Fyrir hvað stendur Framsóknarflokkurinn???

Í viðtengdri frétt segir: "Þá sagði Sig­urður (Ingi) í sam­tali við mbl.is að hann teldi þá stjórn ekki svara kalli um póli­tísk­an stöðug­leika og breiða skír­skot­un." en þá er verið að vísa til hugsanlegs samstarfs BDFM. Mér sýnist Sigurður Ingi gefa hér til kynna að hann hafi ekki áhuga á að starfa með Miðflokknum. Þessi ummæli Sigurðar Inga vekja furðu þar sem Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn eru þeir tveir flokkar sem eiga mest sameiginlegt. Ekki sýnist mér heldur Flokkur fólksins vera með hugmyndir sem Framsókn ætti erfitt með að taka undir, eða hvað?

Það er kannski ekki kappsmál fyrir Framsókn að vinna að þeim málum sem þeir telja okkur trú um að þeir vilji helst berjast fyrir. Eru það bara ráðherrastólarnir sem skipta máli og þá skiptir ekki máli með hverjum svo framalega að SDG sé ekki með í leiknum? Er það virkilega svo að Framsókn vilji leiða Steingrím J. og Svandísi Svavars til sætis í stjórnarráðinu?????

Fyrir hvað stendur Framsóknarflokkurinn???????


mbl.is Hefur ekki heyrt í neinum í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að við útilokum alla þá flokka sem að stefna á ESB; hvaða flokkar eru þá eftir?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2205280/

Jón Þórhallsson, 9.11.2017 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 211
  • Frá upphafi: 165287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 128
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband