Hvaða gildi ræður för hjá þingheimi???

Umræðan innan og utan Sjálfstæðisflokksins um kristin gildi í lagasetningu er ótrúleg.  Þegar þingmenn, hvort sem þeir heita Birgitta Jónsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eða einhverjir aðrir þingmenn fjalla um tillögur að lögum og taka afstöðu til þeirra tillagna, hvaða gildi ræður þá afstöðu þingmannsins??? er ekki eitthvað innra með þingmanninum sem ræður afstöðu hans??? er það pólitískur þrístingur??? sér þingmaðurinn einhverja hagnaðarvon eða von um bitlinga sem ræður för??? eða eru einhver gildi, hugsjón eða skoðun sem knýr þingmanninn til að taka þá afstöðu sem hann tekur.  Hugsjón og skoðun er hluti þeirra gilda sem með manninum býr.

Ég verð að segja að ég gef ekki mikið fyrir gildi flestra þeirra þingmanna sem sitja á Alþingi og ég gef ekki mikið fyrir þau gildi Sjálfstæðismanna sem vilja ýta Kristi út af borðinu en standa að gildum heims andans, sem stendur gegn gildum Skaparans.

Væri ekki nær að íslenska þjóðin sneri sér að Skapara sínum og leituðust við að taka upp og lifa þeim gildum sem Hann hefur sett okkur.  Þá væri hægt að leiðrétta öll þau ólög sem sett hafa verið á undanförnum árum og áratugum, lög sem eru ekki til lífs heldur hafa valdið hnignum og dauða í þjóðfélagi okkar.

 


mbl.is Skammast sín ekki fyrir trúarumræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hvaða gildi er verið að tala um sem kristin?Þú veist það að búið er að breyta textum í bíblíunni,t.d. fella út texta þar sem lögð er blessun yfir þrælahald.En textinn sem bannar samkynhneigð stendur óbreyttur.Finnst þér sjálfum ekki vera svolítill tvískinningur á ferðinni?Ertu hissa á því að þetta skuli vera umdeilt?

Jósef Smári Ásmundsson, 26.2.2013 kl. 17:27

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað eru kristin gildi?

Jesú kristur kom ekki nálægt því að skrifa boðorðin tíu, en hann hafði eina gullna reglu:

Þú skalt gera öðrum eins og þú vilt að þeir og þér gjöri.

Ég er ekki alveg viss um að Sjálfstæðismenn hafi verið búnir að átta sig á þýðingu þess fyrir þá sjálfa.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2013 kl. 22:14

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þessu er ég sammála Guðmundur.En Kristnum væri kannski nær að sleppa gamlatestamentinu og kennisetningum þaðan sem eiga ekki við nútímann.

Jósef Smári Ásmundsson, 27.2.2013 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 165940

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband