hann þarf að borga.
Losun CO2 frá flugi eykst mikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 165640
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hugmynd.
Á sama tíma mætti ríkið hætta alfarið að senda fólk út af örkinni í hverslagst eridagjörðum, og notast heldur við internetið. Allar þessar partý-ferðir... ég meina opinberu heimsópknir vítt og breytt gera ekkert annað en að búa til mengun.
Ásgrímur Hartmannsson, 30.10.2018 kl. 17:44
Nákvæmlega Ásgrímur.
Tómas Ibsen Halldórsson, 30.10.2018 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.