Við þurfum ekki nýjan gjaldmiðil, við þurfum nýtt hugarfar

Það yrði algjört glapræði að taka upp Kanadadollar, US-dollar, evru eða einhvern annan gjaldmiðil.  Að kasta krónunni fyrir róða í einhverjum tilfinninga- og gerræðiskasti fyrir gjaldmiðla sem jú eru kannski sterkari en krónan, myndi bara þýða það að við munum ekki ráða yfir okkar eigin efnahags- og peningamálum, við yrðum alltaf upp á aðra komin, styrk þeirra og veikleika.  Það kann að hljóma vel í dag að taka upp einhvern tiltekinn gjaldmiðil og kannski myndi það vera til góðs, tímabundið, en til lengri tíma litið eru meiri líkur en minni á að það muni kosta okkur meira en ef við héldum í gömlu góðu krónuna.

Það sem við þurfum er betri efnahagsstjórn og breytt íslenskt hugarfar.  Við þurfum að breyta okkur sjálf, hugsunum okkar og athöfnum, þegar að persónulegum fjármálum okkar kemur.  Ríkisvaldið þarf að sýna ábyrgð, fjármálastofnanir þurfa einnig að sýna ábyrgð, sveitafélögin þurfa að sýna ábyrgð og atvinnulífið þarf að sýna ábyrgð.

Ef ekkert af þessu gerist þá skiptir ekki máli hvað gjaldmiðillinn heitir, ekkert mun breytast vandamálin verða aðeins dýpka og erfiðleikar þjóðfélagsins viðvarandi.

Við þurfum ekki nýjan gjaldmiðil, við þurfum nýtt hugarfar.


mbl.is Fjallað um áhuga á upptöku Kanadadollars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þessu hjá þér Tómas.  Besta hagstjórnartæki hvers lands er einmitt gjaldmiðillinn það hefur sýnt sig núna gegnum okkar Hrun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2012 kl. 00:56

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt, eini galdmiðillin sem gagnast okkur núna er okkar ástkæra króna og skiptir þar eingu um þvaður tækifærissinnaðra ESB hamfara matháka.  

Á meðan við viljum vera Íslendingar þá höfum við krónu.  Það er hugsanlegt að hér náist sá stöðugleikki í framtíðinni að við getum fest krónunna við stóran þungan gjaldmiðil.  En þá, til hvers? Er það þá til að klára allt?

Af hverju meiga afkomendur okkar ekki hafa einfalt vandamál að kljást við, afhverju ?  Eyjaskéggjar hafa hvort sem er alltaf öðruvísi skoðanir á málum en stórhjörðin.  

Hrólfur Þ Hraundal, 3.3.2012 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 213
  • Frá upphafi: 165289

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 129
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband