ESB og evru stefna Samfylkingarinnar er draumsýn ein

Heims- og framtíðarsýn Samfylkingarinnar má kannski sjá í mjög svo öflugum smásjá.  Samfylkingin ætlaði á sýnum tíma að "skilgreina samningsmarkmið" vegna aðildarumsóknar að Evrópusambandinu.  Sú vinna var aldrei unnin, eða hefur allavega aldrei verið gerð opinber.  Samfylkingin hefur engin markmið utan þess að ganga í ESB, annað er ekki á dagskrá hjá SF. 

SF virðist halda að ESB bjargi öllu, það er nú öðru nær.  SF-fólk sér ekki og vill ekkert af því vita hvað er að gerast í Evrópu undir stjórn ESB.

Þegar blindur leiðir blindan falla báðir í gryfju, en íslenska þjóðin er ekki blind og hún lætur ekki SF áróður blekkja sig. 

Það er komið nóg af þessum hildarleik sem SF leikur.  Allt sem gert er og ekki er gert er ætlað að drepa allt niður hér á landi, alveg eins og gert hefur verið í Grikklandi, til þess að kúga landann inn í ESB-ófreskjuna.  Nú þarf að stöðva þetta kjaftæði og snúa sér að því að sinna þjóðinni og því sem henni er fyrir bestu, en svo er víst að ESB á þar ekkert erindi.

 


mbl.is „Hættið að láta ykkur dreyma um þessa evru“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað áttu við með ESB ófreskju?

Er ekki nóg að minnast á óstjórn spillingaraflanna í íslenskri pólitík síðustu áratuga þar sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn léku aðalhlutverkið?

Er ekki allt betra en þessi íhöld?

Guðjón Sigþór Jensson, 15.3.2012 kl. 21:52

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Viltu meina það Guðjón að það sé betra að lúta spilltum stjórnmálamönnum í Evrópu frekar en íslenskum?  Við getum þó tekið til varna hér heima fyrir, en láttu þig dreyma að við gætum haft einhver áhrif þarna á meginlandinu.

Nei Guðjón það er ekki allt betra.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.3.2012 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 213
  • Frá upphafi: 165289

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband