1.10.2015 | 22:17
Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn
Mánudaginn 21.september s.l. birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu. Til að geta fengið greinina birta þurfti ég að stytta hana verulega, en hún mátti innihalda 5000 slög.
Hér fyrir neðan er greinin í fullri lengd.
Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn
Öll erum við mannanna börn breysk. Okkur verður öllum á, ýmist í hugsun, orði og verki. Allir hafa brotið af sér viljandi og óviljandi, af fyrirhuguðu ráði og eins óvart, hugsunarlaust.
Orð Guðs kennir okkur að Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð Róm.3;23.
Í Jóhannesarguðspjalli [Jóh.] segir Jesús 16Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. 17Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann. Jóh.3;16-17.
Hvað er Jesús að tala um. Jú Hann talar um að frelsast og að glatast ekki. Hvað felst í glötun? Glötun þýðir að við erum eilíflega aðskilin frá Guði skapara okkar. Þegar við deyjum höldum við áfram að vera til. Orðið dauði þýðir í raun aðskilnaður, sál okkar yfirgefur líkamann eins og við þekkjum hann en heldur áfram að vera til, við fáum andlegan líkama. Jesús segir á öðrum stað 25"Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. 26Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja. Jóh.11;25-26. Hér talar Jesús aftur um eilíft líf að þeir sem lifa og trúa á Hann munu aldrei að eilífu deyja. Er Hann þá virkilega að segja að jarðneskur líkami okkar muni ekki deyja? Nei hann er ekki að segja það, heldur að þegar við yfirgefum jarðneskan líkama okkar förum við inn í Himneska tilveru, tilvera sem er mörgum sinnum betri en sú tilvera sem við lifum hér í okkar jarðnesku tilveru. Þá er eins og við förum úr óhreinu, illaliktandi, ömurlegu herbergi inn í glæsta sali þar sem ólýsanleg fegurð, friður, gleði og hamingja ríkir. Þar er enginn sársauki, engir sjúkdómar, enginn ótti, ekkert hatur, þar mun enginn hungra eða þyrsta, ekkert ójafnvægi, allt er fullkomið. Það er þangað sem Jesús vill varða okkur veginn til.
Þegar Jesús talar um að frelsast og að glatast ekki, þá er Hann að varða okkur veginn til þessa lífs sem hér að ofan er lýst í stuttu máli og af veikum mætti. En hvað er þá að glatast? Það má segja að glötun er allt hið gagnstæða við eilífa lífið. Það er hinn eilífi dauði, sem þýðir það að við erum eilíflega aðskilin frá Guði og Hans góðu gjöfum. Hið eina sem er sameiginlegt með eilífa lífinu og glötun er sú staðreynd að við erum til og það um eilífð.
Jesús talar um glötunina, Hann segir t.d. á nokkrum stöðum: þar mun verða grátur og gnístran tanna Matteusarguðspjall [Matt.] 8;12, 13;42, 13;50, 22;13, 24;51, 25;30 og Lúkasarguðspjall [Lúk.] 13;28. Jesús talar einnig um hið ysta myrkur og eldsofninn svo eitthvað sé nefnt. Alvarlegustu orð Jesú finnst mér vera þau sem Hann segir í Markúsarguðspjalli [Mark.] 9;42-48 42Hverjum þeim, sem tælir til falls einn af þessum smælingjum, sem trúa, væri betra að vera varpað í hafið með mylnustein um hálsinn. 43Ef hönd þín tælir þig til falls, þá sníð hana af. Betra er þér handarvana inn að ganga til lífsins en hafa báðar hendur og fara til helvítis, í hinn óslökkvanda eld. [44Þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki.] 45Ef fótur þinn tælir þig til falls, þá sníð hann af. Betra er þér höltum inn að ganga til lífsins en hafa báða fætur og verða kastað í helvíti. [46Þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki.] 47Og ef auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr. Betra er þér eineygðum inn að ganga í Guðs ríki en hafa bæði augu og verða kastað í helvíti, 48þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki. Hann er í raun að segja "Ekki velja þessa leið, forðist hana, það væri betra að missa hönd, fót eða auga ef það mætti verða til þess að losa við þennan óhugnandi stað sem tekur engan enda fyrir þá sem þar lenda".
Þú kannt að spyrja hvort ég sé að hræða fólk inn í Guðs ríkið. Ég er hér að benda á Orð ritningarinnar, Biblíunnar, sem ég trúi að sé Guðs Orð. Ég vitna hér að mestu í Orð Jesú Krists sjálfs. Guð gerðist fullkominn maður í Jesú Kristi, Hann kom til að taka á sig syndir okkar, það gerði Hann á páskum er Hann var krossfestur, dáinn, grafinn og reis á þriðja degi upp frá dauðum. Hann dó vegna okkar synda og reis upp vegna síns eigin réttlætis og gaf okkur mönnunum hlutdeild í upprisu sinni. Þess vegna getur Hann boðið okkur eilíft líf og það eignumst við þegar við komum fram fyrir Hann, játum syndir okkar, iðrumst þeirra [snúum frá þeim] og fylgjum Honum. Ef það þarf að hræða fólk inn í Guðs ríkið, þá er það betra en að það fari á mis við Guðs gjöf.
En getum við ekki bara lifað góðu lífi og reynt að vanda okkur, gera náunganum ekki mein, rétta hjálparhönd og vera heiðarleg í samskiptum okkar við aðra?
Þá koma á móti aðrar spurningar: Hefurðu einhvern tímann sagt ósatt, jafnvel bara "hvíta lygi"? Fyrir Guði er ekkert til sem heitir "hvít lygi", að segja ósatt er að ljúga. Hefurðu einhvern tímann tekið eitthvað ófrjálsri hendi, eitthvað sem þú átt ekki heldur einhver annar? Hefurðu talað illa um einhvern, jafnvel eitthvað sem þú telur vera sannleikanum samkvæmt? Hefurðu girnst eitthvað sem einhver annar á? Svona mætti lengi telja. Ef svarið er JÁ jafnvel bara við einni þessara spurninga, þá hefur þú brotið lögmál Guðs. Ég get upplýst það að ég get sagt JÁ við öllum þessum spurningum hvað mig varðar, ég hef brotið gegn flestum ef ekki öllum lögmálum Guðs.
En lof sé Guði, af náð Hans höfum við aðgang að Honum fyrir trúna á Jesú Krist. Þegar við játumst Honum leggjum við okkur fram um að breyta rétt og biðjum Hann að hjálpa okkur til þess.
Páll postuli skrifar í 1.Tímóteusarbréfi 1;15 15Það orð er satt, og í alla staði þess vert, að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn, og er ég þeirra fremstur. Páll, sem áður hét Sál, ofsótti hina kristnu, en Jesús mætti honum og líf hans breyttist. Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn segir Páll og hann sagði í Róm 3;23 eins og ég gat í upphafi Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð. Hverjir eru allir? Jú, það er ég og það ert þú.
Við þurfum öll að trúa á Jesú Krist Guðs son og fylgja Honum viljum við eignast eilíft líf, það líf sem veitir okkur eilífa gleði og hamingju. Það gerist ekki af sjálfu sér, því að sá sem trúir mun hólpinn verða, en sá sem trúir ekki mun fyrirdæmdur verða Mark.16;16. En að trúa er að fylgja Jesú, vera lærisveinn Hans.
18Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina. 19En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn, en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið, því að verk þeirra voru vond. 20Hver sem illt gjörir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins, svo að verk hans verði ekki uppvís. 21En sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins, svo að augljóst verði, að verk hans eru í Guði gjörð Jóh.3;18-21.
Bæn mín er sú að með lestri þínum á því sem ég hef hér ritað megir þú snúa þér til Hans sem er skapari alls, upphafið og endirinn, Konungur konunga og Drottinn drottna. Líf þitt er meira virði en svo að þú myndir vilja láta það fara til spillis. Guð elskar þig og gerði allt til þess að þú mættir eignast eilíft líf.
Þú getur gefist Guði núna með því að fara með einfalda bær og segja: Guð minn ég kem til þín eins og ég er með allar syndir mínar og birgðar. Ég bið þig að fyrirgefa mér syndirnar og taka við mér. Ég bíð þig velkominn inn í líf mitt kæri Jesús og bið þig að taka stjórnina á lífi mínu. Viltu leiða mig um rétta vegu að ég megi þóknast þér og fylgja þér. Í Jesú nafni, Amen.
Þá er mikilvægt að lesa Guðs Orð, Biblíuna, biðja reglulega til Hans og sækja samfélag trúaðra, en þar er hjálp að fá á trúargöngunni.
Guð blessi þig og gangi þér vel.
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 1
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 165896
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 162
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.