ICESAVE fyrst, svo kemur . . . eftir hálfa öld.

Samkvæmt kokkabókum "Norrænu velferðarstjórnarinnar"gengur Icesave fyrir, síðan koma gæluverkefni, s.s. tónlistarhús, listamenn, aðrir "fjöllistamenn" og laun til einkavina í "sér verkefni".  En öryrkjar s.s. þeir sem búið hafa að Sólheimum í Grímsnesi, ellilífeyrisþegar, atvinnulausir, skuldugir íbúðaeigendur með yfirveðsettar eignir, fólk með tekjur langt undir fátæktarmörkum og atvinnuvegir sem berjast í bökkum, eru aukaatriði og mæta því afgangi hjá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. 

Þessi sama Jóhanna var eins og villtur köttur þegar hún sat í ríkisstjórn undir forystu annarra, hún þurfti alltaf að fara sínar eigin leiðir, því að hún fór eftir sannfæringu sinni.  En kettirnir í samstarfsflokknum hennar eru húðskammaðir af þessari sömu Jóhönnu fyrir að fara eftir eigin sannfæringu.

Það er eins og sagt er, það er ekki sama Jón og séra Jón þegar að Samfylkingunni kemur.

En varðandi Sólheima, þá setur ekki aðeins ríkisstjórnin og Alþingi niður við að svelta þá starfsemi sem þar fer fram, heldur er það þjóðfélaginu í heild til háborinnar skammar og niðurlægingar, verði ákvarðanir Alþingis þess valdandi að Sólheimar verði lagðir af.

 

 


mbl.is Verður rekstri Sólheima hætt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 209
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 127
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband