Mesti og besti tenór sem ég hef nokkru sinni heyrt, John Starnes

Í bréfi Páls postula til Títusar 3.kaflanum 1.-7. vers stendur eftirfarandi:

1Minn þá á að vera undirgefnir höfðingjum og yfirvöldum, hlýðnir og reiðubúnir til sérhvers góðs verks, 2lastmæla engum, vera ódeilugjarnir, sanngjarnir og sýna hvers konar hógværð við alla menn. 3Því að þeir voru tímarnir, að vér vorum einnig óskynsamir, óhlýðnir, villuráfandi, í ánauð hvers konar fýsna og lostasemda. Vér ólum aldur vorn í illsku og öfund, vorum andstyggilegir, hötuðum hver annan. 4En er gæska Guðs frelsara vors birtist og elska hans til mannanna, 5þá frelsaði hann oss, ekki vegna réttlætisverkanna, sem vér höfðum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni í þeirri laug, þar sem vér endurfæðumst og heilagur andi gjörir oss nýja. 6Hann úthellti anda sínum yfir oss ríkulega fyrir Jesú Krist, frelsara vorn, 7til þess að vér, réttlættir fyrir náð hans, yrðum í voninni erfingjar eilífs lífs.

Á okkar dögum er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að Kristnir menn og konur geri köllun sína og útvalningu vissa.  Að þekkja Guð okkar og stunda persónulegt samfélag við Hann.

Margir hafa gert það að köllun sinni að gera lítið úr kristindóminum og okkur sem játum trú okkar á Jesú Krist.

Eitt af því sem uppörfar trú mína, fyrir utan það að lesa Guðs Orð, Biblíuna, er lofgjörð.  Að lofa Drottinn okkar og frelsara, að upphefja Hann og vegsama lyftir mér upp, uppörfar mig og hvetur í göngu minni með Drottni.

Hér fyrir neðan hef ég sett nokkrar upptökur þar sem Guð er lofaður.  Söngvarinn í öllum tilfellum er John Starnes.  John er mesti og besti tenór sem ég hef nokkru sinni heyrt, hann er einstakur og flutningur hans frábær.

Að sjálfsögðu eru margir fleiri góðir söngvarar sem upphefja nafn Drottins og gott er að lofa Guð með þeim í söng, en mig langaði að kynna John Starnes fyrir ykkur og hvet ég alla þá sem áhuga hafa á góðri tónlist og elska það að lofa Drottinn að hlusta og syngja með.

Fyrsta lagið með John er: The Lighthouse

 Annað lagið:

Love Grew Where The Blood Fell

 HE CAME TO ME

 Alleluia To The Lamb

Rise And Be Healed

Jesus, There's Something About That Name

WHISPER JESUS

 

"Win the lost"

The Holy City

Holy, Holy, Holy

Prayer Medley

I Ask The Lord

 

Það er bæn mín að þessi myndbönd hafi blessað, uppörfað  og styrkt þá sem trúa og orðið til þess að þeir sem ekki hafa trúað megi hafa fundið blessun og nálgast Drottinn í gegnum söng og texta John Starnes.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 335
  • Frá upphafi: 165282

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 217
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband