18.7.2013 | 11:08
Er forsvaranlegt að leyfa óheftan innflutning múslíma til landsins og heimila þeim að byggja moskur hér og þar?
Þeir sem hafa kynnt sér Íslam vita að Íslam eru ekki eingöngu trúarbrögð, þau eru einnig pólitík hreyfing, en það er oft erfitt að greina þar á milli.
England, Frakkland, Þýskaland, Svíþjóð, Bandaríkin o.fl. þjóðir hafa í nafni umburðarlyndis umborið gífurlegan innflutning fólks frá múslímaríkjum. Þessar þjóðir hafa nú vaknað við vondan draum, Íslam er farinn að taka óþægilega mikið pláss með kröfum um það sem almenningi hefur ekki líðst í þessum ríkjum.
Í París, New York og víðar hafa múslímar tekið sig saman og komið til "bæna" á fjölförnum götum borganna. Öll umferð stöðvast vegna þess að múslímar eru að "biðja" og stjórnvöld þora ekki að lyfta fingri til að aftra því að götum sé lokað af þeirra völdum. Ótti við múslíma og hvað þeir kynnu til bragðs að taka séu þeir stöðvaðir við þessar gjörðir sínar hefur náð heljartaki á stjórnvöldum.
Moska sem bygging orsakar ekki hryðjuverk, en það sem þar fer fram er ekki það sem við höfum látið líðast af samborgurum okkar. Eru múslímar þá rétthærri öðrum borgurum? Það held ég ekki. Verðum við ekki að gera þær kröfur að þeir lúti sömu lögum og við hin? Annað er óeðlilegt.
Í Stoke í Englandi fór fram fjölmenn mótmælaganga múslíma fyrir örfáum árum þar sem þeir lýstu andúð sinni á stjórnvöldum, að lögreglan væru glæpamenn og væru réttdræpir ásamt því að lýsa ýmissi annarri óánægju með samfélagið sem þeir bjuggu í.
Mér er þá spurn. Til hvers í ósköpunum eru þeir þá að flytjast til vesturlanda þar sem allt er ómögulegt að þeirra mati, af hverju eru þeir ekki þar sem þeir geta notið sín í því umhverfi sem hentar þeim? Getur verið að það sé eitthvað annað sem liggi að baki því að flykkjast til vestrænna ríkja? Getur verið að áætlun Íslam sé að yfirtaka hinn vestræna heim? Þeir eru langleiðina komnir með það markmið á Bretlandseyjum.
Ég bið Guð að forða okkur frá því að hin pólitíska Íslam nái að festa hér rætur. Í vestrænum ríkjum hafa pólitískir öfgahópar fengið það óvegið frá almenningi, fjölmiðlum og hinum viðurkenndu pólitísku flokkum, en svo óttast hinir sömu að styggja Íslam sem er ekkert annað en pólitískur öfgahópur.
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 213
- Frá upphafi: 165289
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 129
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þar sem við erum nú komin inn í 21.öldina er þá ekki kominn tími til að banna öll trúarbrögð?
Jósef Smári Ásmundsson, 18.7.2013 kl. 14:53
Ég er ekki að tala um að banna trúarbrögð. Það eru mörg trúarbrögð á Íslandi og víðar í hinum vestræna heimi trúarbrögð sem lifa í sátt við samfélagið. Fólk sem stundar önnur trúarbrögð en Kristni hafa þar rétt til að boða trú sína, en það gengur ekki um hótandi fólki og er ekki að níða þjóðfélagið þar sem það býr.
Í Íslömskum ríkjum er lítið umburðarlindi gagnvart öðrum trúarbrögðum og ég tala nú ekki um ef einstaklingur skiptir um trú, fer frá Íslam og tekur upp aðra trú, þá er sá hinn sami réttdræpur samkvæmt þeirra trú og siðum. Sem betur fer eigum við ekki því að venjast hér, en þar sem múslímum hefur fjölgað verulega s.s. á hinum norðurlöndunum þar hafa svo kölluðu heiðursmorð verið nokkuð áberandi, hluti af slíkum morðum er þegar maður tekur upp aðra trú. Þannig er umburðarlindið í Íslam og í samræmi við það sem kóraninn boðar.
Tómas Ibsen Halldórsson, 18.7.2013 kl. 15:07
Staðreyndin er sú að það ríkir trúfrelsi í flestum þeim ríkjum þar sem Islam eru ríkjandi trúarbögð. Af um 50 ríkjum eru þrjú sem banna önnur trúarbrögð. Það er líka talað um það í biblíunni að maður skuli gríta þá sem tilbiðja aðra guði. Það liggur ekki dauðadómur við að skipta um trú í neinu ríkja múslima.
Það er rétt að sumir nota Islam sem pólitíska hreyfingu en það á líka við um Kristni. Það eru kristnir demókrataflokkar víða í Evrópu.
Fólk sem játar Islm er ekki verra fólk en það sem játar ömmur trúarbrögð. Þeir kristnir menn sem halda að Islam séu verri trúarbrögð en Kristni mættu hafa í huga dæmistögu Jesú Krists um flísina í augum náungans og bjálkan í eigin augum.
En varðandi spurninguna í fyrirsögninni þá er það ekki forsvaranlegt í landi sem kennir sig við lýðræði og jafnrétti að mismuna innflytjendum eftir þvi hverrar trúar þeir eru.
Sigurður M Grétarsson, 19.7.2013 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.