24.2.2013 | 20:42
Sorgleg niðurstaða, Sjálfstæðisflokkurinn hafnar kristi
Þegar menn hafna gildum lífsins, þá eru þeir að velja hið gagnstæða þ.e. gildum dauðans. Það mun verða Sjálfstæðisflokknum til ógæfu að hafa hafnað hinu augljósa, að öll lagasetning í kristnu landi skuli byggð á kristnum gildum. Því miður höfum við horft upp á það undanfarin ár og áratugi að kristnum gildum hefur verið ýtt til hliðar til þess að fullnægja þeim gildum sem ekki eru til lífs.
Það kann að vera að Sjálfstæðisflokkurinn muni vinna sigur í kosningunum í vor, en það mun hvorki verða flokknum né þjóðinni til blessunar. Með því að hafna gildum lífgjafans eru menn sjálfkrafa að umfaðma verk þess sem tekur líf og leiðir menn inn á blekkingarvegi. Hér er ekki um hótanir að ræða heldur andleg sannindi, en ég geri ekki ráð fyrir að allir skilji það.
Bæn mín er sú að við fáum fólk á þing og í stjórnarráðið sem hefur kristin gildi að leiðarljósi, að öðrum kosti óttast ég um framtíð þjóðar minnar.
Tillaga um kristin gildi felld út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 165628
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var einmitt að pæla í þessu. Hvers á Guð og sonur að gjalda ?
En ekki örvænta, Sjálfstæðisflokkurinn er alveg jafn steinrunninn og þjóðkirkjann enda prestar áberandi á meðal flokksmanna.
Er það ekki nóg...í bili ?
hilmar jónsson, 24.2.2013 kl. 21:01
Kristin gildi hafa ekkert með trú að gera ,það er einfaldlega bara viðmið þjóðfelags hvaða gildi það vill hafa i heiðri ! þvi miður skylja það ekki allir ,en engin þörf engu siður að hafa þau skyr ...og vera svo ekki að grauta öllu saman ,kirkjunni ,prestunum og gildunum sem við viljum lifa eftir sem þjóðfelag !...þess vegna væri aðskilnaður kirkju og annara hluta æskilegur svo ekki se verið að alltaf að hræra öllu i graut !
rhansen, 24.2.2013 kl. 21:07
Sammála þér Tómas, menn vilja greinilega ekki halda í boðorðið: Þú skalt ekki stela, það gæti verið svo leiðinlegt. Að ég tali nú ekki um aðrar viðmiðanir.En þetta var nú svona líka á dögum Jesú, menn kusu að láta Barrabas lausan í stað Krists og það er það sem er að gerast í öllum þessum flokkum. Menn elska siðleysi og lögleysi og þess vegna segja þeir: Burt með Krist.
Kristinn Ásgrímsson, 24.2.2013 kl. 21:20
Kærar þakkir fyrir þessa góðu og tímabæru hugleiðingu þína, Tómas.
Jón Valur Jensson, 24.2.2013 kl. 21:53
Eitt boðorða Drottins sem mér er hugleikið hefur samkvæmt íslenskum lögum verið fellt úr gildi, en það er boðorðið "Þú skalt ekki morð fremja". Þar hafa hin kristnu gildi þegar látið undan fyrir "tíðar andanum", en sá andi er ekki Andi Guðs. Í leyni eru einstaklingar teknir af lífi og hafa þúsundir þegar verið teknir af lífi. Menn fundu "fágaðra" orð yfir þessi dráp og kalla það fóstureyðingar. Einstaklingar teknir af lífi í móðurlífi, án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Svo erum við hissa þegar blessun Guðs er víðsfjarri.
Tómas Ibsen Halldórsson, 24.2.2013 kl. 22:08
Mikið er ég sammála þér, Tómas. Ungir sjálfstæðismenn,sumir a.m.k., halda að lagasetning geti verið óháð trúarviðhorfum. Hvernig getur menntað fólk haldið slíku fram?. Lagasetning í Evrópu og Ameríku hefur gegnum aldirnar margoft tekið mið af kristinni siðfræði. Siðfræði á yfirleitt rætur í einhverri trú. Enginn er trúlaus með öllu, menn trúa einhverju og hafa ákveðið lífsviðhorf sem síðan mótar gjörðir þeirra, bæði í hversdagslífinu og í löggjöfinni.
Friðrik Agnar Ólafsson Schram, 24.2.2013 kl. 23:09
Vel mælt, Friðrik, og í fullu samræmi við sögulegar staðreyndir um þessi mál, einkum það hvernig kristnar hugmyndir mótuðu jákvæða mannréttindalöggjöf (m.a. um meðferð dómsmála, þ.e. réttlæti í málsmeðferð) í Evrópu fyrr á öldum, eins og fræðimenn hafa um fjallað. Nánar um það síðar á vefsíðu Kristinna stjórnmálasamtaka.
Jón Valur Jensson, 25.2.2013 kl. 02:50
Að segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafni kristnum gildum er ekki rétt, það var samþykkt að Sjálfstæðisflokkurinn telur að kristin gildi séu þjóðinni til góðs nú sem fyrr og að hlúa beri að kirkju og trúarlífi.
Landsfundurinn tekur mikilvægt að ríkisvaldið standi full skil á félagsgjöldum (sóknargjöldum) Þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.2.2013 kl. 06:31
Er það höfnun á krstinni trú að fylgja ekki kristnum gildum bókstaflega í lögum? Þegar meirihluti boðorðanna tíu eru nú þegar lög í landinu, er hvað varðar þjófnað, morð, ofbeldi og fleira má nefna.
Það hefur sýnst sig í sumum löndum að blanda á trú og stjórn mun aldrei ganga mjög vel, enda fer það ekki eftir hvaða boðskap biblían hefur að færa, sem er auðvitað ekkert nema gott (er ekki trúaður maður), en hins vegar er það sá sem ræður og hvernig hann túlkar biblíuna, sem er það sem getur farið út um þúfur. Borðorðin eru gömul en eiga enn rétt á sér, en það er meira í biblíunni sem er úr sér gengið miðað við mútíma þjóðfélag.
ViceRoy, 25.2.2013 kl. 07:48
Sé það að síðuhafi er ekki enn búinn að eldast og þroskast frá því að eiga ýmyndaða vini...
Trú og pólitík á hledur ekki vel saman og hefur aldrei gert. Það besta sem þeir hefðu gert í stöðuni var að breyta setningunni og setja inn almennt siðgæði. Það hefði bjargað þeim fyrir horn.
Tek fram að ég hef ekkert á móti trúuðum eða ofsatrúuðum, þeir eiga bara að halda þessum ýmyndaða vini fyrir sig og þá kanski í lokuðum hópum sem kom ekki nálægt pólitík. Það versta sem gæti gerst er að koma þessu tvennu saman, það er heldur ekki af ástæðulausu að Tyrkir vilji ekki hafa pólitík og trú saman enda vita þeir hverskonar ástand þeir fengju yfir sig. Það væri svona svipað og að fá Gunnar "í krossinum" og hann þarna í betel ásamt einhverjum tístum til að setja saman ríkisstjórn. Þá fyrst færi þjóðfélagið norður og niður.
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 25.2.2013 kl. 09:25
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ákvað að fella "niður niður" áður samþykkta tilögu um að - taka skyldi "mið" af kristnum gildum - við lagasetningu.
Það er nú svo gott að jafnvel þeir sem kalla sig trúlausa, vinna og starfa í samræmi við "kristin gildi" þótt þeir kalli það auðvitað eitthvað annað.
Vafalaust eru margir í þessum flokki sem aðhyllast kristna trú og eru ekki ánægðir með þessi málalok.
Og þeir hinir sömu hafa sinn fulla rétt, ... kosningarétt, ... þegar kemur að næstu kosningum. Hvernig kæmi það nú út, ef margir af þeim myndu ákveða að nýta kosningarétt sinn með þeim hætti að "fella niður" nafn Sjálfstæðisflokksins og kjósa ekki þann flokk í þetta sinn ?
Hvernig yrði útkoman þá, ... ég bara spyr ?
Tryggvi Helgason, 25.2.2013 kl. 13:59
Afsakið, ... þarna varð eitthvert orðabrengl hjá mér. En rétt átti setningin að vera þannig:
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ákvað að "fella niður" áður samþykkta tilögu um að - taka skyldi "mið" af kristnum gildum - við lagasetningu.
Tryggvi Helgason, 25.2.2013 kl. 14:04
Afsakið, ... þarna varð ritvilla, rétt er setningin þannig:
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ákvað að "fella niður" áður samþykkta tilögu um að - taka skyldi "mið" af kristnum gildum - við lagasetningu.
Tryggvi Helgason, 25.2.2013 kl. 14:19
Ég hefði vilja sjá landsfundinn ganga lengra og leggja til að kirkjan yrði ekki lengur ríkisstyrkt. Að minnsta kosti mætti laga þann ójöfnuð að maður sé skattlagður fyrir að standa utan trúfélaga.
Pétur Harðarson, 25.2.2013 kl. 17:10
Mjög sammála, menn vilja ýta Kristi til hliðar þegar á reynir á samviskuna en taka hann í gildi þegar þeim þóknast.
Rúnar Gerard Ragnarsson, 25.2.2013 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.