Hver er grunnur flóttamanna vandans og hver er lausn hans? Til umhugsunar!

Mér þykir það leitt, en ég verð að taka undir með Pútín Rússlands forseta, flóttamanna vandamálið er vesturveldum um að kenna.  Obama Bandaríkja forseti á trúlega stærstan þátt í þessum vanda.  Hann stuðlaði að hinu svo kallaða "Arabíska vori", auk þess sem stuðningur hans við Bræðralag múslíma og vopnvæðingu hryðjuverkahópa hefur leitt til þessa ófarnaðar sem við erum að horfa uppá.  Það er rétt sem Pútín segir, Evrópskir ráðamann og utanríkisráðherra Íslands þar með talinn, hafa fylgt Obama í blindni.

Vandi flóttamanna verður ekki leystur með því að hleypa öllum flóttamönnum inn í Evrópu, það mun aðeins á endanum leiða til algerar upplausnar í álfunni.  Það þarf að búa svo um hnútana að fólk geti lifað í heimalandi sínu, í sínum eigin heimahögum, við öryggi og í sátt við land sitt og þjóð.  Það þarf að hjálpa þessu fólki að endurreisa þjóðfélög sín, atvinnu- og efnahagslíf.

Með því að hleypa hundruðum þúsunda flóttamanna inn í lönd sem eiga í miklum erfiðleikum fyrir verður til þess að gera illt verra og mun að lokum verða lítil hjálp fyrir þá sem þangað leita.  Þegar stjórnvöld munu ekki geta sinnt flóttafólkinu sem skildi, nú ég tala ekki um þá innfæddu sem eiga nú þegar í mestu vandræðum með að lifa af því sem það hefur, mun upplausn og óeirðir verða daglegt brauð.  Er kannski verið að stuðla að því leynt og ljóst að koma öllu í uppnám í Evrópu og víðar?

Stjórnvöld, hvort heldur á Íslandi eða annarsstaðar, ættu að taka umræðuna og ígrunda vel hver besta lausn flóttamanna sé, áður en rótækar, óafturkræfar ákvarðanir verða teknar.

Hver er grunnur flóttamanna vandans og hver er lausn hans?

 


mbl.is Pútín sá vandann fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er þetta ekki bara allt rétt hjá þér?

Annars eru þetta umræður sem að ættu að eiga sér stað á þessum vettvangi:

https://www.facebook.com/UNAIceland?fref=ts

Jón Þórhallsson, 4.9.2015 kl. 14:50

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það má líka velta því upp hvort að heimurinn væri ekki betri

ef að allir trúðu á það sama: 

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1583418/

Jón Þórhallsson, 4.9.2015 kl. 15:32

3 Smámynd: Aztec

Nei, Þórhallur, það væri hræðilegt ef allir tryðu á það sama. En það er gott að hafa trú á sjálfum sér og trúa ekki á hindurvitni og bull úr kóraninum og biblíunni og umfram allt ekki láta heimsku manna úr fornöld stjórna lífi þínu. Bezt væri ef engin skipulögð trúarbrögð sem prédikuðu eingyðistrú væru til, hvorki islam, kristin trú né gyðingdómur. Valdagræðgi ásamt skipulögðum eingyðistrúarbrögðum eru rætur alls ills í heiminum, enda helzt þetta tvennt í hendur. Í dag hefur islam yfirtekið það kúgunarhlutverk sem kaþólska kirkjan og síðar sú lútherska höfðu á miðöldum.

En það er ekki bara stuðningur Vesturveldanna við uppreisnarmenn í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku sem hefur skapað þetta ófremdarástand, heldur er hægt að fara enn lengra tilbaka, til hinnar ólöglegu innrásar í Írak og til hins skilyrðislausa stuðnings Bandaríkjanna við hernám Ísraelsmanna á Vesturbakkanum.

Nú er orðið of seint að grípa um rassgatið, því að skíturinn er kominn langt upp á bak. Það er ekki hægt að leysa þetta vandamál nema með meðölum sem ríkisstjórnir Vesturlanda (Evrópu) ekki vilja beita.

Aztec, 4.9.2015 kl. 22:42

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þú nafnlausi Aztec, það er ekki rétt hjá þér að Ísrael hafi hernumið "Vesturbakkann" og í annan stað hefur Ísrael ekkert með flótta fólks frá Sýrlandi, Írak eða annarsstaðar að frá Mið-austurlöndum að gera.  Hins vegar get ég tekið undir að stefna Bandaríkjanna varðandi öfga- og hryðjuverkahópa múslíma hefur kynt undir þann eld sem nú er að svíða þessi lönd og íbúa þess.

Ég held að við séum að horfa uppá upphaf einhverja mestu hörmungar sem mannkynið hefur þurft að ganga í gegnum og Heilög ritning, Biblían, hefur sagt fyrir um.

Guð, skapari okkar, hefur í gegnum tíðina gefið okkur aðvaranir sem við höfum ekki hlustað á en þess í stað snúið baki við Honum og hafnað Orði Hans.  Nú þegar allt mun breytast og það líf og þau gildi sem við höfum þekkt hingað til mun kollvarpast fyrir augum okkar, þá mun fólk leita til Skaparans á ný.

Guðs Orð segir okkur að ALLIR menn hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, en þeir réttlætast af náð fyrir trúna á Jesú Krist, Hans sem tók á sig syndir okkar til þess að við mættum öðlast eilíft líf.  Það líf er ekki eins og það jarðneska sem við þekkjum, heldur miklu stórkostlegra og betra.

Flóttafólkið hefur ekki valið að vera á flótta og vergangi.  Það eru hin illu öfl, sem eru ekki bara mannleg heldur ekki hvað síst andleg öfl sem hafa komið þessu í kring.  Öfl sem vilja stela, slátra og eyða (deyða), öfl sem vilja eyða sköpun Guðs.  Þetta eru djöfulleg öfl og hafa menn og hópur manna gefist þessum öflum á vald, meðvitað og ómeðvitað.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.9.2015 kl. 23:13

5 Smámynd: Aztec

Þetta er ekki rétt hjá þér, Tómas og ég er ekki sammála þér. Ég trúi ekki á guð þinn og ég trúi ekki á það sem stendur í biblíunni. Þannig að ég held að það sé þýðingarlaust fyrir okkur að rökræða.

En ég er viss um að þu sért sammála því að það voru mistök að hengja Saddam Hussein og koma á máttlausri leppstjórn. Saddam hefði aldrei leyft IS að vaxa í Iraq. Þegar IS síðan fóru inn í Sýrland voru þessi morðingjasamtök orðin það sterk, að enginn gat spornað við þeim lengur.

Aztec, 4.9.2015 kl. 23:56

6 Smámynd: Aztec

Og ég er ekki nafnlaus, ég heiti Pétur D. eins og flestum er kunnugt um, enda er ég vanur að undirskrifa flestallar færslur á bloggsíðunni. 

Aztec, 4.9.2015 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 164901

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband