2.9.2016 | 15:16
Er það okkur til góðs að vera í A-flokki greiningarfyrirtækja?
Síðast þegar Ísland komst í A-flokk greiningarfyrirtækja var í aðdraganda fjármálahrunsins 2008. Nú er Ísland enn á ný komið í þennan vafasama flokk. Af hverju segi ég vafasama flokk? Jú við Íslendingar lærum yfirleitt seint af mistökum okkar. Nú segja menn að allt sé í stakasta lagi, allt á uppleið og bara bjart framundan. Ég vil hins vegar vara við of mikilli bjartsýni og minna menn á að allt var í góðu lagi og allt á uppleið árið 2008 þegar skyndilega hrunið dundi yfir okkur og við óviðbúin. Reyndin virðist vera sú að sagan endurtekur sig og ef við gætum ekki að okkur lendum við í annarri kreppu áður en varir.
Nú kappkosta menn að byggja, helst hótel og þess háttar, í von um að milljónir ferðamanna sæki Ísland heim árlega um ókomna framtíð. En hvað ef sú staða kæmi upp að ferðamenn hafa ekki lengur efni á að koma til Íslands og ferðamanna-straumurinn hrapi niður úr öllu valdi? erum við undirbúin undir slíkt? Eru aðrar atvinnugreinar tilbúnar að taka við keflinu og halda velmegun þjóðarinnar á lofti?
Er það virkilega gott fyrir okkur að vera skráð í A-flokk greiningarfyrirtækja? ég bara spyr, sí svona.
Viðurkenning á góðri efnahagsstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 213
- Frá upphafi: 165289
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 129
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það virðast allir vera búnir að gleyma því að þessi sömu matsfyrirtæki gáfu föllnu bönkunum á Íslandi HÆSTU EINKUNN KORTERI FYRIR EFNAHAGSHRUN. Svo eru menn alveg að rifna af stolti yfir þessari einkunn þeirra og láta eins og GUÐ hafi talað.
Jóhann Elíasson, 2.9.2016 kl. 18:25
Nákvæmlega Jóhann.
Þakka þér fyrir innlitið og innlegg þitt.
Tómas Ibsen Halldórsson, 2.9.2016 kl. 23:35
Það verður að veiða fiskinn sem gefst og þjónusta ferðamennina sem koma.
Íslendingar eru sérfræðingar í að grípa tækifærið, hvalrekann.
Þetta er allt af því góða. Þegar þetta er fullnýtt, leita þá að næsta tækifæri.
Bankinn lánar aldrei neitt, verðmæti, aðeins bókhald.
Ekkert verður til nema að við hugsum og framkvæmum það.
Það virðist sem einhver biðji um mat á Íslandi og borgar fyrir. Þá fær hann töluna sem hann sættir sig við.
Erlend matsfyrirtæki Eftir Guðmund F. Jónsson 30. mars 2011 | Aðsent efni | 444 orð | 1 mynd
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1372910/
Guðmundur Franklín Jónsson:Fitch, Moody‘s ogStandard & Poors
Skoðanir 06:00 13. APRÍL 2010
http://www.visir.is/gudmundur-franklin-jonsson-fitch,-moody-s-ogstandard--og--poors/article/2010277283821
meira: Þessi matsfyrirtæki leggja einkunnir á þjóðir og sjálfstæð ríki. Hver borgar fyrir það? Bankarnir okkar þrír ....voru með öll þessi fyrirtæki í vinnu og borguðu matsfyrirtækjunum þremur hundruð milljóna á ári undanfarin ár, fyrir góðar einkunnir."
Jónas Gunnlaugsson, 3.9.2016 kl. 01:32
"Mistökum okkar" allur hin vestrænni heimur gerði mistök.
Kosturinn við krónuna:
Ef ferðamanna innstreymið minkar, þá fekkur krónan og það verður aftur fýsilegt að koma til Íslands.
Teitur Haraldsson, 3.9.2016 kl. 02:55
Er einfaldlega sammála þér Tómas punktur
Jónas Ómar Snorrason, 3.9.2016 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.