Evran hefur eingöngu verið til vandræða, hún hefur aldrei verið sterkur gjaldmiðill

Evran er og hefur aldrei verið sterkur gjaldmiðill, jafnvel þó að gengi hennar hafi lengstum verið hátt.

Því miður eru allt of margir sem horfa á evruna í gegnum sjónauka, þeir bera sjónaukann upp að blinda auganu og leggja lepp fyrir heilbrigða augað.

Ofurtrú á evruna hefur komið mörgum evruríkjum í koll, menn halda enn að hægt verði að notast við þennan gjaldmiðil, að hægt verði að lappa upp á hann þó svo að við blasi að hann mun einvörðungu verða til vandræða.  Evrópusambandssinnar hafa sí og æ talað fyrir því að ganga í ESB og komast í skjól evrunnar, sá gjaldmiðill væri svo sterkur og það væri allri Evrópu til góðs að allir tækju upp þann gjaldmiðil.  Nú hinsvegar er komið á daginn að evran hefur verið mörgum þjóðum bölvaldur, en því miður eru ýmsir ESB-sinnar enn að horfa í gegnum sjónaukann með blinda auganu.

Það er áhugavert að lesa hvað Cristian Dan Preda, fulltrúi á Evrópuþinginu segir um evru og hvað Íslendingar þurfa að gera til að eiga möguleika á að ganga í hið víðfræga ESB.

"Preda segir að fá tæknileg vandamál þurfi að leysa áður en Ísland geti orðið hluti af Evrópusambandinu. Engu að síður séu áskoranir fyrir hendi og nefnir hann meðal annars makríldeiluna í því sambandi og áherslu Íslands á mikilvægi sjávarútvegarins fyrir hagsmuni sína. Makríldeilan sýni „hversu staðráðnir Íslendingar séu að berjast fyrir því sem þeir álíta réttindi þeirra og hagsmuni.“"  (mbl.is 15.03.12)  Hann vill sem sagt meina það að það er löstur okkar Íslendinga að vilja berjast fyrir rétti hagsmunum okkar og standa á rétti okkar.

Preda segir ennfremur: 

"Hann nefnir einnig Icesave-deiluna í þessu sambandi og segist vona að með því að „greiða allar skuldir sínar“ takist Íslendingum að lægja öldurnar í þeirri deilu áður en niðurstaða fæst fyrir EFTA-dómstólnum í málinu þannig að viðræðurnar um inngöngu í Evrópusambandið geti gengið vel fyrir sig." (mbl.is 15.03.12)  Hann vill greinilega að við förum fyrst á höfuðið til þess að auðmýkja okkur svo við komum skríðandi í fang ESB, en það virðist einmitt vera það sem Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á.

Síðan segir:

"Hins vegar segir hann að það hafi verið frekar stöðugur meirihluti fyrir því að hefja og síðan halda áfram viðræðuferlinu við Evrópusambandinu..."  (mbl.is 15.03.12)  Þvílíkt bull.  Hér talar hann af mikilli vanþekkingu.  Að halda því fram að "stöðugur meirihluti" sé fyrir því að hefja og halda áfram viðræðuferli við ESB er ekki sannleikanum samkvæmt.  Meirihluti þjóðarinnar vill að þessu ferli verði hætt og að stjórnvöld snúi sér frá þessari vegferð alfarið, en fari að hugsa um hag fólksins í landinu, en láti af eiginhagsmunum sem þessi vegferð er fyrir nokkra aðila í Samfylkingunni.

Evran mun aldrei geta bjargað okkur.  Það sem getur orðið okkur til góðs er að hafa heilsteypt fólk, fólk sem kann til verka, fólk sem lætur ekki múta sér, fólk sem af eindrægni hugsar fyrst og síðast um hag lands og þjóðar, en lætur ekki glepjast af fagurgala fjármálakerfisins eða einstakara hagsmunaaðila.

 


mbl.is Evran að verða að veikleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Í ESB og Evru landinu Hollandi er rúmlega 4% atvinnuleysi.

Það er yfir 7% atvinnuleysi á Íslandi. Þrátt fyrir "okkar elskulegu" krónu.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.3.2012 kl. 13:17

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Í Þýskalandi er atvinnuleysi yfir 7%, í Frakklandi yfir 8%, á Spáni yfir 20% og svo mætti lengi telja.  Eitt eða tvö ríki í evrulandi undir 7% segir ekki nema lítinn hluta af sögunni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.3.2012 kl. 13:57

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Segir það okkur ekki bara eitt.

Evran skapar ekki atvinnuleysi. Samkeppnishæfni landa skiptir höfuðmáli ekki satt?

Sleggjan og Hvellurinn, 15.3.2012 kl. 14:06

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

S&H. 

Krónan skapar ekki atvinnuleysi, en aðgerðarleysi stjórnvalda ráða þar miklu.  Stjórnvöld hér á landi hafa verið Þrándur í götu atvinnulífsins og valdið mörgum heimilum búsifjum.

Þú gefur til kynna í fyrri færslu þinni að 7% atvinnuleysi á Íslandi sé krónunni að kenna.  Ef krónan veldur atvinnuleysi hér á landi þá gerir evran það á Spáni, Grikklandi, Írlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Portúgal, svo nokkur séu nefnd.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.3.2012 kl. 14:38

5 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

The losses already suffered by the Dutch economy and people under the euro include:

1.Shortfall of growth – Dutch GDP in the ten years to 2011 grew at 1¼% a year, versus 3% in the previous 20 years, and annual rates in 2001-11 of 2¼% in Sweden and 1¾% in Switzerland, neither of them slowing from the previous decade. Holland er búið að tapa 17,5% af hagvexti síðustu 10 ár bara vegna Evrunar Hagstofa Evrópu spáir -0,9% samdrætti í Hollandi í ár á meðan sama stofnun spáir 1,5% hagvexti hér á Íslandi. Hagstofa Evrópu spáir að atvinnuleysi í Hollandi verði komið í 5% í lok árs 2011. Hagstofa Evrópu spáir að atvinnuleysi  á Íslandi verði komið niður í 6,6% í lok 2011 og að atvinnuþáttakan verði 80% meðan atvinnuþáttakan í Hollandi er 74%.

2.These latter two economies also performed better in terms of inflation,employment growth, budget balance and overseas surplus

3.Shortfall of consumer spending – if Dutch consumer spending growth, afeeble ¼% a year in the ten years to 2011, had matched its GDP growth(as did Sweden’s and, nearly, Switzerland’s) its 2011 consumer spending would have been €30 billion higher, €1,800 per person. Had GDP growth in addition matched the Swedish & Swiss experience the extra consumer spending would be a further €15bn, €900 per person per annum.

4.Wage and salary restraint was supposed to build up foreign surpluses to provide future income as working-age population falls, but the shortfall of investment returns on Dutch surpluses has accumulated to €115 billion, close to €7,000 for each person

Eggert Sigurbergsson, 15.3.2012 kl. 15:07

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég var ekki að benda a að atvinnuleysi sé krónunni að kenna

ég var að benda á það að gjalmiðillinn skipitr ekki svo miklu máli. Heldur samkeppnishæfni þjóða.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.3.2012 kl. 16:19

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

S&H

Ekki get ég skilið fyrstu færslu þína á annan veg en þann að atvinnuleysi á Íslandi sé krónunni að kenna.  Og gott atvinnuástand í Hollandi sé evrunni að þakka, en eins og Eggert kemur réttilega inná þá eru fleiri atriði sem skipta máli en atvinnuleysi, þó ég geri ekki lítið úr þeirri staðreynd að atvinnuleysi í evrulöndum almennt er verulegt áhyggjuefni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.3.2012 kl. 21:43

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þrátt fyrir allt hefur evran alltaf verið töluvert hærri en bandaríski dalurinn.

Bandarískt efnahagslíf stendur á brauðfótum, jafnvel verr en það evrópska. Má þar nefna að bandaríski alríkissjóðurinn er rekinn með gríðurlegum halla m.a. vegna fjártillagna til hermála.

Í dag eru það löndin í suður Evrópu sem hafa verið með veikleika en í mið og norðu Evrópu hefur efnahagur landanna verið ásættanlegur og jafvel góður.

Guðjón Sigþór Jensson, 15.3.2012 kl. 21:49

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Atvinnuleysið á suður evrópu er ofmetið. Þá sérstaklega meðal ungs fólks.

Svört starfsemi er mikil í þessum löndum og er talin eðlileg (ekki esb að kenna) þarna.

Allt ungt fólk sem vinnur á þessum ferðamannastöðum þ.e þjónustufólk, barþjónar og svo framvegis. Fólkið vinnur alla daga, fá borgað svart en er skráð atvinnulaust af ríkinu.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.3.2012 kl. 22:48

10 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Guðjón og takk fyrir innlitið

Það er hárrétt hjá þér að Bandarískt efnahagslíf er í alvarlegum málum, þeir hafa farið langt fram úr sjálfum sér í eyðslunni.  Stóru mistök þeirra voru þau að flytja inn ódýrar vörur (made in China) og ódýra bíla.  Þetta hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir framleiðslugreinar þar vestra.  Svo er komið að það eru færri sem vinna við framleiðslugreinar en voru á árunum fyrir 1970 og jafnvel enn fyrr, samt sem áður hefur bandaríkjamönnum fjölgað allverulega.  Það sem hefur hjálpað Bandaríkjamönnum er það að þeir ráða sínum gjaldmiðli sjálfir.

Hvað evruna varðar, þá er það ekki endilega styrkleika merki að gjaldmiðill sé mjög sterkur með hátt gengi.  Við súpum seiðið af því í dag hversu krónan varð sterk á árunum fyrir hrun.  Sterk evra er vandamál landanna í suður Evrópu. 

Jafnvel í Hollandi er sterk evra að valda verulegum samdrætti í hagvexti og nú er spáð neikvæðum hagvexti þar upp á 0,9%, það veit ekki á gott.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.3.2012 kl. 22:59

11 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll S&H

Ekki veit ég um það hvort einhverjir vinni svart þarna suður frá, það er ekki ólíklegt að svo sé, frekar en hér á landi.  Hinsvegar lifir hinn almenni borgari ekki á svartri atvinnu sumra.  Maður í Grikklandi gekk inn á fyrrum vinnustað sinn, honum hafði verið sagt upp í hagræðingarskini, tók upp byssu og skaut fyrrum félaga sína.  Maðurinn var búinn með allan sparnaðinn sem hann átti og hafði verið matarlaus í fjóra daga þar til hann greip til þessara örþrifa ráða.

Víða í suður Evrópu gengur fólk svangt til náða og vaknar svangt, það sér enga framtíð fyrir sér.  Hvað gerir fólk í slíkum aðstæðum?  sjálfsvígum hefur fjölgað verulega, en það snertir ekki við stjórnvöldum, hvorki í Þýskalandi, Frakklandi, Grikklandi eða annarsstaðar.  Í augum stjórnvalda er fólk bara tölur á blaði og því miður eru íslensk stjórnvöld ekkert öðruvísi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.3.2012 kl. 23:08

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Á Íslandi gegnur fólk svangt til náða og vaknar svangt.

Hefur þú litið á röðina hjá Fjölskylduhjálp nýlega?

Þín greining á vanda USA endurspeglar fáfræði þína í hagfræði og alþjóðaviðskiptum að það er valla talandi við þig um þetta málefni.

Ég væri frekar til að ræða enska boltann eða eitthvað.

Hver mun vinna deildina?   City tekur þetta?  Arsenal?  

Sleggjan og Hvellurinn, 15.3.2012 kl. 23:20

13 Smámynd: Elle_

Ekki getur það verið vandað fólk sem kallar ICESAVE okkar skuld.  Ótrúlegur hroki og yfirgangur.  Í líkingu við ICESAVE lið Jóhönnu.  Öllum ætti að vera löngu orðið ljóst að ICESAVE er ekki og var aldrei okkar skuld og við borgum ekki.

Elle_, 15.3.2012 kl. 23:27

14 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

S&H

Þú ferð alltaf í vörn ef bent er á slæma stöðu í ESB með því að tala um hvað allt sé slæmt á Íslandi.  Ég var bara að benda á að Evru- og ESB-löndin eru ekkert betur sett en við hér á okkar skeri og ef eitthvað er þá erum við betur sett en mörg þessara ríkja. 

Ég hef aldrei haldið því fram að ég væri sérfræðingur í hagfræði, en ég held að ég myndi þó skora hærra en þú á slíku prófi, svo við tölum á boltamáli.

Mér er nákvæmlega sama um enska boltann.  Þegar maður sér atburði eins og Drogba lék nú um daginn þar sem hann kastar sér í grasið og heldur fyrir andlitið og þykist vera sárþjáður, þá finnst mér ekki mikið til þeirrar íþróttar koma.  Það sama á við um glórulausa ofurtrú sumra á Evrópusambandinu, við horfum á hvert klúðrið á fætur öðru innan sambandsins, en eins og í fótboltanum þá halda menn með sínu liði og sjá ekkert athugavert við vitleysuna sem er í gangi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.3.2012 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 165948

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband