16.2.2011 | 16:19
Trúverðugleiki Sjálfstæðisflokksins aldrei minni
Bróðurpartur þingflokks Sjálfstæðisflokksins, með formanninn í fararbroddi, féll á prófinu í dag.
Í gegnum tíðina hefur fólkið í landinu litið til Sjálfstæðisflokksins þegar þjóðin hefur staðið frammi fyrir erfiðleikum og hefur forusta flokksins ávalt haft burði til að takast á við þau mál sem við blöstu. Við höfðum menn í forystu sem höfðu reisn og myndugleika, þor og áræðni til að takast á við hin ýmsu mál og leiða þau til lykta þjóðfélaginu til heilla. Nú bregður hinsvegar svo við að nánast allur þingflokkurinn lyppast niður í meðalmennsku og jafnvel enn neðar en það og í stað þess að standa með þjóð sinni er tekin sú stefna að bjarga handónýtri vinstri stjórn.
Ekki veit ég hvað þau Jóhanna og Steingrímur hafa lofað Bjarna, en hvað sem það kann að vera getur Bjarni verið þess fullviss að þau munu ekki standa við neitt af því sem þau hafa lofað honum, ekki frekar en önnur loforð sem þau hafa gefið.
Það er ömurlegt til þess að vita að meirihluti þingflokksins hafi svo gersamlega snúið baki við ályktun landsfundar flokksins og sýnir sá gjörningur að þeim er ekki treystandi til að fara með málefni Sjálfstæðismanna á Alþingi hvað þá að standa vörð um hagsmuni Íslensku þjóðarinnar.
Það er kaldhæðnislegt að Sjálfstæðismenn þurfi nú að leggja traust sitt á Ólaf Ragnar Grímsson til þess að koma almenningi/skattgreiðendum til langrar framtíðar, til hjálpar.
Ég hefði aldrei getað trúað því að ég ætti eftir að bera meiri virðingu fyrir Ólafi Ragnari en formanni Sjálfstæðisflokksins, eða að ég bæri meira traust til Framsóknarflokksins heldur en Sjálfstæðisflokksins, sem ég hef nú sagt mig úr.
Formaður og meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafa svikið þjóðina, kjósendur sína og hinn almenna Sjálfstæðismann sem bar traust til þeirra. Flokksmenn lögðu traust sitt á þessa þingmenn með þeirri fullvissu að þau stæðu með þjóðinni, gerðu rétt en myndu ekki þola órétt og eru vonbrigðin því enn meiri.
Nú sný ég mér frá Sjálfstæðisflokknum og til forseta Íslands og skora á hann að leyfa þjóðinni að klára málið. Það er ekki einvörðungu gjá milli þings og þjóðar heldur hyldýpi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Tómas Ibsen Halldórsson
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heimspeki
- Íþróttir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
- axelaxelsson
- flinston
- baldvinj
- bergthorolason
- biggilofts
- skinogskurir
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- gattin
- contact
- einarbb
- eeelle
- emilkr
- ea
- fannarh
- lillo
- gesturgudjonsson
- gudbjorng
- zumann
- tilveran-i-esb
- coke
- gunnlauguri
- gustafskulason
- conspiracy
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- bordeyri
- heimssyn
- don
- hordurvald
- ingaghall
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- jakobk
- johanneliasson
- johann
- islandsfengur
- jonsullenberger
- jonl
- bassinn
- prakkarinn
- thjodarskutan
- kiddikef
- krist
- kristjan9
- lifsrettur
- loncexter
- magnusg
- marinogn
- mofi
- olof
- pallvil
- iceland
- regu
- undirborginni
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- duddi9
- sjonsson
- thruman
- athena
- stebbifr
- stendors
- valdimarjohannesson
- skolli
- viktor
- villidenni
- postdoc
- thjodarheidur
Nota bene
Tedros
https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 210
- Frá upphafi: 165898
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 164
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.