Hvernig ætla menn að bregðast við þegar ferðamannastraumurinn fjarar út?

Ég verð að segja að mér finnst yfirlýsing Klaus Ortlieb, Þýsks hótelmógúls, þess efnis að Reykjavík og reyndar allt Ísland stefnir í að verða fullt af tómum hótelum. Hvað ætla menn að gera þegar ferðamannastraumurinn fjarar út og verður bara brot af því sem við sjáum í dag? Hvernig ætla menn þá að greiða öll þau lán sem tekin hafa verið til að byggja upp stærðarinnar hótel? Mun það lenda á okkur skattborgurum að greiða fyrir fylliríið sem menn virðast ver í í dag? Verður okkur gert að borga eins og menn vildu með Icesave? Munu stjórnvöld fylla þessi hótel af flóttamönnum sem hingað vilja koma til að fá skjól og lifa góðu lífi á kostnað íslenskra skattgreiðenda?

Ég er hræddur um að við eigum eftir að fá þetta ótrúlega framkvæmdafyllirí í bakið og það fyrr en menn halda.

Hvernig ætla menn að bregðast við þegar ferðamannastraumurinn fjarar út?


mbl.is Reykjavík verður full af tómum hótelum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Þetta var, og er fyrirséð. - "What goes up, must come down..." og maður verður alltaf meira og meira hissa að menn skuli ekki læra af lífinu, og sérstaklega í þessu óreiðuþjóðfélagi á íslandi. - Þeim svíður sem undir míga, sagði kellingin fyrir austan, og steig ofan í rotþróna....

Már Elíson, 9.7.2016 kl. 20:32

2 Smámynd: Filippus Jóhannsson

Því miður lokar fólk augunum fyrir þessari staðreynd. Að venju verður það almenningur í landinu sem verður látinn taka skellinn. Gamma, Reginn, Eykt og hin fasteignafélögin fá niðurfeldar skuldir og það innann fimm ára.

Filippus Jóhannsson, 9.7.2016 kl. 21:07

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka ykkur innlegg ykkar Már og Filippus, ég get tekið undir með ykkur báðum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.7.2016 kl. 02:07

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst að þetta hafi blasað við fyrir lifandis löngu.
Við bara kunnum ekki annað en að sökkva vatnsfötunni í sama brunninn öll og ausa upp vatninu, jafnvel til að hella því niður.
Ferðamannastraumurinn er auðlind sem byggist á ferðamönnum. Við höfum íslenska háttinn á og hirðum ábatann en skilum engu til landsins.
Svo þegar ferðamannastraumurinn stöðvast eigum við að vera við því búin að taka þessi dýru hótel okkar undir dvalarheimili fyrir aldraða. 
En það var þó gott að það skyldi vera útlendingur sem benti á þetta.


Annars hefði enginn tekið mark á því.

Árni Gunnarsson, 10.7.2016 kl. 10:42

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér innlitið Árni.

Ég held að það sé nokkuð til í þessu sem þú segir, það þurfti útlending til svo að eftir væri tekið. Ég held einnig að mörg okkar höfum hugsað og jafnvel orðað við næsta mann hvað okkur finnst um alla þessa hótel uppbyggingu, en ekki látið opinskátt fyrr en útlendingur bendir á. Það er þó gott að málið er komið í umræðuna, vonandi, þó seint sé og ekki víst að við getum forðað okkur frá áföllum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.7.2016 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 165630

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband