Leggja ætti sérstakan aukaskatt á bankana til að greiða fyrir Icesave og viðhalda velferðarkerfinu hér á landi.

Ég legg til að 10milljarða aukaskattur verði lagður á bankana, þ.e. hvern banka fyrir sig, næstu fimm árin, hið minnsta.  Upphæðin verði verðtryggð og bundin vísitölu neysluverðs.  Bönkunum verði óheimilt að fjármagna þessa skatta með auknum álögum á viðskiptavini sína t.d. með auknum vaxtamun eða með því að hækka þjónustugjöld eða leggja á ný gjöld.  Þessir milljarðar verði hreinlega teknir af arðsemi bankanna og kæmi því minna í hlut hluthafa þessi fimm árin.

Sparisjóðirnir og önnur fjármálafyrirtæki auk tryggingafélög verði látin greiða samskonar aukaskatt þó kannski eitthvað lægri upphæð.

Skattur þessi verði lagður á eftir að reiknaður hefur verið hefðbundinn skattur á þessi fyrirtæki og hann hafi ekki áhrif á hefðbundnar skattgreiðslur þeirra.

Með þessu væri hægt að viðhalda velferðarkerfinu og gera þær leiðréttingar sem nauðsynlegar eru til að rétta hlut þeirra sem hafa orðið útundan í þjóðfélaginu, s.s. öryrkjar og ellilífeyrisþegar.  Þar að auki væri hægt að borga niður skuldir þjóðabúsins, lækka skatta og koma atvinnuvegunum í gang.

Þar að auki þarf að fara að sækja þá fjármuni sem víkingarnir stálu og komu úr landi.

 


mbl.is Segir samþykkt Icesave muni marka tímamót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 208
  • Frá upphafi: 165896

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 162
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband