14.3.2014 | 10:14
ESB umræða aðildarsinna á villigötum
Þegar ég gekk til kosninga s.l. vor tók ég mið af þeim loforðum núverandi stjórnarflokka að viðræðum um aðlögun að ESB yrði slitið og kaus ég út á þau loforð. Ég veit um fjölda annarra sem greiddu þessum flokkum atkvæði vegna þeirra loforða.
Þeir sem hæst láta og tala um svik stjórnarflokkanna, einkum Sjálfstæðisflokksins, eru örugglega ekki þeir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Þeir ættu öllu heldur að skammast yfir svikum Samfylkingar og ég tala nú ekki um Vinstri grænna, en þeir síðarnefndu sviku kjósendur sína "big time" er þeir samþykktu aðildarumsókn að ESB og sumir undir þrístingi og kúgun af hálfu Samfylkingarinnar. VG unnu stórsigur í kosningunum 2009 einmitt út á það loforð að ekki yrði sótt um aðild að ESB á þeirra vakt. En hvað gerðis? svikin voru alger og kostaði það VG stórt í kosningunum í fyrra, þeir ættu að passa uppá að gleyma því ekki.
Hvernig fór fyrir Samfylkingunni í kosningunum í apríl í fyrra? Unnu þeir ekki stórkostlegan sigur út á loforð um að klára aðildarferlið? út á stóra málið þeirra að ganga í ESB? Nei, heldur betur ekki, afhroð þeirra var stórkostlegt þar sem stefnu þeirra var hafnað svo um munar.
Ekki þótti SF eða VG boðlegt að þjóðin kæmi að þeirri ákvörðun að sækja um aðild að ESB í júní 2009 og ekki heldur síðar á ferlinu þegar allt var að stefna í strand hjá þessum sömu flokkum sem höfðu þó öll spilin á sinni eigin hendi. Svo koma þessir sömu aðilar núna og krefjast þjóðaratkvæðisgreiðslu um tillögu utanríkisráðherra um að slíta viðræðunum. Hvílíkur tvískinnungur.
Samfylkingin virðist ekki enn hafa fundið annað málefni til að berjast fyrir, þeir eru fastir í ESB farsanum.
Með því að slíta þessum viðræðum nú formlega eru stjórnarflokkarnir einmitt að standa við þau loforð sem þeir voru kosnir út á. Tal um allt annað eru bara blekkingar, ætlaðar til að slá ryki í augu fólks. Ég verð að játa að ég skil ekki þann taugatitring sem hefur gripið um sig meðal aðildarsinna, það er eins og þeir einir hafi rétt á því að ákvarða framtíð þjóðarinnar. Þjóðin hefur sagt nei við ESB aðild, það er hennar réttur og hann skal ekki frá henni tekinn. Áframhaldandi viðræður þjóna engum tilgangi.
ESB á í stórkostlegum vandræðum og það er óþarfi að leggja þær birgðar á herðar íslensku þjóðarinnar, við getum ekki bjargað ESB og jafnvel ekki þó að Össur Skarphéðinsson yrði þar innsti koppur í búri.
Segir atkvæðagreiðslu koma til greina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 165629
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörlega sammála. Kaus reyndar ekki þessa flokka, en fyrir utan það stendur allt sem þú segir hér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2014 kl. 12:58
Alveg fullkomlega sammála.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.3.2014 kl. 13:21
Er ekki kominn tími til að Sigmundur Davíð kalli ESB-sinnann Bjarna Ben inn á teppið og útskýri fyrir nygræðingnum, að:
Sjálfstæðisflokkurinn er með allt niður um sig vegna ESB. Snemma á síðustu öld breytti Íhaldsflokkurinn eftir sameiningu við annan flokk um nafn og úr varð Sjálfstæðisflokkurinn, enda barðist flokkurinn fyrir sjæálfstæði frá Dönum. Núna finnst mér vera kominn tími til að hann taki annað hvort upp nafnið Vindhanaflokkurinn eða að eftir þetta kjörtímabil fari Bjarni Ben, Hanna Birna og Illugi í framboð fyrir Samfylkinguna eða einhvern af hinum fjórum ESB-flokkum, sem nú eru á þingi.
Það var ekki að ástæðulausu, að Ólafur Ragnar fæli Sigmundi stjórnarmyndunarumboð í stað Bjarna Ben, þótt Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið fleiri atkvæði.
Aztec, 14.3.2014 kl. 15:26
Nákvæmlega AXTEC það var enginn tilviljun, hann vissi hvað hann var að gera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2014 kl. 17:19
http://web.archive.org/web/20130501074744/http://www.xd.is/malefnin/utanrikismal/
Theódór Norðkvist, 14.3.2014 kl. 21:33
Nákvæmlega, Theódór. Sjálfstæðisflokkurinn talar tveim tungum og honum er ekki treystandi.
Aztec, 14.3.2014 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.