Enn og aftur er Ísraelsmönnum hótað eyðingu

Ahmadinejad, forseti Írans, fer mikinn sem endranær er hann hótar Ísraelsmönnum öllu illu.  En hvar eru vestræn stjórnvöld núna þegar Ahmadinejad jafnt og aðrir leiðtogar múslímskra ríkja hóta því að eyða Ísrael út af kortinu og öllum Gyðingum tortímingu???  Hvar er hinn borinnbratti Össu Skarphéðinsson utanríkis núna með sjálfumglaðar yfirlýsingar sínar og fordóma gegn hótunum um ofbeldi???

Nei, vestræn stjórnvöld þegja þunnu hljóði þegar hótunum og ofbeldi er beint gegn Ísrael, en eru fljót til að gagnrýna Ísraela um meint ofbeldi gegn öðrum. 

Við sem nú lifum erum vitni að því að spádómar Ritningarinnar (t.d. Opinberunarbókarinnar) eru að rætast fyrir augum okkar.

 


mbl.is Líkti Ísrael við æxli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salmann Tamimi

Þetta er réttmættt svar við hótun Israel og Bandaríkijanna um að ráðast á Iran. Er ekki birt daglega yfirlýsing frá leiðtogum zionista ríkis um það að árás gegn Iran er nauðsýnlegt og verður gert? Eiga Iranir ekki að svara fyrir sig og láta eyðileggja landið sitt eins og bandarikin gerði við Irak? Hann minntst aldrei á það að skaða gyðinga, það eru mörg þúsungd gyðingar sem búa í Iran.Það eru gyðingar í alþingi Irans. En því miður þín blindni gagnvart hvað zionistar hafa gert við umheiminn og hatur þitt lokar þig frá sannleikanum.

Salmann Tamimi, 17.8.2012 kl. 18:11

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæri Salmann, þú veist jafnvel og ég að Ísrael hefur verið þyrnir í augum Írana jafnt og annarra múslímskra ríkja, það þarf ekkert hatur af minni hálfu til að sjá það.  Hinsvegar hefur hatur þessara ríkja í garð Ísraels og ofsjónir þeirra yfir velgengni Ísraela verið augljóst öllum þeim sem það vilja sjá.  Ísraelsmenn sjá sem er að sú múgsefjun sem á sér stað í Íran þess eðlis að Ísrael er af hinu illa og því beri að eyða kalli á viðbragðsáætlun af þeirra hálfu, þeir bíða ekki bara eftir því að þeim verði eytt áður en þeir geta tekið til varnar.

Ísraelmenn hafa ekki hótað innrás í Íran fyrr en þeir fóru að þróa kjarnorkuáætlun sína og eins og við báðir vitum eru orð  Ahmadinejas þess efnis að það sé eingöngu ætlað til friðsamlegra nota eiga ekki við rök að styðjast, við vitum að hann er til alls líklegur.

En hafðu það sem best Salmann og Drottinn blessi þig.

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.8.2012 kl. 21:34

3 Smámynd: Elle_

Að vera Kristinn á ekki að þýða einhliða vörn fyrir ofbeldi Ísralesstjórnar gegn öðrum ríkjum, Tómas.  Eins og Palestínu.  Og ég fyrirlít stuðning Bandaríkjastjórnar við ofbeldisríkið Ísrael.  Svo er heilmikið til í orðum Salmann.

Elle_, 18.8.2012 kl. 05:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 200
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 153
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband