En hvað með ellilífeyrisþega og öryrkja?

Jóhanna og ráðuneyti hennar fær sitt og vel það, alþingismenn fá sitt og vel það, ríkisstarfsmenn fá sitt og vel það, en hvað með öryrkja og ellilífeyrisþega??? er Jóhanna búin að gleyma þeim??? skipta þeir hana ekki máli lengur??? þarf Jóhanna Sigurðardóttir ekki lengur á atkvæðum þeirra að halda???

Það er sorglegra en tárum tekur að þessi hópur fólks, auk fjöld annarra sem hefur orðið undir í efnahagshruninu, skuli vera afskiptur af "velferðarstjórninni" norrænu.

Eitt dæmi er það að þeir sem komast ekki ferða sinna nema á eigin bíl [er ég hér að tala um öryrkja] hafa setið eftir hvað varðar styrk vegna reksturs ökutækis, þeir fá sömu krónutölu mánaðarlega og þeir fengu fyrir hrun.  Hvað hefur bensín og dísel hækkað mikið síðan þá??? hvað hefur annar kostnaður við rekstur ökutækja hækkað mikið síðan þá??? 

Fjöldi öryrkja kemst ekki ferða sinna nema á eigin bíl.  Bílar margra öryrkja eru fætur þeirra, öðruvísi eiga þeir í vandræðum með að komast leiðar sinnar.

Það er deginum ljósara að Jóhanna Sigurðardóttir og fylgdarlið er hætt að gera ráð fyrir atkvæðum þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu, því það er ekkert gert til að rétta hlut þeirra.

Skömm stjórnvalda er mikil og réttlæti ekki til á þeim bæ.

 


mbl.is Launareglan hefur verið numin úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Pistillinn þinn er alveg hrikalega og sorglega sannur.  Já, Jóhanna heilaga.  Og velferðarstjórnin er lélegur brandari.  Hvers eiga lífeyrisþegar og öryrkjar að gjalda?  Og góður punkturinn þinn, Tómas, um að Jóhanna og co. halda sig ekki geta fengið kosningu út á þau lengur.  Það var og, enda allt fjármagn farið í hina ríkari. 

Elle_, 27.7.2012 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 211
  • Frá upphafi: 165287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 128
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband