21.11.2015 | 21:56
Er líf franskra ríkisborgara meira virði en Ísraelskra?
Hryðjuverk eiga sér ekki bara stað í París, hryðjuverk eru daglegt brauð í Ísrael. Daglega mega Ísraelar búast við því að "Palestínumenn" koma aðvífandi að þeim með stórann hníf innanklæða sem dreginn er fram í tæka tíð til að stinga þá í þeim tilgangi að drepa. Í flestum tilfellum hafa ódæðismennirnir náð að særa og hafa margir orðið illa sárir eftir, en einnig í þó nokkrum tilfellum hafa þeir náð að myrða. Að minnsta kosti hafa sautján verið drepnir þannig og hafa hryðjuverkamennirnir verið hylltir af "Palestínskum" yfirvöldum.
Sorglegast er að vestræn lýðræðisríki loka augunum fyrir ódæðisverkum hryðjuverkamannanna og í stað þess að fordæma og hvetja "Palestínsk" stjórnvöld til að stilla til friðar er spjótunum beint að Ísrael og þeir hvattir til að halda að sér hendinni og væntanlega leyfa hryðjuverkamönnum að koma sínu fram.
Menn brugðust öðruvísi við þegar ódæðisverk hryðjuverkamanna áttu sér stað í París, skiljanlega. En hver er munurinn á glæpum "Palestínskra" hryðjuverkamanna eða ISIS? Er líf franskra ríkisborgara meira virði en Ísraelskra?
Fjórir stungnir í hryðjuverkaárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á sama degi og ISIS gerði árás í París og felldu 131 gerðu þeir líka árás i Líbanon og felldu 100. Nei ,líf Ísrelsmanna er ekki minna virði en líf Frakka og ekki heldur líf Palestínskra borgara eða líf annarra í mið- austurlöndum. En Frakkland er nær okkur og þessvegna er meira tekið eftir því á Vestur-löndum. En þetta er allt fólk.
Jósef Smári Ásmundsson, 21.11.2015 kl. 22:14
Þakka þér fyrir innlegg þitt Jósef.
Rétt er það að líf allra er jafn dýrmætt, en fréttamennskan gerir lítið úr því þegar ráðist er á Ísraelsmenn, þeir drepnir eða limlestir, en gera aftur á móti meira úr því þegar þeir ná að fella ódæðismanninn.
Umfjöllunin er mun meiri hvað París varðar, en eins og þú bendir réttilega á Líbanon fréttir þaðan voru takmarkaðar en fengu þó meiri umfjöllun en hryðjuverk "Palestínumanna" í Ísrael.
Tómas Ibsen Halldórsson, 21.11.2015 kl. 22:49
Nú hef ég ekki kynnt mér þetta hryðjuverk í Ísrael. Hvað voru margir myrtir í þessari árás?
Jósef Smári Ásmundsson, 22.11.2015 kl. 09:36
Já, ég var nú reyndar að rekast á fréttina. Mér skilst að enginn hafi dáið en einn alvarlega særst af þessum fjórum. Kannski skýrir það eitthvað þessa litlu umfjöllun. Það voru tveir lögreglumenn stungnir í Noregi fyrir tveim dögum síðan og það var svipuð umfjöllun í gangi. Mér finnst það útilokað um að árás Hamas sé um að ræða. Þetta er sennilega tifallandi vegna spennunar sem er á þessu svæði. En það er allavega ekki hægt að bera saman hnífstunguárás þar sem 4 voru særðir og vélbyssu- og sprengjuárásir þar sem 100- 150 voru myrtir.
Jósef Smári Ásmundsson, 22.11.2015 kl. 12:27
Aðeins í framhaldi um þessar erjur milli Palestínumanna og Ísrelsmanna. Ég hef séð mikla samlíkingu með átökunum á Norður Írandi fyrir ca, 30 árum. Hamas er ekkert ólíkt ÍRA hvað varðar baráttuaðferðir sem byggjast á hryðjuverkaárásum. Ég var aldrei hlynntur hryðjuverkaárásum ÍRA ekkert frekar en Hamas í dag. En ég var hins vegar hlynntur sjálfstæðisbaráttu Norður- Íra eins og ég er hlynntur baráttu Palestínu fyrir sjálfstæði. En Hamas eru bara morðingar eins og ÍRA var á sínum tíma.
Jósef Smári Ásmundsson, 22.11.2015 kl. 12:36
Þakka þér innlegg þín Jósef
Það sem verst er hvað þessar árásir varðar í Ísrael er sú staðreynd að "Palestínsk" stjórnvöld hvetja frekar en að letja til þeirra. Abbas hefur ítrekað neitað að viðurkenna Ísrael sem sjálfstætt ríki en vill að Ísraelar viðurkenni "Palestínu" sem sjálfstætt ríki. Ofbeldið kemur verst niður á "Palestínumönnum" þar sem Ísraelsmenn neyðast til að vera á stöðugu varðbergi gegn þeim. Þetta þarf ekki að vera svona.
Þegar "Palestínumaður" fellur er gata eða torg nefnt eftir viðkomandi og fjölskylda hans/hennar fær greidda styrki frá "Palestínskum" stjórnvöldum.
Ef "Palestínsk" stjórnvöld hvettu til friðar og samlyndis við Ísraelsmenn gætu þessir aðilar lifað í sátt og samlyndis. Það eru nú þegar 1,5 milljónir araba sem eru með Ísraelskan ríkisborgararétt, hafa öll sömu réttindi og Gyðingar og eru margir í ábyrgðarstöðum s.s. þingmenn, hæstaréttadómarar o.s.fr.
Ég veit að það stendur ekki á Ísraelsmönnum að vinna með aröbunum, þeir gera það þar sem því verður við komið. Má þar nefna fyrirtæki í Júdeu og Samaríu, fyrirtæki sem ESB vill láta merkja vörur frá sérstaklega í þeim tilgangi að grafa undan þeim. Raunveruleikinn er sá að þegar þessi fyrirtæki flytja af þessu svæði munu tugir þúsunda araba (Palestínumanna) missa vinnu sína.
Tómas Ibsen Halldórsson, 22.11.2015 kl. 14:45
Málið er nú ekki svona einfalt Tómas. Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum. Ísrelar þurfa að sjálfsögðu að fara eftir ályktun Sameinuðu þjóðanna og skila landtökusvæðum. Þeir fengu eigin ríki frá hendi alþjóðasamfélagsins og þetta ríki er með ákveðnum landamærum. Þú segir að það standi ekki á ísraelum að vinna með aröbunum sem ég skil svo að séu palestínumenn. Það er bara alls ekki rétt.
Jósef Smári Ásmundsson, 22.11.2015 kl. 15:20
Í sömu mund og Sameiniðuþjóðirnar samþykktu Ísraelsríki var "Palestínumönnum" einnig boðið að stofna sitt eigið ríki, en þeir þáðu það ekki. En hvað, var Palestína ekki ríki???? Hefur Palestína ekki alltaf verið til???? Af hverju þurfa þeir allt í einu nú að stofna sitt eigið ríki???? Er það ekki umhugsunarvert?
Ísraelar tóku aldrei neitt frá "Palestínumönnum". Í sexdaga stríðinu 1967 þegar arabaríkin ætluðu að þurrka Ísrael út af kortinu tókst ekki betur til en svo, jafnvel þó svo að herir arabaríkjanna væru miklu fjölmennari og betur vopnum búnir urðu þeir að lúta í lægra haldi fyrir Ísrael. Ísrael vann Júdeu og Samaríu ekki af "Palestínumönnum" heldur af Jórdan. Jerúsalem var á valdi Jórdan þegar Ísrael náði henni á sitt vald 1967, en af tillitsemi við "Palestínumenn" létu þeir þeim eftir musterishæðina, sem reyndar er helgasti staður Gyðinga og nefnt í Biblíunni yfir sexhundruð sinnum, en Jerúsalem og musterishæðin er ekki nefnd einu sinni í kóraninum.
Varðandi það að Ísraelsmenn séu tilbúnir að vinna með "Palestínumönnum" þá hafa þeir sýnt það í verki á margvíslegan hátt, þeir gera það daglega t.d. hvað varðar þá sem eru Ísraelskir borgarar og eins í samvinna þeirra með þeim sem vinna í fyrirtækjum í Júdeu og Samaríu sem í sumum tilfellum eru í eigu bæði Gyðinga og araba (palestínumanna).
Tómas Ibsen Halldórsson, 22.11.2015 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.