4.5.2017 | 11:32
"Innviðagjald" hvað??????
Er borgarstjóri og meirihluti hans ekki í takt við raunveruleikann??? Lifir þetta fólk í einhverri draumsýn?????? Á endalaust að bæta gjöldum á húsnæði þannig að fólk verði sett í þrældóm við að koma þaki yfir höfuð sér?????????
Hvað er orðið af jafnaðarmennskunni í Samfylkingunni, er hún dauð, horfin að engu orðin???????? Eða er jafnaðarmennskan bara fyrir suma???? það er þá sem hafa nóg af peningum milli handanna og halda stjórnmálamönnum á spenanum?????
Er meira um vert að gera peningaöflunum til hæfis á kostnað almennings, þ.e. kjósenda?????? Það er kannski rétt áliktað hjá stjórnmálaöflunum, kjósendur ganga alltaf til sömu spýju sinnar þegar að kosningum kemur, búnir að gleyma sviknum loforðum stjórnmálamanna. Þeir virðast líta svo á að endalaust sé hægt að ganga í vasa "fáfróðra" kjósenda.
Er ekki kominn tími til að gefa þessu fólki frí og láta aðra sem ekki eru bundnir duttlungum fjármagnseigenda taka við?????????????
Mun þrýsta upp íbúðaverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 164901
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er reyndar verkefni sem öll sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu standa að saman og þetta innviðagjald er sú leið sem þau öll eru sammála um að fara til að ná að hluta til upp í kostnað við framkvæmdina. Allir bæjarstjórar hinna sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru frá Sjálfstæðisflokki þannig að þetta er ekki ákvörðun jafnaðarmanna heldur er þetta ákvörðun sem tekin er af sveitastjórnarmönnum allra stjórnmálaflokka enda eru sveitarstjórnarmennirnir búnir að fá útskýringar sérfræðinga hver verður afleiðingin af því að þenja sífelt út byggðina með nýjum úthverfum. Ef fjölgun íbúa höfuðborgarsvæðisins um 70 þúsund eins og henni er spáð til 2040 fer fram í hverfum utan núverandi byggðar þá mun bílaumferð aukast það mikið að þó lagðir verði 150 milljarðar í breikkun gatna og mislæg gatnamót mun buðtími í umferðinni þrefaldast. Þar að auki mun það auka verulega ferðakostnað vegna þess að meðalvegalengdir hjá fólki munu aukast.
Hér er ekki um að ræða skattheimtu á almenning. Það sem gerist er að þegar borgarlínan er lögð þá eykst verulega eftirspurn eftir húsnæði bæði íbúðahúsnæði og atvinnuhúsnæði næst henni. Það leiðir til hækkunar húsnæðisverðs bæði því húsnæði sem þar er fyrir og því húsnæði sem hægt er að bæta við á því svæði. Ef ekki er tekið innviðagjald þá eru það núverandi eigendur þeirra húsa og þeirra lóða sem liggja næst borgarlínunni sem fá allan þann hagnað. Húsnæðisverðið verður óbreytti hvort sem hagnaðurinn af aukinni eftirspurn fer allur til núverandi húsnæðis- og lóðareigenda eða hvort hann fer að hluta til sveitafélaganna til fjármögnunar borgarlínunnar.
Vissulega væri hægt að bjóða upp á ódýrara húsnæði með því að byggja á opnum svæðum í nýjum hverfum. En ef sú leið er farinn þá aukast meðalvegalengdir sem þarf að fara auk þess sem almenningssamgöngur verða mun verri því það er erfiðara að þjóna dreifðri byggð og það mun auka verulega verðakostnað almennings. Sá kostnaðarauki er meiri en nemur þeim sparnaði sem hægt væri að ná fram í húsnæðiskostnaði með því að þenja byggðina út.
Það er þvi ekki verið að vinna gegn almenningi og fyrir fjármagnseigendur með því að taka þetta innviðagjald heldur þvert á móti.
Sigurður M Grétarsson, 4.5.2017 kl. 17:18
Þakka þér ágæta greiningu þína Sigurður.
Ég er alveg á því að hin sveitarfélögin eru inni í þessu kerfi sem nú á að setja á stofn. Hins vegar er ég jafn viss um að þar fari borgarstjóri fremstur í flokki og kemur örugglega sínum sjónarmiðum fram og fylgir fast eftir.
Ég gagnrýni það að leggja eigi innviðargjald á lóðir, hvort heldur þær séu í námunda við þessa svo kallaða borgarlínu eða ekki. Slíkt gjald mun aðeins hækka íbúðaverð upp úr öllu valdi og er íbúðaverð nú þegar orðið allt of hátt.
Ég gagnrýni jafnaðarmenn í öllum flokkum, ekki síður Sjálfstæðisflokknum, sem ráða allt of miklu, þeir eru hættir að hugsa um hagsmuni hins almenna borgara og eru uppteknir af því að byggja sér minnismerki hér og hvar, út um allt og það á kostnað skattgreiðenda.
Tómas Ibsen Halldórsson, 4.5.2017 kl. 20:06
Það eru bæði hægri menn og vinstri menn auk jafnaðarmanna sem vilja fara þessa þeið. Sveitastjórnarfulltrúarnir hafa einfaldlega fengið útskýringar frá sérfræðingum í umferðamálum sem sýna að hin leiðin er leið glötunnar.
Íbúaðvarðið á þessum stöðum mun ráðast af því hversu mikið menn eru tilbúnir til að greiða fyrir það að vera nálægt borgarlínunni. Innviðagjaldið MUN ÞVÍ EKKI HÆKKA ÍBÚÐAVERÐ heldur aðeina minnka hagnað þeirra sem nú þegar eiga þessar lóðir.
Sigurður M Grétarsson, 4.5.2017 kl. 20:50
Við erum ekki sammála Sigurður um áhrif innviðagjaldsins. Það mun hinsvegar koma í ljós þegar þetta er komið á koppinn, en ég óttast þau áhrif sem þau munu hafa.
Tómas Ibsen Halldórsson, 4.5.2017 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.