Það væri algert glapræði að fórna meiri hagsmunum fyrir minni

Erlendir dómstólar og þar með talinn EFTA-dómstóllinn bera íslenska sérhagsmuni ekki fyrir brjósti og íslenskir sérhagsmunaaðilar bera ekki heldur íslenska sérhagsmuni fyrir brjósti, en stjórnast af græðgisvæðingu.

Það hljóta að vera hagsmunir þjóðarinnar að hér sé til staðar öflugt matvæla öryggi. Fari svo að heimskreppa leiði til skorts á matvælum á heimsbyggðinni, þá verðum við ekki í neinum sérhagsmunahópi hvað fæðuöflun snertir séum við háð innflutningi matvæla. Við verðum, okkar sjálfra vegna, að hlúa að íslenskum landbúnaði og matvælaframleiðslu, við megum ekki fórna meiri hagsmunum fyrir minni, það væri algert glapræði.

 


mbl.is Dómur EFTA geti „ógnað lýðheilsu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Dómstólar eiga ekki að bera neina hagsmuni fyrir brjósti nema þá sem lög og reglur kveða á um að skuli vernda.

Það hljóta að vera hagsmunir Íslands að EES-samningurinn sé virtur hér á landi sem og í öðrum aðildarríkjum.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.11.2017 kl. 16:22

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Viltu meina Guðmundur að ákvörðun EFTA-dómstólsins eigi að hafa meira gildi en hagsmunir þjóðarinnar heildarinnar, eins og í þessu tilfelli?

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.11.2017 kl. 16:59

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í fyrsta lagi er þetta dómur en ekki bara einhver ákvörðun.

Í öðru lagi er dómurinn bindandi hvort sem það þjónar hagsmunum einhvers eða ekki.

Í þriðja lagi ef þessi dómur skerðir einhverja hagsmuni njóta þeir hagsmunir ekki lögverndar.

Í fjórða lagi hlýtur það þjóna hagsmunum þjóðarinnar að samningar sem gerðir eru í hennar nafni séu virtir.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.11.2017 kl. 17:45

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er langt síðan búið hefði átt að vera að segja EES samningnum upp og þar með schengen veseninu í leiðnni. 

En kjarkleysi og vesaldómur Íslenskra þingmanna og ráðherra er svo mikll að þeir hafa ekki haft þor til annars en að pexa við þrasliðið um keisarans skegg.   

Hrólfur Þ Hraundal, 14.11.2017 kl. 23:18

5 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Það er til krani/tæki sem heitir einsteimisloki. Stundum hef ég það á tilfinninguni að sumir hugsi þannig. Vilji fá allt út, ekkert inn. Svo eru til lokur, sem loka bara, halda öllu inni eða úti, Hrólfur er einn af þeim, vill setja loku á íslenskt samfélag, bæði inn og út. Mér dettur í hug risaeðlur, nei þær dóu út ekki satt

Jónas Ómar Snorrason, 14.11.2017 kl. 23:53

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þó að kúrdum hafi landamæralausum tekist að duga svo lengi sem raun ber vitni, þá er hæpið að okkur tækist að leika það eftir.   Einstefnulokar eru ágætir til síns brúks, en hér er ekki verið að tala um allt eða ekkert, heldur innflutning á ófrosnu kjöti og lifandi dýrum.   Það er virkilega einkennileg þjóðhollusta að vilja ekki verja landamæri þjóðar sinnar.  Skyldu þessir menn aldrei læsa heima hjá sér og hafa þar allt uppá gátt?     

Hrólfur Þ Hraundal, 15.11.2017 kl. 04:08

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég verð að segja að ég er Hrólfi Hraundal hjartanlega sammála.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.11.2017 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 335
  • Frá upphafi: 165282

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 217
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband