2.3.2012 | 12:03
Almenningi má ekki koma til bjargar að mati AGS
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur það markmið númer eitt, tvö og þrjú að gæta hagsmuna hinna ofurríku á kostnað almúgans. Samkvæmt stefnu AGS verður að gæta hagsmuna banka og annarra fjármálastofnana hvað sem það kostar, útrýma millistéttinni og halda almúganum í fátækt, því þá er auðveldara að stjórna þeim.
Bankarnir hafa grætt ógurlega á ofurvöxtum og verðtryggingu sem ekki er í neinum takti við raunveruleikann. Verðtryggingin hefur séð til þess að fjármálafyrirtækin fái örugglega allt sitt og gott betur. Meðan almenningur þarf ekki aðeins að geta brugðist við verðhækkunum á nauðsynjarvörum heldur þurfa einnig að sjá til þess að fjármálafyrirtækin fái miklu meira en þeim ber.
Er að furða að efnahagsreikningar þessara fyrirtækja bólgni út eins og ofurstór blaðra. Það þarf að minnka þessa blöðru áður en hún springur framan í fjármagnseigendur og ríkisvaldið. Það er gert með því að láta hluta af ofurhagnaðinum ganga til lækkunar á verðtryggðum lánum sem hafa hækkað úr hófi fram og skuldarar hafa engin tök á að hafa áhrif á þá þróun, þeim er bara ætlað að þegja og borga.
Við sjáum hvað er að gerast í suður Evrópu, í Grikklandi, Spáni og víðar, fólk á ekki fyrir nauðþurftum, fólk sveltur, félagsleg, tilfinningaleg og sálræn líðan fólks er í rúst. Engar kaldar stofnanir láta það á sig fá, á meðan þær geta varið elítuna, fjármagnseigendur og fjármálafyrirtækin.
Segjum skilið við AGS og látum ESB sigla sinn sjó, þessar stofnanir koma okkur ekki að neinu gagni, hvorki nú né síðar. Þeim er ekki ætlað að hugsa um hag almennings, heldur hinna sem öllu vilja ráða og öllu vilja stjórna.
Andvíg almennri skuldaniðurfærslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 165943
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður Tómas.
Takk fyrir góða grein, rétt og sönn.
Ég bloggaði líka við þessa frétt og hef bætt inn víðbót sem ég tók af bloggi Sigurðar Sigurðarsonar.
Núna er ég líka að lesa orð sem mér finnst ná algjörlega þeim kulda sem að baki býr þessa fjármálafólks sem engu eyrir.
"Við sjáum hvað er að gerast í suður Evrópu, í Grikklandi, Spáni og víðar, fólk á ekki fyrir nauðþurftum, fólk sveltur, félagsleg, tilfinningaleg og sálræn líðan fólks er í rúst. Engar kaldar stofnanir láta það á sig fá, á meðan þær geta varið elítuna, fjármagnseigendur og fjármálafyrirtækin."
Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að peista þessum orðum sem viðbót við blogggrein mína, ef þér mislíkar láttu mig vita og ég fjarlægi þau aftur.
Hugsun mín er að sem flestir lesi því þessi frétt um AGS virðist hreyfa IP tölurnar á bloggi mínu.
Fólk þarf að vakna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.3.2012 kl. 13:42
Sæll Ómar.
Þú mátt sannanlega nota þetta í blogggrein þinni, mér mislíkar það ekki.
Svona líður mér gagnvart því sem er að gerast og ef það gæti orðið til að fleiri lesi og séð hið raunverulega ástand þarna suðurfrá þá fagna ég því.
Bestu kveðjur til þín.
Tómas Ibsen Halldórsson, 2.3.2012 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.