Hverjir eru það sem komast hjá því að borga skatta?

Ein af mestu vandamálum vestrænna ríkja er tilhneiging borgaranna að reyna hvað þeir geta til að komast hjá því að borga skatta.  Á þetta sérstaklega við þar sem skattar eru háir.  Grikkir eru sennilega ekki óvanir því að gera hvað þeir geta til að komast hjá því að borga skatta, líkt og við Íslendingar.  Grikkjum þykir skattheimtan allt of há og hefur hún vaxið umtalsvert, líkt og hér á Íslandi.

Það sem gerir viðtengda frétt athyglisverða er ekki það að Grikkir skuli reyna að komast hjá því að borga skatta, skatta sem þeim þykja óréttlátir, heldur hitt að Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, skuli vera að skamma Grikki fyrir að svíkja undan skatti.  Ég horfði um daginn á fréttaefni á Bloomberg þar sem verið var að ræða akkúrat þetta efni, það að Lagarde var að álasa Grikkjum fyrir það að koma sér undan því að borga skatta.  Í téðum þætti kom nefnilega fram að umrædd Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, sem þiggur háar upphæðir að launum fyrir starf sitt, borgar ekki krónu í skatt, hún þiggur skattfrjálsar tekjur.

Þetta kallar maður kaldhæðni á góðri íslensku.

Nei, almúgurinn skal borga sína skatta hvað sem raular og tautar, jafnvel þó að búið sé að skera laun þeirra við trog og hækka skatta upp úr öllu valdi, en elítan, hún þarf ekki að hafa áhyggjur af skattmann.  Mér skilst að ESB embættismenn borga litla ef nokkra skatta.

Hverjir eru það sem komast hjá því að borga skatta?  Svo er víst að það er ekki ég.

 


mbl.is Segir Grikki þurfa að hætta skattsvikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 164951

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband