24.4.2012 | 10:25
Kommúnisminn og nasisminn taka höndum saman
Kommúnisminn og nasisminn í Evrópusambandinu hafa tekið höndum saman og ætla sér að knésetja smáþjóð í Norður-Atlantshafi. Ljóst er að möppudýrin í ESB þola ekki að smáþjóð, sjálfstætt ríki, sem þeir hafa ekki enn náð að sölsa undir sig, skuli standa á rétti sínum, þeir skeyta ekkert um réttlæti eða sanngirni. Ef þeir geta ekki komið sínum vilja fram með einföldum hætti, þá skal kné látið fylgja kviði og menn barðir til hlýðni.
Þeim er sama þó greiðslur séu að berast frá Landsbankanum fyrir þessar skuldir bankans, þeim er sama þó að engar reglur settar fram af ESB hafi verið brotnar, þeim er sama þó að Íslenska ríkið beri ekki neina ábyrgð á einkabönkum, réttlæti skal látið lönd og leið, af því að þeir vilja hafa hlutina svona þá skulu þeir vera þannig, sama hvað er rétt og satt í málinu, sama hvað er sanngirni og réttlæti.
Það kom berlega fram í svari Baroso við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar á fundi þeirra í Köben um helgina að ef Íslendingar beygi sig ekki undir frekju ESB þá skulu þeir fá að kenna á því. Þetta mátti lesa út úr því sem Baroso sagði í svari hans til Árna Þórs varðandi makríldeilu Íslendinga og ESB. Nú skal beygja reglur ESB til að þvinga Íslendinga til að fara eftir vilja þeirra. Samkvæmt EES samningum er óheimilt að setja löndunarbann á aðrar tegundir en þær sem deilur standa um, en nei, nú vilja þeir beygja þessar reglur af því að það hentar þeim ekki að fara eftir þeim. ESB fer bara að lögum ef það hentar þeim, ef lögin passa ekki inn í aðstæður þeirra skulu þær beygðar og vikið frá þeim.
Íslenska ríkið ætti að banna makríl að koma inn í Íslenska lögsögu, það ætti að banna makríl að koma og éta sig feita og stóra í lögsögu okkar, ESB skal látið bera ábyrgð á því, að öðrum kosti verði makríllinn gerður upptækur.
En því miður er gunguháttur Íslenskra stjórnvalda slíkur að þeir vilja frekar kyssa vöndinn en að reita kommúnistana og nasistana í ESB til reiði, en það eru einmitt þeir sem ráða þar ríkjum.
Meðalganga ESB staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 165939
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var alltaf vitað að þetta myndi gerast enda dómstóllinn með öllu valdalaus enda frá honum dómar einvörðungu tilskipanir en ekki gerðarbeiðnar.
Makrílinn mætti etv benda þeim á að gengur nú aðra leið en áður og að við munum veiða og skila til sambandsins fyrir vægt gjald
Óskar Guðmundsson, 24.4.2012 kl. 13:15
hvaða öfgaskrif eru þetta.
Sleggjan og Hvellurinn, 24.4.2012 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.