Svona "grín" er dauðans alvara

Ábyrgð áströlsku útvarpsmannanna er mikil.  Menn geta ekki bara leikið sér svona með fólk og haldið að það sé allt í lagi.  Þeir gera sér ekki grein fyrir þeim sálarkvölum sem fólk verður fyrir þegar það verður fyrir áreiti sem hjúkrunarfræðingur hertogaynjunnar af Cambridge þurfti að þola af þeirra hálfu. 

Meðan á "viðtalinu" stóð gat hjúkrunarfræðingurinn ekki vitað að um hrekk var að ræða, en þegar málið er upplýst og öllum gert heyrinkunnugt hrinur heimur þess sem verður fyrir slíku einelti og allt verður svart og skömmin tekur yfir, sem síðan leiðir til þess að viðkomandi getur ekki horft framan í heiminn og tekur því sitt eigið líf.

Umræddir útvarpsmenn ættu að sjálfsögðu að svara til saka fyrir athæfi sitt.  Hrekkur þeirra kom mest niður á þeim sem síst skildi í þessu tilfelli, þ.e. hjúkrunarfræðingnum, þeir gátu ekki verið vissir um að hjúkrunarfræðingurinn myndi geta höndlað slíkar aðfarir.

Skömm þeirra er mikil og uppátæki sem þetta er dauðans alvara.

 


mbl.is Hjúkrunarfræðingur Katrínar látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála, þau ættu að vera dæmd fyrir morð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2012 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 213
  • Frá upphafi: 165289

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband