Tímaskekkja þingmanns.

Telur Steinunn Þóra Árnadóttir að með því að leggja fram tillögu um að fella 95.grein almennra hegningarlaga úr geti komist hún hjá refsingu vegna brota í starfi? en þessi grein laganna nær einmitt yfir þau brot er Steinunn Þóra er ber af.  Umrædd lög eru ekki tímaskekkja, en spurningin er frekar sú hvort þingmennska hennar sé ekki tímaskekkja.

Er það ekki saksóknari sem þarf að fara ofan í mál Steinunnar Þóru og stallkonu hennar, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sem höfðu svívirðileg ummæli um forseta Bandaríkjanna úr ræðustól Alþingis? Saksóknari hlýtur að vinda sér í málið eins og hann hefur gert í garð annarra sem sakaðir hafa verið um hatursorðræður þó þeir hafi ekki látið neitt slíkt um munn eða skriflega fara og því síður frá hinu háa Alþingi.

Alþingismenn eins og aðrir hljóta að verða lúta sömu lögum og aðrir þegnar, þeir eiga ekki geta komist hjá refsingu og ég tala nú ekki um að breyta lögum eftirá.

Steinunn Þóra og Þórhildur Sunna verða að taka út sína refsingu eins og ætlast er til að aðrir geri.


mbl.is Telur 95. grein vera tímaskekkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Af hverju geta ekki vara almenn meiðyrðalög gilt um þjóðhöfðingja? Af hverju þurfa þeir meiri vernd en aðrir? Athugaðu það að þessi lög banna að tala illa um erlenda þjóðhöfðingja þó það sé verið að segja sannleikann um þá. Það gera hins vegar meinyrðalögin ekki því þau heimila að talað sé illa um menn ef það er hægt að sýna fram á að það sé satt sem sagt er um þá.

Hefur þú kynnt þér hvað Halldór Ásgrímsson þáverandi utanríkisráðherra sagði um Sadam Hussein í aðdraganda innrásar Bandaríkjamanna í Írak. Það sem nú er sagt um Trump er hátíð miðað við það. Hefðir þú talið eðlilegt að það hefði verið hægt að sækja Halldúr til saka fyrir það?

En ef svo færi að einhver væri dæmdur fyrir að smána Trump á grunvelli þessara laga þá væri hann komin í hóp sem hann á ágætlega heima í. Það hefur nefnileg aðeins einu sinni gerst að maður hefur verið dæmdur fyrir meiðandi ummæli í garð erlends þjóðhöfðingja á grunvelli þessara laga. Það gerðist árið 1934 þegar Þórbergur Þórðarsson rithöfundur var dæmdur í 200 kr. sekt fyrri að tala illa um Adolf Hitler. Trump og Hitler eiga ansi margt sameiginlegt.

Sigurður M Grétarsson, 2.2.2017 kl. 16:50

2 Smámynd: Valur Arnarson

Hitler á reyndar meiri samleið með íslenskum jafnaðarmönnum en Trump. Hitler var nefninlega Sósíalisti - alveg eins og þú Sigurður.

Flokkurinn sem komst til valda í Þýskalandi fyrir seinna stríð hét Verkamannaflokkur Þýskra þjóðernissósíalista.

Um meiðyrðalög um þjóðhöfðingja hef ég þetta að segja: Það er ekki aðeins mikilvægt að Alþingi þjóðríkis sé vant að virðingu sinni innanlands, heldur einnig út á við. Trúverðugleiki æðsta valds landsins og tengslanet við virt þjóðríki (Írak var ekki virt þjóðríki í valdatíð Sadams Hussein) hlýtur að vega þyngra en þörf ákveðinna einstaklinga til að "missa sig" í ræðupúlti.

Það orðfæri sem þær stöllur, Steinunn Þóra og Þórhildur Sunna hafa viðhaft, er hvorki til þess fallið að auka virðingu alþingis innanlands eða utan landsteinanna og er ekkert annað en tilfinningahlaðið lýðskrum sem á betur við á kaffistofum eða í saumaklúbbum.

Valur Arnarson, 3.2.2017 kl. 11:58

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég geri ráð fyrir því Sigurður að þessi lög hafi verið sett í þeim tilgangi að hvetja fólk til að gæta tungu sinnar.

Hvað einstaka þingmenn eða ráðherrar hafa sagt í gegnum tíðina og komist upp með það ætla ég ekki að afsaka.

Nú höfum við lög og reglur sem ætlast er til að farið sé eftir og ættu löggjafar að hafa það í huga ekki einvörðungu í orðræðu heldur á öllum sviðum og vera okkur almúganum fyrirmynd. En þegar þeir, þingmennirnir, ganga fram í lögleysu er voðinn vís. Þingmenn, ráðherra sem og aðrir verða að lúta því að viðurlög eru við því að brjóta lög. Hið kaldhæðnislega er að löggjafarþingmenn láta út úr sér úr ræðustól Alþingis ósvífilegt orðbragð í garð erlends þjóðhöfðingja og brjóta þar með lög og það á sjálfu löggjafarþinginu sem setti þessi lög í upphafi. Þeir hljóta að þurfa að taka á sig þau viðurlög sem lögin segja til um.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.2.2017 kl. 12:07

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér framlag þitt til umræðunnar Valur, þú kemur með góðar ábendingar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.2.2017 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 131
  • Sl. sólarhring: 170
  • Sl. viku: 192
  • Frá upphafi: 165858

Annað

  • Innlit í dag: 95
  • Innlit sl. viku: 147
  • Gestir í dag: 91
  • IP-tölur í dag: 91

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband