Pakkinn er tómur

Öllum, með opin augu og eyru, er orðið ljóst og það fyrir löngu síðan að pakkinn er tómur, fyrir utan nokkur fúlegg sem liggja í einu horni hans.

ESB hefur ekkert að færa okkur, en þeir vilja allt sem við höfum.

Þannig er nú það.  Segjum því!!!!

JÁ ÍSLAND - EKKERT ESB

 


mbl.is Erna Bjarnadóttir: Verklag og vinnuferli ESB-viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég vil að Össur Skarphéðinsson verði látin útskýra mál sitt vegna þess að það er hann sem hefur verið að róma þennann pakka sem á að vera svo góður fyrir okkur Íslendinga... 

Pakka sem að hann Össur er alveg með á hreinu að sé svo góður að Þjóðin muni ekki hafna honum vegna ágæti hans...

Hann Össur var að tala um mikilvægi þess að segja sannleikann á Alþingi í gær og hversu alvaralegt það væri að ljúga að Þjóðinni í pontu á Alþingi...

Hver sem að niðurstaða Íslendinga í þessu ESB máli verður þá er það nauðsynlegt að núverandi Ríkisstjórn verði rekin frá störfum með skömm vegna þess að lygar hennar og óheiðarleiki til þess að geta komið sínum gæluverkefnum að eru að setja samfélagið Ísland á hausinn og orðið alveg óþolandi. Það virðist aldrei vera hægt að fara rétta forgangsröð með hlutina eins og tildæmis að fá að vita vilja Þjóðarinnar til inngöngu í ESB áður en farið var af stað og þar var farið af stað eingöngu vegna LYGA Utanríkiráðherra sem fullyrti það hvað eftir annað í ræðustól Alþingis að þetta væri bara viðræður sem væri verið að tala um og ekkert annað....

Það á að byrja á því að láta meirihluta Þjóðarinnar ráða því í Þjóðaratkvæðagreiðslu hvert verður framhaldið þar áður en lengra er haldið og það ætti að vera krafa almennings... 

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.2.2012 kl. 10:53

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég er algjörlega sammála þér Ingibjörg. 

Því miður virðist allt sem ríkisstjórnin og þingflokkar þeirra koma nálægt, snúast upp í klúður.  Þetta er sorglegt, því ég er viss um að þetta fólk vill vel, en það ræður ekki við verkefnin, þau höndla ekki það sem þau eru að gera.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.2.2012 kl. 11:18

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Pakkinn er frekar tómur í þessari færslu.

Þú hefur ekkert fram að færa nema þvaður og kall útí loftið.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2012 kl. 11:38

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Segðu mér S&H, hvað er í ESB-pakkanum, getur þú frætt mig og aðra um það?  Það væri fróðlegt að vita um hvað er verið að semja, hvað okkur stendur til boða.  Vonandi hefur þú svörin, ekki koma þau frá Össuri utnríkis. eða öðrum krötum, svo mikið er víst.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.2.2012 kl. 12:07

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef þú veist ekki svörinn sjálfur þá hefur þú ekki kynnt þér hvað felst í ESB og þar af leiðandi hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala.

Svo betur fer opnaði Evrópustofa hér fyrir stuttu til að fræða fáfræddu innbyggjana. 

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2012 kl. 12:18

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þú hefur sem sagt ekki svarið við spurningu minni S&H.

Ég fylgist grannt með því sem er að gerast í Evrópu ESB, það segir mér að ég vil ekki þangað inn.  Evran er allt að drepa, nema kannski í Þýskalandi og Lúxemborg.  Atvinnuleysi er orðið yfirgnæfandi, fátækt landlæg í mörgum þessara ríkja og ég tala nú ekki um yfirgang sumra ríkja í garð nágranna sinna.  Átti ESB ekki að stuðla að friði í Evrópu, en hvað er að gerast innan sumra ríka s.s. í Grikklandi og á Spánni.  Það stefnir í enn meiri ófrið og víðan en í þessum tveimur löndum.

Er það þetta sem okkur er boðið uppá?  eða HVAР er í pakkanum?

Evrópustofan er bara áróðurstæki ESB og getur ekki verið hlutlaus í kynningum sínum.

Jú S&H ég veit hvað ESB stendur fyrir, vinnubrögð þeirra og aðgerðir eru ÆPANDI, það fer ekki fram hjá neinum sem fylgist með, þú ættir ef til vill að gera það líka.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.2.2012 kl. 12:42

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er evran allt að drepa? Nema þýsk og lux?

Það er 4,1% atvinnuleysi í evru og ESB landinu Austurríki. 

En það er 7,3% atvinnuleysi á Íslandi með okkar ástsælu krónu..... og væri ekki fyrir hinn mikla landflótta og fjölda þeirra sem hafa farið í nám.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2012 kl. 13:15

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Atvinnuleysi í Grikklandi er komið yfir 21% og fer ört hækkandi, Spáni 24%, flestum öðrum ríkjum evru á bilinu 8-10%.  Þó það nú væri að einhversstaðar í evru-ríki væri atvinnuleysi eitthvað minna. 

Atvinnuleysi hér á landi þyrfti ekki að vera nema á bilinu 2-3%max. ef rétt væri haldið á málum, en því miður þá búum við við stjórnvöld sem hvorki hafa áhuga né kunna að leggja grunn að bættum kjörum þjóðarinnar. 

Í ESB yrðu öll ráð tekin frá okkur er varðar uppbyggingu sjávarútvegs og landbúnaðar.  Stjórnvöld hér á landi hafa tekið upp ESB-takta til að koma í veg fyrir uppbyggingu þessara greina.

Landflótti hefur ekkert með krónuna að gera, hann hefur með stjórnarfarið að gera.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.2.2012 kl. 13:29

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er 4,7% atvinnuleysi í ESB og evrulandi Hollandi.

Sem er mun minni en á Íslandi.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2012 kl. 13:31

10 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Af hverju er þá ekki svona mikið atvinnuleysi í Grikklandi, Spáni, Írlandi og Ítalíu ef allt er svona gott í evru-landi?        Af hverju er ekki allt í blossandi uppsveiflu í evru-ríkjunum?  Af hverju er hagvöxtur svona lítill og jafnvel neikvæður í hinum velstæðu evru-löndum?  Hagspár ESB, AGS og Alþjóðabankans eru nú ekki upp á marga fiskana hvað ESB varðar, þrátt fyrir evru og gullöldina í ESB!!!!

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.2.2012 kl. 14:29

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er nú bara þannig Tómas að Evran er ekki upphafi og endir alls.

Atvinnuleysi skapast vegna þess að land er ekki samkeppnishæft í útflutningi. Það er samkeppni milli þjóða. Ekki næg nýsköpun eða drifkraftur. Margt getur spilað inní m.a skortur í menntun, óhagstætt skattaumhverfi og svo framvegis.

Ekkert af þessum þáttum kemur Evrunni við.

Það er ekki Evrunni að kenna að það 20% atvinnuleysi í Grikklandi.

Það er ekki Evrunni að þakka að það sé einungis 4,1% atvinnuleysi í Austurríki.

Það koma aðrir þættir inn í. 

Ég er sammála þér í færslu nr 8. Það er að stórum hluta stjórnvöldum að kenna að atvinnuleysið sé svona mikið á ÍSlandi. VG er að halda atvinnulífinu í gíslingu. 

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2012 kl. 15:15

12 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mikið er ég ánægður með þessa (11.) færslu hjá þér S&H, nú erum við að nálgast hvor annan.  Það er nefnilega ekki gjaldmiðillinn sem kemur okkur í vanda heldur stjórnarfarið. 

Þó verð ég að gera undantekningu á þessari fullyrðingu minni og sú undantekning snertir Grikkland.  Sterkt gengi evrunnar hentar ekki Grísku atvinnulífi, alveg eins og sterk króna hentaði ekki sjávarútvegi þau ár sem allt virtist í blóma.  Þess vegna hentar evran Grikkjum ekki alveg eins og hún hentar okkur ekki. 

Sterk evra hentar sumum en ekki öllum.  Þeim sem sterk evra hentar ekki lenda í vandræðum, en hinir eru að sjálfsögðu ánægðir. 

Við myndum fljótt finna fyrir því, tækjum við upp evru, hversu óhagstæð hún yrði okkur.  Sumir héldu því fram að vextir myndu lækka og matvælaverð einnig, en það er ekkert sjálfgefið í þeim efnum, það hefur ekki gengið eftir alsstaðar í evru-landi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.2.2012 kl. 15:34

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er enginn að segja að við tökum upp Evruna miðað við hæstu hæðir í bullandi góðæri. Þegar hún var á 80kr.

Við tökum evruna á gegninu 160-170kr. Með því móti verður útflutningurinn okkar samkeppnisfær. 

Grikkir fölsuðu þjóðhagsreikningana sína og tóku upp evru á alltof háu gengi.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.2.2012 kl. 16:47

14 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Menn eiga eftir að bíta úr nálinni með það að þegar verðbólga verður mikil í einu landi, en öðru verður lítil verðbólga, þá myndast þrýstingur á gengið í því landi þar sem verðbólgan er, meðan þrýstingur er lítill þar sem verðbólgan er lítil.  Það sama á við um viðskiptajöfnuð ríkjanna.  Þetta er hluti af þeim vanda sem við er að etja t.d. í Portúgal og á Spáni.  Þetta eru lönd sem geta ekki breytt upptökugengi evrunnar eftirá og þá koma upp vandamál s.s. laun verða að lækka, draga verður úr ríkisútgjöldum, fólk missir vinnuna, verðlag fasteigna lækkar o.s.fr.

Menn hugsuðu ekki dæmið til enda þegar ráðist var í að koma á sameiginlegri mynt, nú eru menn að súpa seiðið af því að hafa verið of fljótir á sér, ekki bara Grikkir, en allri skuldinni er dembt á þá, þeir verða blórabögglar ESB, það þarf að kenna einhverjum um og þeir eru gott skotmark, þeir eru svo varnarlausir um þessar mundir.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.2.2012 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 210
  • Frá upphafi: 165894

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 163
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband