10.7.2012 | 21:40
Þeim var ætlað að lifa, en fengu það ekki
Á meðfylgjandi myndbanki segja nokkrar konur frá reynslu sinni af fóstureyðingum.
"Kynfræðsla" hefur aukið tíðni ótímabærra þungana hjá unglingsstúlkum, sem í mjög mörgum tilfellum hefur orðið til þess að þær eru hvattar til og/eða þvingaðar í fóstureyðingu. Þeim er talið trú um að fóstrið sé ekki barn heldur einhverskonar vefur eða aðskotahlutur sem hægt sé að fjarlægja svona nánast eins og að kreista fílapensil.
Konurnar sem tjá sig á myndbandinu hafa aðra sögu að segja, hvet ég alla til að sjá og hlusta, með bæði augu og eyru opin.
Dr. Alveda King, frænka Dr. Martin Luther King, Jr. hvetur hlustendur til að velja lífið. Ég vil taka undir þau orð hennar og segja: Veldu lífið
Fyrir þær konur sem lifa í sjálfsfyrirdæmingu vegna þess að þær hafa farið í gegnum fóstureyðingu, þá er mikilvægt til að játa út sekt sína og viðurkenna skömmina eða hina vondu tilfinningu, biðja Guð að fyrirgefa sér og heiðra síðan minningu einstaklingsins sem fékk ekki að lifa.
Í 1.Jóhannesarbréfi 1.kafla 9.versi stendur: "Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti".
Að velja lífið er ekki að gleyma barninu sem ekki fékk að lifa, heldur að fyrirgefa, fyrirgefa þeim sem þrístu á fóstureyðinguna og að fyrirgefa sjálfum sér. Þegar við gefum Guði líf okkar, sársauka og vonbrigði, játum syndir okkar og sekt, þá mætir Hann okkur. Það er fagnaðarerindið.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 332
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 214
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartans þakkir, Tómas, fyrir að koma þessu myndbandi á framfæri og fyrir þinn góða texta, þitt rétta viðhorf. Meira af þessu líku gæti stuðlað hér að vakningu og hugarfarsbreytingu, svo að eitthvað fari að gerast ... í þágu lífsins og ófæddra barna.
Jón Valur Jensson, 10.7.2012 kl. 23:31
Takk fyrir þetta Jón Valur
Já ég trúi því að hér munu engar framfarir eiga sér stað nema vakning og hugarfarsbreytingar eigi sér stað meðal þjóðarinnar, þá á ég við í mínu eigin lífi ekki síður en hjá öðrum.
Það er sorglegt að lífi ófæddra barna er fórnað í þágu "félagshyggju" þar sem "réttindi" kvenna er notað sem yfirhylming.
Tómas Ibsen Halldórsson, 11.7.2012 kl. 11:08
Kæri Tómas
Ég er hjartanlega sammála. Lífið er friðheilagt frá getnaði. Það er sorglegra en orð fá lýst, að saklausum konum er att út í þann glæp, að deyða líf ófæddra barna sinna. Hér þarf svo sannarlega að vekja fólk af þyrnirósarsvefni miskunnarleysisins og þeirrar helstefnu, sem skreytir sig orðinu "jafnrétti", en virðir ekki grundvallarmannréttindi ófæddra barna til lífsins.
Með kærum kveðjum og óskum um Guðs blessun
Ólafur
Ólafur Þórisson, 11.7.2012 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.