Össur og krónan

Ef Össur opnaði augun þá sæi hann að krónan hefur reynst okkur betur allan lýðveldistímann, heldur en evran Portúgölum, Írum, Ítölum, Grikkjum og Spánverjum [PIIGS] þau tíu ár sem hún hefur verið til.

Krónan er ekki fullkominn gjaldmiðill frekar en nokkur annar gjaldmiðill, en hún hefur þjónað okkur vel miðað við þær aðstæður sem við höfum búið við.

Þess ber einnig að geta að krónan gerir ekkert upp á sitt eindæmi, það skiptir nefnilega máli hvernig hún er notuð.

Þegar græðgi nær tökum á fólki, þá getur ekki farið vel, sama hvort menn eiga krónu, dollara eða evrur.  Það hefur sýnt sig að þegar græðgisandi hefur náð tökum á heilum þjóðum og menn tekið lán til að eyða ótæpilega, þá fer illa.  Þetta sjáum við ekki bara á Íslandi, heldur allt í kring um okkur.

Páll postuli skrifar í fyrra bréfi sínu til Tímóteusar, 6.kafli vers 6-10

6Já, guðhræðslan samfara nægjusemi er mikill gróðavegur. 7Því að ekkert höfum vér inn í heiminn flutt og ekki getum vér heldur flutt neitt út þaðan. 

8Ef vér höfum fæði og klæði, þá látum oss það nægja. 9En þeir, sem ríkir vilja verða, falla í freistni og snöru og alls kyns óviturlegar og skaðlegar fýsnir, er sökkva mönnunum niður í tortímingu og glötun.

10Fégirndin er rót alls þess, sem illt er. Við þá fíkn hafa nokkrir villst frá trúnni og valdið sjálfum sér mörgum harmkvælum.

Það skiptir ekki máli hvað gjaldmiðillinn heitir, ef fégirndin nær að stjórna lífi okkar þá mun gjaldmiðillinn ekki geta bjargað afleiðingum hennar.  Það eina sem getur hjálpað okkur og komið okkur á réttan kjöl er guðhræðslan, þ.e. trúin og samfélagið við skapara okkar.  Það er bæn mín og von að ekki aðeins Össur opni augun, heldur við öll.

 


mbl.is Össur: Krugman og krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Krónan var að kæfa útflutninginn í góðærinu.

Krónan hefur kæft heimilin í landinu í áratugi. Þá sérstaklega seinustu ár í formi verðtryggingarinnar.

Krónan er óstöðug og hefur aldrei henntað okkur.

Þ.e krónan hefur ekki þjónað okkur vel. Þvert á móti hefur hún stórskaðað lífskjör okkar og heimilil með gegnisfalli háum vöxtum og verðtryggignu sem heimilin í landinu eru að kikna undir.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.2.2012 kl. 12:43

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

S&H.  Var það krónan sem tók þá ákvörðun að verðtryggja sjálfa sig???  var það krónan sem ákvað að fara út í fjárfestingar sem risu okkur um höfuð???  var það krónan sem fyllti menn græðgi svo að þá fýsti í að taka himinhá lán svo þeir gætu fjárfest og keypt langt um efni fram???

Þó menn hefðu haft evru í stað krónu, þá væru þeir ekkert betur settir með því að fara langt fram úr sjálfum sér, eins og gerðist hér og víðast annarsstaðar.  Sjáðu t.d. fasteignabóluna í Bandaríkjunum, Spáni og Írlandi.  Munurinn á Bandaríkjunum og Íslandi annarsvegar og Spáni og Írlandi hinsvegar er sá að við og BNA höfum okkar eigin gjaldmiðil sem við getum leyft að sveiflast eftir okkar þörfum, en Spánverjar og Írar eru fastir í evru sem sveiflast eftir þörfum Þjóðverja.

Þess vegna segi ég og stend fast á því að krónan hefur bjargað því sem hægt var að bjarga hér á landi.

Hinsvegar get ég tekið undir það að það ætti að afnema verðtrygginguna, vegna þess að það eru menn eins og Steingrímur J. Sigfússon með sínar ótæpilegu skattahækkunum, heimsmarkaðsverð á olíu og margir aðrir þættir sem almenningur hefur ekkert með að segja, sem valda því að um leið og það er dýrara að kaupa í matinn og fylla á tankinn, þá hækka húsnæðislánin sjálfkrafa.  Þetta er auðvitað hreinasta óréttlæti.  En sjálf krónan hefur ekkert með þetta að gera.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.2.2012 kl. 15:17

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef verðtryggingin er felld úr gildi þá hækka vextirnir í staðinn. Krónan er hávaxtamynt.

Var það okkur til hagsbóta að hafa krónuna of sterka í góðærinu? 

Sleggjan og Hvellurinn, 9.2.2012 kl. 15:35

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Nei S&H, það var okkur ekki til hagsbótar.  En við komumst upp á lagið að notfæra okkur þetta ástand, auk þess hversu auðvelt var að fá lánsfé.  En þú skalt athuga það að krónan sem slík réði engu þar um, heldur við sem notfærðum okkur stöðu hennar.

Ég vil líka minna á að í nokkrum evrulöndum eru vextir mun hærri en hér og evrulönd eru að taka lán á mun hærri vöxtum en íslenska ríkið.  Þannig að myntin er ekki allt, heldur skiptir máli hvernig á er haldið.  Gjaldeyrishöftin eru til að mynda að halda aftur af okkur.  Nú eru reyndar blikur á lofti, landinn virðist vera að setja sig í þann gír að fara sömu leið og fyrir hrun 2008, með aukinni eyðslu.  Þetta veldur aukin úttekt á séreignasparnaði fremur en nokkuð annað, því að ekki er um framleiðsluaukningu að ræða í landinu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.2.2012 kl. 16:03

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það væri kannski fleiri útflutnings, nýsköpunar og framleiðslufyrirtæki ef hér væri stöðugt umhverfi.

En ekki hlusta á mig. Gefum þrjú helstu nýsköpunarfyrirtækjum orðið sem skapa milljarða á mánuði í útflutningstekjur

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Ossur.pdf

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/Marel.pdf

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Evropumal/CCP.pdf

Sleggjan og Hvellurinn, 9.2.2012 kl. 16:11

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Stjórnvöld og skattalagaumhverfi hefur hér mikið að segja, það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna og hvernig þeim ferst það úr hendi.  Því miður hafa núverandi stjórnvöld gert allt til að deyða, eyða og hrekja lífvænleg fyrirtæki úr landi.  Með evru yrðum við að gera okkur það að góðu að vera láglaunaland til frambúðar, ættu þessi fyrirtæki að geta þrifist hér.  Evran er engin lausn fyrir okkur frekar en fyrir PIIGS-löndin.  Evran þjónar Þjóðverjum vel og þeim löndum sem liggja að Þýskalandi.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.2.2012 kl. 17:03

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við erum orðin láglaunaland vegna falls krónunnar.

Nema náttúrlega þeir sem fá greitt í Evrum á Íslandi t.d starsmenn CCP. (laun þeirra hækkuðu um helming við falls krónunnar)

Þeir fá góð laun greidd í Evrum og þar af leiðandi á þín fullyrðing ekki við rök að styðjast. 

Sleggjan og Hvellurinn, 9.2.2012 kl. 17:19

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Í Grikklandi er verið að lækka lágmarkslaun um 22% og skerða á eftirlaunin einnig.  Í Grikklandi er yfir 20% atvinnuleysi og fátækt, þar á ég við raunveruleg fátækt, er orðin landlæg.  Samt eiga Grikkir enn að skera við nögl og auka á skattaálögur á þá enn frekar. 

Þeir eiga sem sagt að greiða af því sem þeir eiga ekki til og af þeim tekjum sem búið er að hafa af þeim. 

Allt er þetta gert í nafni EVRUNAR, þeir eru ekki með krónur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.2.2012 kl. 20:40

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef Grikkir væri með sína eigin mynt þá mundi gengið falla um 50%.

Þ.e laun lækka um 50%. Það er meira en 22%.

Það er greinilegt að Grikkir voru ekki tilbúin í Evruna á sínum tíma. Enda fölsuðu þeir reikningana sína. Verst að enginn í ESB gerði neitt athugasemd við þetta. Héldu að allt mundi reddast. En svo var ekki.

Það má gagnrýna stjórnmálamenn í ESB fyrir þetta atriði. 

Sleggjan og Hvellurinn, 10.2.2012 kl. 08:56

10 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er alveg rétt hjá þér að Grikkir voru ekki tilbúnir í evruna frekar en mörg önnur ríki sem stefna í sömu átt og Grikkir. 

Hefðu Grikkir veri enn með sinn eigin gjaldmiðil þá hefðu þeir aldrei náð að skuldsetja sig eins og þeir gerðu undir evru.  En vegna þess að lánveitendur höfðu ofurtrú á evru, þá þótti það álitleg fjárfesting að lána Grikkjum, það var svo mikil hagnaðarvon með háum vöxtum.   Fjárfestar uggðu ekki að sér frekar en Grísk stjórnvöld sem virðast hafa kappkostað að kaupa sér hylli kjósenda.

En hvers á almenningur að gjalda?  Með eigin gjaldmiðil hefði almenningur getað litið til framtíðar með von í hjarta um betri tíma, þar sem gjaldmiðill þeirra hefði verið sveigjanlegur að þeirra þörfum.  En undir evru er fátækt og eymd það sem þeir horfa til um ófyrirséða framtíð, undir fastgengisstefnu sem hentar þjóðverjum og fáum öðrum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 10.2.2012 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 206
  • Frá upphafi: 165890

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 159
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband