Það er aðkallandi að þing komi saman

Mitt álit er að núverandi ríkisstjórn eigi að sitja áfram fram á vor. Best væri að allir flokkar myndu verja hana vantrausti. Efna síðan til kosninga í apríl eða maí.

Það liggur orðið á að þing komi saman og ljúki fjárlagagerð.

Stjórnmálaflokkarnir verða að taka á sig rögg og kyngja eigin stolti og hroka og leggjast á eitt, að vilja þjóðinni heill. Menn hljóta að geta komið sér saman um hluti sem skipta máli fyrir landslýð, beygja af hér og þar og miðla þannig málum að allir geti vel við unað.

Ég held að flestir geri sér grein fyrir því hvað skiptir máli, þ.e. heilbrigðis- og velferðarmálin, svo er hægt að vinna að öðrum málum sem mörg hver eru einnig aðkallandi.

 


mbl.is Enginn einn flokkur fær umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er alveg rétt hjá þér Tómas að það er orði mjög aðkallandi að þingið komi saman og í það minnsta fjalli um fjárlögin.  Með það að núverandi ríkisstjórn sitji til vorsins og kosið verði þá er nákvæmlega það sem ég hef bloggað um og góð hjá þér tillagan um að ALLIR stjórnmálaflokkarnir á Alþingi verji hana fyrir vantrausti, þar til kosningar fara fram í vor....

Jóhann Elíasson, 25.11.2016 kl. 12:03

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér Jóhann.

Við höfum ekki efni á einhverjum leikaraskap eða leiksýningu í þeim tilgangi að slá ryki í augu fólks. Við þurfum alvöru stjórnmálamenn sem hafa ábyrgðatilfinningu gagnvart þjóðinni, menn og konur sem þjóðin getur treyst og lítur til sem leiðtoga en ekki strengjabrúður.

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.11.2016 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 164905

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband