Formaður á brauðfótum.

Þegar Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn var tilbúinn að samþykkja Icesave III, sagði ég mig úr flokknum.  En ekki var það einvörðungu Icesave-klúðrið sem fældi mig úr flokknum heldur hefur afstaða formannsins til ESB ekki verið sannfærandi.  Mér hefur fundist Bjarni ekki standa föstum fótum í mikilvægum málefnum og ekki hvað síst þegar kemur að ESB-aðlöguninni.

Síðan virðast mér mál sem ég vil helst ekki fara út í hér, er varðar stjórnarformennsku hans í N1um og önnur viðskipti, hvort heldur þau megi teljast lögleg, eðlileg eða ekki, þá hafa þau áhrif á trúverðugleika formannsins.

Þar sem ég er ekki skráður í flokkinn lengur, mætti ég ekki í prófkjörið.  Væri ég enn í flokknum hefði ég mætt og trúlega valið Elínu Hirst í fyrsta sætið.  Bjarni og Ragnheiður hefðu ekki komist á blað hjá mér.

Þar af leiðandi á ég úr vöndu að ráða þegar kemur að kosningum að vori, það virðast ekki vera neinir góðir kostir í stöðunni.  Það finnst mér graf alvarlegt.

 


mbl.is „Getur verið kalt á toppnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Bjarni Ben gerir sér ekki grein fyrir því að honum er ekki treyst af hinum almenna kjósanda Sjálfstæðisflokksins,og hann er það mikill kjáni að láta það út úr sér að staða hans sé sterk innan Flokksins.

Vilhjálmur Stefánsson, 11.11.2012 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband