Hópur fallegra einstaklinga

Sjáið myndina hér fyrir neðan. Hópur yndislegra saklausra barna, einstaklinga sem öll eiga, vonandi, bjarta framtíð fyrir höndum.

Ekki fá öll börn sama tækifæri og þessi yndislegi hópur, því fjöldinn allur af fallegum einstaklingum er fyrirkomið í móðurlífi, þau tekin af lífi.

Hver er þess bær að dæma þessa saklausu einstaklinga til dauða án dóms og laga??????  Hver er þess bær að segja hver má lifa og eiga framtíð fyrir sér og hver ekki??????

Sá sem gaf okkur lífið sagði "þú skalt ekki morð fremja", en við leyfum okkur að halda að við höfum meira vit en skapari okkar!!!!!

Í fréttum er fjallað um voða atburði, bæði af völdum náttúrunnar og af manna völdum, þá er iðulega talað um hversu mörg börn hafa fallið í valinn eða særst. Á sama tíma, daglega, er fjöldi barna viljandi, vís vitandi, tekinn af lífi og enginn kippir sér upp við það. Það kallast á manna máli HRÆSNI!!!!!

Leifið börnunum að lifa. Slíkra er Guðs ríkið.


mbl.is Fóstureyðingum á Norðurlöndum fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Fólk er væntalega aldrei að leika sér að því að eyða fóstrum bara vegna hreinnar illsku.

Þó gætu komið upp þær aðstæður sem að þyrfti að gera það; einhverrra hluta vegna.

Það sem að vantar alltaf inn í þessa umræður er hvernær SÁLIN tekur sér bólfestu í fóstrinu/líkamanum?

Myndir þú líta svo á að nokkurra daga gömul sæðisfrumua í kvenlegi að þar væri um að ræða einstakling með sál            eða er þar bara um að ræða frumu-hrúgu?

Jón Þórhallsson, 17.11.2017 kl. 15:00

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ert þú bær um það Jón að segja okkur hvenær sálin tekur sér bólfestu í einstaklingnum???? 

Að mínu viti verður einstaklingur til um leið og egg konu frjóvgast. Það er enginn, ekki einu sinni vísindamenn sem geta fullyrt að svo sé ekki. Mér nægir Guðs Orð um það að okkur ber að varðveita/vernda lífið og ekki hvað síst ósjálfbjarga saklausra einstaklinga. 

Fóstureyðingar fara að jafnaði ekki fram fyrr en að nokkrum vikum eða mánuðum liðnum. Ómmyndir sem teknar hafa verið meðan á fósturdeyðingu stendur hafa sýnt, svo ekki verði um villst, að fóstrið/barnið reynir eins og það getur að forðast tólin sem komin eru inn í leg móðurinnar í þeim tilgangi að deyða það. Það segir sína sögu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.11.2017 kl. 15:19

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Auðvitað ætti allt meðgönguferlið að vera heilagt ferli frá upphafi til enda og hér er ekki að hvetja til fóstureyðinga almennt séð; en ef svo ólíklega vildi til/einhverra hluta vegna; að framkvæma þyrfti ÞUNGUNARROF t.d. vegna fósturs með downs-heilkenni að þá ætti það að vera óhætt í 14 vikur frá getnaði án þess að umræðan þyrfti að snúast um líknardráp/morð:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2200768/

Jón Þórhallsson, 17.11.2017 kl. 16:06

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Einstaklingar með downs-heilkenni eiga jafn mikinn rétt til lífs eins og hver annar. Allir, allir, ALLIR, eiga rétt til lífs. Það er ekki mannanna að segja til um hverjir eru verðugir til lífs og hverjir ekki. Ég hef þekkt einstaklinga með downs, fallegir, góðir og lífsglaðir einstaklingar. Af hverju á að meina þeim að lifa eins og við hin. Hvað gerir þig að meiri manni en einstaklingi með downs????????? hvað gefur þér rétt til að lifa fremur en þeim sem hafa downs eða einhverja aðra fæðingargalla??????? og af hverju að miða við 14 vikur?????? er það einhver opinberun sem þú fékkst???????

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.11.2017 kl. 16:24

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að þú skoðar slóðina sem að ég sendi þér að þá eru allar upplýsingarnar þar.

Jón Þórhallsson, 17.11.2017 kl. 17:39

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég skoðaði slóðina Jón og fannst ekki mikið til hennar koma, algerlega ósammála því sem þar kom fram.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.11.2017 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 165947

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband