24.5.2011 | 09:43
Nú er kominn tími til að afskrifa skuldir
Bankar, sjóðir og aðrir fjármagnseigendur geta ekki hugsað sér að taka á sig nokkurn skell, jafnvel þó þeir hafi tekið gríðarlega áhættu í fjárfestingum. Þá er bara að rúlla vandanum yfir á aðra, sem þýðir það að þeir sem lítið eða jafnvel ekkert eiga verða að taka á sig að bjarga þeim sem eiga mikið og vilja alltaf meira. Nú er Moody's notað til að hræða alla upp úr skónum, síðan hljóta hin "greiningarfyrirtækin" að koma í kjölfarið hvert af öðru og taka undir söng Moody's manna. Þeir sem allt eiga mega ekki missa af neinu, en þeir sem ekkert eiga, eiga sífellt að láta af hendi jafnvel það sem þeir eiga ekki.
Auðvitað er komið að því að það þurfi að afskrifa skuldir. Ekki þarf aðeins að afskrifa skuldir Grikkja, heldur flestra þjóðríkja og ekki hvað síst ríkja þriðja heimsins sem hafa verið mergsogin af nýlenduþjóðunum. Ekki þarf eingöngu að afskrifa skuldir þjóðríkja heldur einnig fyrirtækja, einstaklinga og síðast en ekki síst heimila sem hneppt hafa verið í skulda fjötra, stundum sjálfviljug, en einnig hefur fólk verið blekkt og leitt í gildru fjármálastofnana og þeirra sem eru að selja vörur og þjónustu.
Nú verður fjármagnið að taka á sig skell og þó það þýði það að einhverjir bankar fari á höfuðið þá verður svo að vera. Bankar eru ekki upphaf og endir alls. Peningar eru ekki upphaf og endir alls. Fólk er ekki til peninganna vegna, peningar eiga að þjóna fólkinu ekki öfugt, það er eins og ýmsir hafi gleymt því.
Við, mannfólkið, erum sköpuð í Guðs mynd til þess að eiga samfélag við Hann og þjóna Honum, en ekki til þess að vera þjónar Mammons hins rangláta.
Moody's varar við áhrifum greiðslufalls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 165663
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.