Þeir sem tóku ekki í mál að spyrja þjóðina 2009 vilja nú ólmir spyrja þjóðina, hvað hefur breyst í þeirra huga? Á nú að hefja nýjan blekkingarleik til að fá þjóðina á sitt band?

ESB-sinnar og aðrir Samfylkingar heimta "lýðræði" þegar þeim hentar og þeir sjá að þeir hafa orðið undir, gleymandi því að lýðræðið talaði í apríl síðast liðnum.  Þegar andstæðingar ESB-aðildar báðu um lýðræði meðan "Norræna velferðarstjórnin" var við líði, sneru menn uppá sig, þóttafullir og sögðu "nei, nú ráðum við ferðinni".  Það er ekki nóg með það að þeir réðu ferðinni þegar þeir voru við stjórnvölin, nú vilja þessir sömu aðilar halda áfram að ráða ferðinni, jafnvel þó þeir hafi orðið undir í þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl 2013.

Hvað þarf til að þetta fólk skilji að íslenska þjóin vill ekki í ESB, að þjóðin hefur sagt nei við viljum ekki lenda á sama bekk og Írar, Grikkir, Spánverjar, Portúgali, Ítalir og aðrar þjóðir sem hafa orðið undir í ESB og hafa fengið nóg af ESB elítunni?

Að halda því fram að með því að slíta ESB viðræðum endanlega séu svik við kjósendur eru furðulegar staðhæfingar, það er einfaldlega rangt.  Að slíta þessu aðlögunarferli eru stjórnarflokkarnir að efna loforð sín við þá sem kusu þá og skal þá mynnt á að þeir fengu jú góðan meirihluta í s.l. kosningum.

Slíti þeir ekki þessum viðræðum/aðlögunarferli, þá væru þeir að svíkja kjósendur sína.

Þeir sem tóku ekki í mál að spyrja þjóðina 2009 vilja nú ólmir spyrja þjóðina, hvað hefur breyst í þeirra huga?  Á nú að hefja nýjan blekkingarleik til að fá þjóðina á sitt band?

 


mbl.is Vilja framhaldið í dóm þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 165948

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband