30.12.2017 | 19:23
Eitt af því mikilvægasta sem þú getur gert í lífinu sjálfum þér til heilla
Um áramót gerir fólk jafnan upp liðið ár og hugsar til framtíðar hvað betur megi fara, gerir sjálfum sér heit og jafnvel öðrum.
Á árinu sem er að líða koma oft upp vonbrigði, særindi og hlutir sem valda mönnum gremju og þegar litið er lengra aftur í tímann eru það brot sem fólk hefur orðið fyrir, brot sem veldur biturleika og jafnvel hatri í garð þeirra sem komið hafa illa fram við það. Slíkt fjötrar þann sem verður fyrir órétti en sjaldnast þann sem óréttinum beitir.
Hvað er til ráða? hvernig er hægt að losna við fjötra fortíðarinnar? hvernig get ég orðið frjáls?
Fyrirgefning er eitt hið mikilvægasta sem við getum gefið frá okkur í lífinu. Í Faðir vorinu, bæninni sem Jesús kenndi okkur segir: "...fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum..." eða með öðrum orðum "...fyrir gef okkur [mér] í sama mæli og við [ég] fyrirgef þeim sem hafa brotið á okkur [mér]...". Það er ekki þar með verið að segja að þau brot sem við/ég verðum fyrir séu í lagi heldur er verið að gefa gjöf fyrirgefningarinnar og segja "ég fyrirgef þér það sem þú gerðir mér, ég held því ekki í gegn þér og ég ætla að sýna þér miskunn eins og mér hefur verið sýnd miskunn af Guði mínum".
Það er mikilvægt að tala út fyrirgefninguna ekki bara segja það í hljóði því það er máttur í játningunni. Við leysum ekki eingöngu þann sem hefur brotið á okkur heldur leysum við okkur sjálf. Tilfinningin kemur ekki endilega strax, en þá er um að gera að játa út "ég er búinn að fyrirgefa" þar til við finnum það innra með okkur, það getur tekið einhvern tíma en þá er mikilvægt að gera það daglega.
Hafi ég ekki verið beðinn fyrirgefningar þá fer ég ekki til viðkomandi og segi við hann/hana "ég fyrirgef þér" heldur geri ég það í einrúmi eða með trúnaðarvini og tala það út frammi fyrir Guði mínum og nefni viðkomandi á nafn ef ég veit nafn hans/hennar. Hafi ég verið beðinn fyrirgefningar en neitað viðkomandi um fyrirgefningu, þá er um að gera að fara til viðkomandi og segja "ég fyrirgef þér og vilt þú fyrirgefa mér að hafa ekki fyrirgefið þér áður". Stundum er sá sem þarf á fyrirgefningu okkar að halda ekki til staðar jafnvel látinn, þá er samt mikilvægt að fyrirgefa því fyrirgefningin er ekki eingöngu fyrir hinn brotlega heldur fyrir þann sem verður fyrir brotinu/ofbeldinu, því fyrirgefning læknar sárin sem til staðar eru og biturleikann sem er ekkert annað en krabbamein sálarinnar. Minnumst einnig þess að við erum öll brotleg á einn eða annan hátt, við höfum öll sært aðra viljandi eða óviljandi. Eins og við þráum að okkur sé fyrirgefið skulum við fyrirgefa þeim sem brotið hafa á okkur.
Fyrirgefningin er sterkasta vopn sem við eigum gegn óvini okkar Satan sem vill halda okkur í fjötrum særinda og biturleika. Í kjölfar fyrirgefningar kemur oft líkamleg lækning á krankleika sem valdið hefur fólki óþægindum jafnvel í mörg ár.
Gott er að biðja til Guðs en sú bæn þarf ekki að vera flókin, bara einföld. Hægt er að biðja þannig: "Góði Guð ég fyrirgef xxx(nafn viðkomandi sé það vitað) það sem hann/hún gerði mér (nefna brotið), ég gef honum/henni gjöf fyrirgefningarinnar og ætla ekki að halda því gegn honum/henni. Ég bið þig að blessa xxx(nafn viðkomandi sé það vitað)og veita honum/henni velgengni. Viltu hjálpa mér að losna við biturleikann og viltu fyrirgefa mér það að hafa haldið þessu (brotinu) gegn honum/henni (nefna viðkomandi). Þess bið ég í nafni sonar þíns Jesú Krists, Amen.
Óverðskulduð fyrirgefning setur brotaþolann frjálsan og ekki er óalgengt að líkamleg lækning kemur í kjölfarið, það eru til mörg dæmi um slíkt.
Eigi þetta við þig óska ég þér góðs og farsældar á vegi fyrirgefningarinnar. Mín bæn er sú að þér vegni vel. Ég hvet þig til að taka Guðs Orð, Biblíuna, þér í hendur og lesa hana þér til uppbyggingar. Sértu óvanur/-vön að lesa í Biblíunni vil ég benda þér á Guðsspjöllin t.d. Markúsarguðspjall eða Jóhannesarguðspjall.
Guð verði með þér og eigðu gott og gleðilegt nýtt ár.
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 213
- Frá upphafi: 165289
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 129
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.