Furðulegur málflutningur utanríkisráðherra

Að halda því fram að ESB sé hundleitt á EES-samningnum, samningi þeirra við Sviss og ef til vill öðrum samningum, lýsir ekki ábyrgðarfullri stofnun sem hann vill þó meina að ESB sé.  Ef ESB er ekki tilbúið að standa við þá samninga sem það gerir eða er orðið hundleitt á samningum sem það gerir við sjálfstæðar og fullvalda þjóðir, þá hafa slíkar þjóðir, s.s. Ísland, ekkert inn í slíkt þjóðasamband að gera. 

Það er gott að utanríkisráðherra, sem hefur lagt ofurkapp á að koma okkur inn í Evrópusambandið með "samningum", skuli opinbera eðli ESB með þeim hætti sem hann nú gerir.  En hvernig getum við þá treyst því að þeir samningar haldi þegar fram í sækir, verður ESB ekki orðið hundleitt á slíkum samningi við okkur í tímans rás???????

Það er furðulegt að ráðherra sem upplifir slíkt af hendi ESB skuli leggja slíkt ofurkapp á að við göngumst undir "samninga" við slíka aðila.

Er ekki kominn tími til að kippa þessum manni út úr utanríkisráðuneytinu og helst út af Alþingi.  Við höfum ekkert með svona mann að gera sem fulltrúa okkar í samskiptum við erlendar þjóðir.  Við þurfum mann sem stendur með hagsmunum íslensku þjóðarinnar en ekki með einhverjum ótilgreindum ESB hagsmunum, sem eiga að vera honum persónulega til framdráttar þegar honum hefur tekist að véla okkur inn í ESB-skrímslið.

Það er þó gott að hann opinberi sjálfan sig og ESB með þeim hætti sem hann gerir nú á Alþingi.  Ég vona að fólk, með bæði augu opin, sjái tvískinnunginn hjá Össuri utanríkis og sjái til þess að hann verði ekki endurkjörinn á þing nú í vor.

 


mbl.is „ESB hundleitt á EES-samningnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Á ekki að fara að opna sendiráð á Grænlandi? Össur væri nú fínn þar!

Svo mætti stofna gerfisendiráð í Norður Kóreu og send Álfhildi þangað. Hún gæti svo dundað sé við að leyta að sendiráðinu næstu árin. Þegar hún uppgvötar að ekkert sendiráð var stofnað, getur hún sótt um starf sem sérlegur ráðgjafi hjá Kim.

Gunnar Heiðarsson, 14.2.2013 kl. 17:10

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr Heyr! algjörlega sammála, Gunnar Grænland er of nálægt, hvernig væri Timbuktu? Eða bara Langbortistan?  One Way

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2013 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 335
  • Frá upphafi: 165282

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 217
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband