Er fólki, sem þarf að leita á leigumarkaðinn eftir húsnæði, sýnd sanngirni eða eru menn að reyna að græða á slæmri stöðu annarra???

Óréttlætið gagnvart þeim sem eru í nauð virðist ekki ætla að linna.  Þeir sem ekki hafa efni á að borga af íbúðalánum og missa íbúðir sínar þess vegna er att út á leigumarkaðinn þar sem þeim er ætlað að borga mun hærri húsaleigu en sem svaraði greiðslu íbúðalánanna.  Hvernig má þetta vera???  hvar er réttlætið???  hvar er jafnaðarmennskan???  hvar eru stjórnvöld???  eru þau öll komin í frí, út í sólina á meðan þeir sem minnst hafa og ekki geta eru krafðir um miklu meira???

Þeir sem eiga húsnæði sem þeir leigja út þurfa að gæta sanngirni í leigutöku, láta ekki græðgina ná tökum á sér, en vera hógværir í garð þeirra sem þurfa oft á tíðum af illri nauðsyn að leita til þeirra um húsaskjól. 

Sýnum meðbræðrum okkar virðingu og skilning, tökum ekki meira en sanngjarnt er, virðum þá sem eru í nauð, notfærum okkur ekki slæma stöðu þeirra, verum þeim til blessunar en ekki bölvunar, það mun bara hitta okkur fyrir, þó síðar verði.

Hvernig væri að bankarnir og aðrir sjóðir sem eiga íbúðir út um allt,  taki sig nú til og leigi þeim sem eru í nauð, á sanngjörnu verði, ekki með okri græðginnar heldur með mannúðar sjónarmið að leiðarljósi.

 


mbl.is Mikil spenna á leigumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Tómas; jafnan !

Þarna; vekur þú máls, á þarfri umræðu.

Því miður; er Bankakerfið svo gegnsýrt af spillingu og sérgæzku, að ætla mætti, að fólkið væri til fyrir Bankana - en ekki þeir, fyrir fólkið.

Verulegrar sótthreinsunar er þörf; innan veggja þessarra stofnana, áður við gætum vænst þess, að þeir færu að vinna í þágu landsmanna, eins og collegar þeirra gera; víðast, úti í veröldinni, síðuhafi góður.

Og; það sem verra er - engin teikn eru á lofti um, að við sjáum breytingar þar á, á næstu árum og áratugum, meðan sjálftökuliðið fær að özla þar um, og hygla sér og sínum, Tómas minn.

Til þess; að breyting yrði þar á, þyrfti byltingu, með tilheyrandi stórskotahríð og sprengingum, því miður - eins; og staða mála er hér, í dag.

Fyrir spillingaröflunum; fara stjórnmálamenn, með sínum gæðinga sveitum.

Með beztu kveðjum; sem oftar - úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 12:35

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Góður og þarfur pistill.

Hér er líka að myndast annað vandamál.

Atvinnufjárfestar eru nú að sanka að sér nýlegu íbúðarhúsnæðisem eina mögulega fjárfestingakostinum þar sem að sitjandi stjórn er búinn að banna allt annað.

Þessar íbúðir eru ekkert endilega í útleigu þar sem slíkt rýrir verð þeirra. Þetta veldur svo aftur enn meiri þrýstingi á leigumarkaðinn.

Nú er komið á endastöð hjá siggrössunum sem setið hafa á þingi og byrjar nú sá fasi sem við þekkjum alltof vel, nefnilega ár no.4 og þá þarf víst að fara dusta rykið af stefnuskrám og loforðum svo að ekki er öll nótt úti. Það versta við það er síðan þó það að sitjandi stjórn hefur verið í lófa lagið að velja alltaf sísta og jafnvel heimskulegasta kostinn þannig að kosningar strax myndu sennilega borga sig fyrir almenning.

Það er síðan umhugsunarefni hvort máttlíltil stjórnarandstaðan séhreinlega ekki að bíða eftir að stjórnin klári sinn tíma.... og þá einni fylgi og frama, þ.e.a.s. að hörmulega aðgerðir þeirra í eitt ár í viðbót gætu fært hægri öflunum hreinan meirihluta án þess að þurfa í raun að gera neitt.

Óskar Guðmundsson, 12.7.2012 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 164921

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband