Samþykki þjóðin fyrirliggjandi drög að nýrri stjórnaskrá, stefnir í enn eitt klúðrið af hálfu Alþingis.

Lesa má úr ummælum fyrrverandi formanns stjórnlaganefndar að nefndarmenn séu ekki öruggari í sinni sök um drög að nýrri stjórnaskrá en það að þeir telji lagfæringa þörf á tillögum þeirra.

Fái tillagan samþykki meirihluta kjósenda á laugardaginn er ljóst að forsætisráðherra mun segja "þjóðin hefur talað, það er vilji þjóðarinnar að taka þessa tillögu og samþykkja hana sem nýja stjórnarskrá" jafnvel þó svo að meirihlutinn verði mjög tæpur.

Þeir sem ekki vilja gjörbreytta stjórnarskrá þurfa að standa í lappirnar, mæta á kjörstað á laugardaginn kemur og segja NEI við þessum tillögum.  Það er hægt að breyta og lagfæra núverandi stjórnarskrá án þess að umbylta henni gersamlega, henni hefur verið breytt áður og það er enn hægt að gera það. 

Við megum ekki bara breyta breytinganna vegna, eins og maður hefur á tilfinningunni að sé ástæða svo margra í dag fyrir því að vilja umbylta þeim grunn lögum sem við búum við, það yrði stórslys.

Ég vil hvetja þá stjórnlaganefndarmenn sem eru efablendnir að tala út og láta í ljósi ótta sinn við því að breyta stjórnarskránni á þann hátt sem nú eru lögð drög að, það verður of seint þegar slysið hefur átt sér stað.


mbl.is Skiptar skoðanir innan stjórnlagaráðs um frumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 164901

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband