Af hverju fá sumir farþegar ekki að fljúga til Bandaríkjanna???

Þeir sem hyggjast ferðast til Bandaríkjanna vita flestir að þeir þurfa annað hvort að hafa VISA stimplað í vegabréf sitt af sendiráði BNA í heimalandi sínu eða þeir sem búa í tilteknum löndum s.s. Íslandi, sem eru hluti af svo kölluðu "VISA Waiver program" þurfa að fylla út skjal á netinu svo kallað ESTA.

Hafi farþegi á leið til BNA ekki fyllt út téð form fær viðkomandi ekki leyfi til að koma inn í landið, honum er umsvifalaust snúið við og flugfélagið sem hann kemur með sektað um háar fjárhæðir.

Það er flugfélögum í mun að vera ekki með óvelkomna farþega um borð þegar komið er til BNA. Þetta er engin nýlunda, hefur verið til staðar í marga áratugi, en ESTA er þó frekar nýlegt.

Þegar ég fór fyrst til BNA árið 1972 þurfti ég að vera með gilt VISA í vegabréfi mínu. Strangar reglur um inngöngu í BNA hafa því lengi verið til staðar. Fyrrum forseti BNA, Obama, skeytti því í engu þegar kom að innflutningi á múslímum að farið væri eftir þessum reglum. Það er annað mál. En hvað varðar múslímann frá Wales má gera ráð fyrir því að hann hafi ekki fyllt út ESTA eða hann af öðrum ástæðum þætti ekki þess verður að fá að koma til BNA. Þeir hafa sínar ástæður til að hafna tilteknum ferðalöngum.

Flugfélög verða að senda lista yfir farþega sína á leið til BNA og yfirvöld þar ytra fara í gegnum þann lista og bera saman við ESTA umsóknir. Hafi farþegi ekki sinnt því að fylla út téð form fær hann ekki inngöngu í BNA og flugfélagið sektað eins og ég nefndi hér að framan.

 


mbl.is Bandarísk forvottun í Keflavík til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 200
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 153
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband