Steingrímur virðist hafa ótakmarkað fé til að dæla í gjaldþrota tryggingarfélög og sparisjóði og ólögvarðar frekjukröfur Breta og Hollendinga.

Það mætti halda að fjármálaráðherra hefði næga peninga milli handanna þegar kemur að öllu öðru en að viðhalda félags-, heilbrigðis- og menntakerfinu eða til að halda uppi löggæslu í landinu.  Ríkisstjórnin kappkostar að skuldbinda þjóðina til að greiða ólögvarðar Icesave skuldir, skuldir sem aðrir en íslenska þjóðin á að greiða.  Það má vel vera að einhverjir Íslendingar ættu að greiða þessa skuld og mjög líklegt að svo sé.  En það ætti þá að ná í þá og láta þá borga, í stað þess að leyfa þeim að halda sama leiknum áfram eins og þeir virðast vera að gera.

Það er deginum ljósara að við höfum ekki efni á slíkri ríkisstjórn eins og nú situr að völdum, eða ráðherrum sem eru í forsvari ríkisstjórnarinnar.  Það er komin tími til að þau víki og reyndar þingheimur allur og nýtt fólk verði kosið til að vinda ofan af allri vitleysunni sem hefur viðgengist undanfarin ár.

 


mbl.is Ríkið greiði 26 milljarða vegna Icesave í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 211
  • Frá upphafi: 165287

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 128
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband