16.12.2017 | 17:44
Augljóst að allt fer í bál og brand?????
Furðulegar eru þær yfirlýsingar Magneu Marinósdóttur um að allt muni fara í bál og brand vegna viðurkenningar Trumps á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Mér sýnist hún þar með vera að lýsa því yfir að engin eða lítil breyting verði á ástandinu á þeim slóðum þ.e. "Palestínu" og í Jerúsalem.
"Palestínumenn" hóta intifata (hryðjuverkum), en það er engin breyting frá því sem verið hefur. Abbas segir viðurkenninguna eyðileggja friðarferlið. Mér er spurn, hvaða friðarferli? Abbas og Arafat á undan honum hafa ekki látið hjá líða að miss af friðarsáttmála sem í boði hafa verið hvað eftir annað. Þeir félagar hafa glutrað frá sér öllum tækifærum til að gera friðarsamninga við Ísrael á fætur öðrum.
Í huga "Palestínumanna" einkum þó Hamas liða verður enginn friður fyrr en búið verður að eyða Gyðingum ekki bara í Ísrael heldur á heimsvísu. Þeir sjá ekki fyrir sér neinn frið fyrr en þeir hafa yfirráð yfir öllu því svæði sem heitir í dag Ísrael og það svæði verði eingöngu í höndum þeirra. Gallinn er bara sá að hafi þeir ekki Gyðinga til að hatast út í hafa þeir engan tilgang. Það sem sameinar þá í dag er hatrið sem þeir bera í garð Gyðinga og Ísraels.
Það sem fólk þarf að átta sig á er sú staðreynd að ríki "Palestínu" hefur aldrei verið til. Ísrael vann landsvæði og Jerúsalem af Jórdönum í sex daga stríðinu, ekki "Palestínumönnum". "Palestínumenn" höfðu aldrei neitt tilkall til Jerúsalem. Jerúsalem hefur eingöngu verið höfuðborg Ísraels ekki neins annars ríkis frá upphafi vega.
Uppreisn [intifata] af hálfu "Palestínumanna" yrði ekkert nýtt, þeir eru búnir að vera hóta slíku og það löngu áður en Trump kom til sögunnar. Uppreisn þeirra er búin að vera meira og minna viðloðandi í tugi ára og því engin breyting þó svo verði áfram nú og fjölmiðlar komi til með að fjalla meira um það nú í kjölfar þess að Jerúsalem er viðurkennd höfuðborg Ísraels.
Íslenska ríkið á nú að sína sóma sinn í því að fara að ráðum Trumps og viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og efla samskipti við Ísrael, það yrði okkur bara til blessunar.
Augljóst að allt fer í bál og brand | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 164919
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna er manneskja sem þekkir til á svæðinu. Það gerir þú greinilega ekki.
Óskar, 16.12.2017 kl. 18:05
Tómas, þetta eru orð að sönnu. Ég get tekið undir hvert orð. Það er augljóst, að þessi Magnea hefur, líkt og Björg Vilhelms, verið heilaþvegin af Aröbum sem búa í Ísrael, bæði á Vesturbakkanum og Gaza. Alveg eins og börnin á Gaza-svæðinu sem eru þjálfuð af Hamas til að drepa gyðinga. Krakkar þar niður í 4ra ára aldur segjast vilja drepa alla gyðinga, en vita ekkert af hverju. Á meðan er ísraelskum krökkum kennt að elska náungann, líka Araba.
Og það er rétt, að arabískir leiðtogar eins og Abbas hafa engan áhuga á friði við Ísrael, því að hryðjuverkasamtökin Hamas, PLO og Fatah ráða lögum og lofum. Öll viðleitni til friðar við Ísrealsstjórn er af þeim álitin vera svik.
Að sjálfsögðu er Jerúsalem höfuðborg Ísraels. Ekki er hún höfuðborg ríkis sem ekki er til ("Palestínu"). En á meðan VG er í ríkisstjórn og á meðan ráðherrar Sjálfstæðisflokksins gera það sem Katrín og Svandís fyrirskipa, þá mun íslenzka ríkisstjórnin ekki gera það rétta í stöðunni.
Aztec, 16.12.2017 kl. 19:21
Hér er góð lýsing á því sem hefur verið að gerast og hvernig tilgangur Palestínu arabar hafa verið misnotaðir af öfga hryðjuverkahópum eins og Hamas , PLO og Fata, svo talað sé ekki um Sáda, Evrópubandalagi og fleiri sem hafa ausið milljörðum dollara til þessa öfga hópa, til þess að þeir geti skotið eldflaugum á Ísrael. Hverjir ætli hafi yfirleitt átt upptök að átökum á þessu svæði, þannig að Ísraelar hafa þurft að lifa í stöðugum ótta við hryðjuverk. Að fólk skuli telja að heilaþvegin Íslendingur sem hefur dvalið um hríð á þessu svæði sé alsherja vísindi um ástandið þarna suðurfrá er með ólíkindum að menn skuli við hafa. Þetta er frábær grein hjá Tómasi, þar sem hann hefur kynnst sér málavöxtu og greinir skýrmerkilega frá staðreyndum.
Guðmundur Karl Þorleifsson, 16.12.2017 kl. 21:41
Óskar....!!!
Hvernig þekkir hún sig til á svæðinu, verandi bara öðrum meginn..??
Hefur þú verið þar,,??
Prófaðu að fara þarna niður eftir og sjáðu hvað þessir blessuðu
Palestínu arabar hafa áorkað í því að gera vel við sína.
EKKI NEITT.
Svo væla þeir og vola yfir því hvernig Ísrahel breytti auðn í OASIS.
Hér er linkur sem allir hlið hollir aröbum ættu aðð horfa á,,
https://www.youtube.com/watch?v=i0K7A_V7XHQ
Segir allt sem segja þarf.
Sigurður Kristján Hjaltested, 16.12.2017 kl. 22:51
Ég þakka ykkur öllum fyrir innlitið og athugasemdir ykkar. Vil hér svara Óskari. Ég þekki einstaklinga sem dvalið hafa í Ísrael, komið þangað oftar og dvalið lengur en Magnea, þeir hafa aðra sögu að segja en hún. Þar eru einstaklingar sem ég treysti og trúi því sem þeir segja mér.
Það er svo margt sem styður við málstað Ísraels fram yfir hryðjuverk og ógn arabana, meira að segja fjöldi "Palestínumanna" sem hafa stigið fram og lýst því yfir að þeir vilja frekar vera undir yfirráðum Gyðinga en "Palestínumanna".
Tómas Ibsen Halldórsson, 17.12.2017 kl. 00:47
https://youtu.be/c2NaiX-hvVQ
Hér er innlegg manns á þingi UN sem er fæddur og uppalinn í Ramallah.
Kristinn Ásgrímsson, 17.12.2017 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.