Er eitthvað til eftir þetta líf? er himnaríki til? hvað bíður okkar eftir að þessu lífi líkur?

Colton Burpo var fjögurra ára er hann næstum lést eftir að botnlangi hans sprakk. Colton upplifði að yfirgefa líkama sinn og sitja í fanginu á Jesú. Það sem vekur hvað mesta furðu við sögu hans er sú staðreynd að hann gat sagt frá hlutum sem hann hafði aldrei heyrt um áður og séð hluti sem hann ætti ekki getað hafa séð.

Colton sá systur sína á himnum, en móðir hans hafði misst fóstur áður en hann fæddist. Foreldrar hans höfðu aldrei sagt honum frá því að móðir hans hafi misst fóstur og reyndar vissu þau ekki hvort kynið það var þar sem það gerðist svo snemma á meðgöngunni.

Himininn er raunverulegur staður, "Heven if for real" er bók sem fjallar um þennan atburð, bók sem ég á og hef lesið. Fyrsti hluti myndbandsins hér fyrir neðan er brot úr samtali við Burpo fjölskylduna þar sem komið er inná þessa atburði.

Það sem ég vildi leggja áherslu á er systirin á himnum. Margir, jafnvel læknar, segja að fóstur snemma á meðgöngu sé ekkert nema einhverjar frumur, en saga Coltons segir okkur að um einstakling, persónu, er að ræða.

Hvað varðar líf eftir dauðann, þá sagði Jesús: "Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja". Jóhannes 11;25-26.

Ég hvet þig til að horfa á myndbandið og hlusta á það sem þar kemur fram.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þetta eru allt góðar spurningar sem að Ævar Kjartansson ætti að vera að skoða í rúv-sjónvarpi í ró og næði.

Jón Þórhallsson, 5.5.2017 kl. 10:42

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég mæli með þessi GUÐSPEKI-MYNDBANDI á mínútu 47:33:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/2179066/

Jón Þórhallsson, 5.5.2017 kl. 10:50

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hérna er sönnun fyrir tilvist framhaldslífs: 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2168993/

Jón Þórhallsson, 5.5.2017 kl. 11:06

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja". Jóhannes 11;25-26.

Það eru í raun 2 hliðar á framhaldslífa-umræðunni:

Fólk mun lifa áfram í einhverskonar andlegum heimi í einhvern tíma;     strax á eftir líkamsdauðann en síðan fer það eftir því hvernig þú lifðir í þínu síðasta lífi hvernig framhaldið mun verða:

=Ef að þú hefur gert eitthvað á kostnað einhvers að þá gætir þú  þurft að fæðast aftur á jörðinni til þess að geta borgað viðkomandi karmaskuldina til baka með einhverjum hætti. 

Ef að þú hefur ekkert gert á kostnað neins að þá gætir þú fengið að halda áfram til æðri heima; hvort sem að þá séu andlegir heimar eða líkamlegt líf á öðrum (æðri) plánetum í alheimi:

Sbr: NÝALSFRÆÐOIN  hans Dr. Helga Pjéturssonar.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1766563/

Jón Þórhallsson, 5.5.2017 kl. 14:11

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

16Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. 17Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.

18Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina.  Jóhannes 3.kafli

Til þess að hver sem á Jesú trúir GLATIST EKKI, heldur hafi eilíft líf.  Jesús kom til að frelsa okkur frá glötun. Glötun þýðir eilífur aðskilnaður frá Guði. Á Himni ríkir friður, gleði, heilbrigði, vinátta, sátt við alla og góður félagsskapur. Þar eru engir sjúkdómar, verkir, kvíði, ótti eða nokkuð sem íþyngir manni eða brýtur mann niður.

Jesús sagði aftur á móti um hinn staðinn, "...þar verður grátur og gnístran tanna". Þeir sem ekki velja lífið og ríki Himinsins munu upplifa allt hið gagnstæða við Himininn. Það eina sem er sameiginlegt með Himnaríki og helvíti er eilífðin.

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.5.2017 kl. 15:01

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hvað bíður okkar eftir þetta líf?, spyrðu. Er það ekki bara dauði tíminn ? Ekki nema að dauðinn sé ekki til. En þá er náttúrulega ekkert líf eftir dauðann.

Jósef Smári Ásmundsson, 5.5.2017 kl. 17:57

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þegar líkami okkar deyr Jósef, heldur sál okkar, persóna, tilfinningar, vitund okkar áfram að lifa. Hlustaðu á það sem fram kemur á myndbandinu. Það er til fjöldinn allur af sambærilegum vitnisburðum. Þó svo að fólk hafi misjafna upplifun af Himninum er samræmi í mörgu því sem það sér og eins í samræmi við það sem fram kemur í Biblíunni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.5.2017 kl. 18:54

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Held ég hafi nú reyndar séð þetta myndband Tómas út í Noregi hjá bróður mínum sem er sennilega á svipuðum stað og þú í trúmálunum. Mér fannst þessi mynd reyndar vera svolítið léttvæg og ekki trúverðug. En ég var nú svolítið að grínast hérna að ofan. Sjálfur er ég á þeirri skoðun að sjálfsvitundin sé orka og eins og við vitum hverfur hún ekki heldur umbreytist. En Guð bíblíunnar og himnaríki er uppfinning mannanna að mínu mati til að fylla upp í skortinn á vitneskjunni. Ég held við ættum ekkert að pæla of mikið í tilverunni eftir að dauðastundin er runninn upp. Ætli ég fari ekki bara að sofa þegar sá tími kemur því mér finnst það svo óskaplega gott. En fyrst lifum við og ættum að nota tímann til að hugsa vel til og um hvort annað. Ég held að hugsanir einstaklinga hafi miklu víðtækari áhrif en hann getur ímyndað sér.

Jósef Smári Ásmundsson, 5.5.2017 kl. 19:58

9 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég get tekið undir síðustu setningu þína Jósef, en hitt hryggir mig að þú skulir ekki hafa meiri trú á sjálfum þér og því lífi sem Guð hefur gefið þér að þér finnist þú ekki verður eða viljir ekki lifa því lífi til fulls sem bíður okkar eftir jarðvist okkar. 

Ég hef fengið að upplifa svo margt með Guði frelsara mínum að ég hvorki get né vil gera lítið úr Honum. Mín raun er sú að Guðs Orð, Biblían er áræðanleg og kærleiki Hans og trúfesti einnig. Ég bið þess og það sjálfsagt með bróður þínum í Noregi að augu þín megi opnast og þú eignast lífið eilífa. Guð elskaði ÞIG svo mikið að Hann gaf Jesú til að taka á sig syndir þínar, eins og Hann tók á sig mínar, svo við gætum eingast eilíft líf. En eins og Himininn, þar sem eilífa lífið ríkir, þá er dauðinn jafn raunverulegur vitsmunalega, þú losnar ekki undan þeim raunveruleika.

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.5.2017 kl. 20:34

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Eg er nú ekki sammála því að ég hafi ekki trú á sjálfum mér Tómas og skil nú ekki alveg hvernig þú finnur það út. Þetta með svefninn var nú kannski ekki alveg á alvarlegu nótunum, því að sjálfsögðu hef ég ekki hugmynd um hvað tekur við og ætla ekkert að fara að missa "svefninn "út af því. Ég er ekkert að gera lítið úr Skapara þínum eða þínum hugmyndum. Ég er einungis að viðra eigin hugmyndir og finnst þær alveg jafngildar þó þú teljir þær lítimótlegar.

Jósef Smári Ásmundsson, 5.5.2017 kl. 20:50

11 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég vil ekki á nokkurn hátt gera lítið úr þér Jósef því þú ert sköpun Guðs og dýrmætur í Hans augum. Guð elskar þig ekki minna en alla aðra. Jesús sagði "...ég hef elskað yður eins og faðirinn hefur elskað mig". Elska Guðs er fullkomin elska, nokkuð sem við náum ekki að höndla, en þannig eru allar mannverur elskaðar og dýrmætar.

Í Esekíel 33.kafla segir og þar er Guð að tala: "Svo sannarlega sem ég lifi, - segir Drottinn Guð - hefi ég ekki þóknun á dauða hins óguðlega, heldur að hinn óguðlegi hverfi frá breytni sinni og haldi lífi. Snúið yður, snúið yður frá yðar vondu breytni! Hví viljið þér deyja,...?" Allir menn (mannkyn) mun dag einn þurfa að standa frammi fyrir skapara sínum og gera reiknisskil lífs síns. Þá er gott að eiga Jesú sem frelsara okkar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.5.2017 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 213
  • Frá upphafi: 165289

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband