Trúverðugleiki Háskóla Íslands að engu gerður

Það er sorglegt hvað æðsta stjórn HÍ gerir lítið úr hinu grafalvarlega máli sem birtist í broti siðanefndar skólans.  Að rektor skuli ekki sjá ástæðu til að víkja umræddum nefndarmönnum og víkur sér undan ábyrgð skólans gagnvart Bjarna Randveri.

Var ekki meiningin að gera Háskóla Íslands einn af 100 bestu háskólum sem til er???  Með framferði sem þessari má þakka fyrir ef hann næði að vera einn af 1000 bestu.

Háskólasamfélagið hefur sett niður með framferði "siðanefndar" og yfirstjórn skólans, því miður.

Er það virkilega svo að ofsatrúarfélagið "Vantrú" sé ráðandi afl innan Háskóla Íslands????

 


mbl.is Vill að HÍ bæti mannorðstjón og kostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Hvert nákvæmlega er brot siðanefndar Háskóla Íslands?

Arnar, 6.12.2011 kl. 13:19

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæri Arnar, þú þykist ekki vita um hvað málið snýst, frekar en aðrir "Vantrúar" postular.  Siðanefnd sinnti ekki rannsóknarskildu sinni og lét hjá líða að ræða við ákærða, svo dæmi sé tekið, heldur tók kæru "Vantrúar" eins og um heilagan sannleika væri að ræða.  Þeim hefði verið nær að leita sannleikans annað en til þess trúfélags.

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.12.2011 kl. 13:45

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ákærði var ítrekað boðaður í viðtal og neitaði ítrekað að verða við því. Hann gerði hvað hann gat til að spilla störfum nefndarinnar og lét öllum illum látum. Bjarni Randver er brotlegur við siðarreglur og neitar að viðurkenna það né horfast í augu við það. Ég skora á þig að kynna þér málið. Píslarvætti Bjarna er hans hugarburður og hann misbeitir sér gróflega í fjölmiðlum til að telja öðrum trú um þetta píslarvætti. Hann heldur áfram að útmála Vantrúarmenn sem illmenni en ekki kemur stafkrókur fram enn sem skýrir eðli málsins og sögu.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.12.2011 kl. 14:03

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Jón Steinar, ef fullyrðing þín er rétt þá sýnist mér þú vera innsti koppur í búri umræddrar siðanefndar, þykir mér það athyglisvert í ljósi umræðnanna.  Segðu mér þá af hverju "Vantrú" dró kæru sína til baka að lokum, var það ekki vegna þess að offors trúfélagsins var að koma þeim í öngstræti????  Þú ættir að sjá athugasemd félaga þíns hans Matthíasar (athugasemd nr.4), þar segir hann að það sé ástæða fyrir því að þeir hafi ekki rætt við hann.  Hvor ykkar hefur rétt fyrir sér????  Gleymduð þið að ræða saman áður en þig komuð með athugasemdir ykkar hér á bloggsíðu mína????

Þið eruð komnir í öngstræti með málflutningi ykkar og ættuð að fara að athuga ykkar gang, málflutningur ykkar er ótrúverðugur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.12.2011 kl. 14:39

6 Smámynd: Vantrú

> Segðu mér þá af hverju "Vantrú" dró kæru sína til baka að lokum,

Hér er fjallað um það. Við drógum málið til baka því það var ónýtt, hópur háskólafólks eyðilagði það með árásum á siðanefnd sem aldrei fékk starfsfrið. Við drógum málið til baka gegn loforði rektors um að aðkoma þess fólk að málinu yrði rannsökuð.

Formaður siðanefndar ræddi við Pétur Pétursson en ekki BR meðan reynt var að ljúka málinu með sáttum. Greinin sem ég vísaði á á Vantrú sannar að það gerði siðanefnd í góðri trú.

Siðanefnd ræddi við BR um leið og ljóst var að sættir myndu ekki nást. Þ.e.a.s um leið og nefndin tók málið formlega fyrir var haft beint samband við BR og honum gefinn tími til að undirbúa mál sitt fyrir nefndinni.

Ég hef engin samskipti haft við Jón Steinar.

Vantrú, 6.12.2011 kl. 15:27

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Síðustu athugasemd skrifaði ég.

Matthías Ásgeirsson, 6.12.2011 kl. 15:28

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæri Matthías, það eru furðuleg vinnubrögð af hálfu siðanefndar að tala við annan en þann sem kærður er.  Að það skuli svo vera "siðanefnd" HÍ sem fer þannig fram er með ólíkindum. 

Alveg eins er það með ólíkindum að trúfélag ykkar skuli fara í þessa vegferð, en það lýsir innræti ykkar, þið afhjúpið ykkur sjálfir með framferði ykkar, og það er að vissu leiti gott, þá sjá allir hverskonar trúfélag "Vantrú" er.

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.12.2011 kl. 15:37

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Jájá, þú hefur fordóma gegn okkur. Ekkert við því að gera. Okkur þótti á okkur brotið og við sendum erindi til siðanefndar. Vegferð okkar var einfaldlega sú að finnast á okkur brotið og leita réttar okkar. Tal um einelti og heilagt stríð eru einfaldlega rangfærslur BR og Morgunblaðsins.

Í greininni sem ég vísaði á kemur í ljós ástæða þess að siðanefnd talar við Pétur Pétursson en ekki þann sem kærður er. Pétur sagði siðanefnd (ranglega?) að BRS hefði samþykkt að Pétur kæmi fram fyrir hans hönd. Flóknara er málið ekki.

Matthías Ásgeirsson, 6.12.2011 kl. 15:54

10 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hefði ekki verið rétt af siðanefnd að leita samþykkis BRS fyrir því að PP kæmi fram fyrir hans hönd??  PP sagðist hins vegar ekki hafa haldið því fram að hann kæmi fram fyrir hönd BRS.

En þetta er samt ekki mergur málsins heldur hitt að þið skulið hafa reynt með brögðum að koma höggi á BRS, nokkuð sem þið getið ekki skorast undan að hafa gert og að vinnubrögð siðanefndar voru mjög svo ófagleg.

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.12.2011 kl. 16:35

11 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Athyglisvert að sjálfur rektor hafi gefið Vantrú loforð ef það er satt sem Matthías Ásgeirsson segir hér að framan. Rektor sjálf(ur) hefur rætt um það í fjölmiðlum að hún eigi sem minnst að koma nálægt málinu. Laug þá rektor. Hverju lofaði hún og stóð hún við loforð? Er hún ekki orðin hluti af málinu ef þetta er rétt?

Guðmundur St Ragnarsson, 6.12.2011 kl. 17:41

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Heyrði um daginn vangaveltur um að gera þennan háskólarektor að forseta lýðveldisins. Ekki virðist hún nú bógur í slíkt, eða hvað?

Þorsteinn Siglaugsson, 7.12.2011 kl. 00:01

13 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

PP sagðist hins vegar ekki hafa haldið því fram að hann kæmi fram fyrir hönd BRS.
Þá segir PP ósatt því bréf hans sýnir fram á annað.

þið skulið hafa reynt með brögðum að koma höggi á BRS,
Þetta er ósatt. Við sendum kvörtun til siðanefndar HÍ. Hver voru "bröðgin"?

Guðmundur, þú getur lesið fundargerðir Háskólaráðs og séð þetta staðfest.

Matthías Ásgeirsson, 7.12.2011 kl. 08:39

14 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Matthías ert þú í siðanefnd HÍ, eða hvernig má það vera að þú fáir allar upplýsingar af fyrstu hendi úr þeim herbúðum?????  Það er athyglisvert að sjá fullyrðingar ykkar um allt sem fram á að hafa farið fram þar innanbúðar meðan ákærði veit ekki neitt og ekki við hann talað.

Allt ykkar framferði og allur ykkar málflutningur er svo ótrúverðugur að maður trúir ekki orði sem frá ykkur kemur.

Þú og félagar þínir ættuð frekar að snúa ykkur til Drottins, Hans sem bíður með opinn faðminn og þráir ekkert heitar en að umfaðma ykkur kærleika sínum.  Ég veit að þegar menn eru sárir og bitrir þá eiga þeir erfitt með það en sá sem snýr sér til Drottins og gefst Honum á vald mun ekki sjá eftir því, því Hann gefur frið í hug og hjarta, frið sem er æðri öllum mannlegum skilningi.

Ósk mín og bæn er sú að þið mættuð snúa ykkur til Guðs og frá ykkar illu breytni, en það er einmitt það sem hefur knúið ykkur áfram í þessu máli, hún kemur verst niður á ykkur sjálfum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.12.2011 kl. 09:57

15 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

"Við drógum málið til baka gegn loforði rektors um að aðkoma þess fólk að málinu yrði rannsökuð." Þetta eru þín eigin orð Matti. Hvað meinar þú fengið hvað staðfest?

Guðmundur St Ragnarsson, 7.12.2011 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 165630

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband