Tugir milljarðar á kostnað þeirra sem minnst mega sín

Það má öllum vera ljóst að ríkisstjórnin með þau Steingrím og Jóhönnu í fararbroddi hafa lagt allt kapp á að fá að greiða Bretum og Hollendingum skuldbindingar óreiðumanna, á kostnað þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu.

Til að mæta þessum greiðslum þarf að draga verulega úr heilbrigðiskerfinu, lækka greiðslur til öryrkja og ellilífeyrisþega, svívirða atvinnulausa og lágtekjufólk með því að láta það þurfa að standa í biðröðum úti í kulda og trekk bíðandi eftir ölmusu úr höndum velgerðarfólks, en sjálf réttir ríkisstjórnin ekki fram litla putta til að búa í haginn fyrir þetta fólk.

Nei, þeir sem hrópuðu RANGLÆTI fremja nú hið sama sem þeir álösuðu öðrum fyrir, þar til þeir fengu að setjast í ilhlýja ráðherrastólana.

Ef einhverja hefði átt að draga fyrir landsdóm fyrir það að sinna ekki skildum sínum og það gagnvart þeim sem það er ráðið í vinnu fyrir, þá er það sú ríkisstjórn sem nú situr að völdum.

Við þurfum að fá nýja ríkisstjórn og nýtt fólk á Alþingi Íslendinga, við þurfum fólk sem þorir að standa með þjóð sinni, gegn yfirgangi nýlenduþjóða, gegn ESB og gegn AGS.  Þessar stofnanir leggja nú allt kapp á að fjötra, ekki aðeins okkur íslendinga, heldur Grikki, Íra, Portúgali, Spán og fleiri ríki í fjötra fátæktar, til þess að hygla þeim sem "auðæfum" stjórna.  En minnumst þess að "auður" þeirra mun ryðga og fúna, hann mun brenna upp í höndum þeirra og að engu verða, því að réttlætið mun ganga sigri hrósandi fram á völlinn og hrifsa af þeim völdin.

Í Jakobsbréfi í Biblíunni stendur eftirfarandi ritað í 5.kaflanum vers 1-6:  1Hlustið á, þér auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim bágindum, sem yfir yður munu koma. 2Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru orðin möletin, 3gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið og ryðið á því mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur. Þér hafið fjársjóðum safnað á síðustu dögunum. 4Launin hrópa, þau sem þér hafið haft af verkamönnunum, sem slógu lönd yðar, og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna. 5Þér hafið lifað í sællífi á jörðinni og í óhófi. Þér hafið alið hjörtu yðar á slátrunardegi. 6Þér hafið sakfellt og drepið hinn réttláta. Hann veitir yður ekki viðnám.

Þessi orð eiga vel við í dag, þau eru geymd en ekki gleymd.

 


mbl.is „Ég ber ábyrgð á Svavarsnefndinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tómas Ibsen Halldórsson

Höfundur

Tómas Ibsen Halldórsson
Tómas Ibsen Halldórsson
Er viðurkenndur bókari, hef áhuga á þjóðmálum, trúmálum og ýmsu öðru
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • A Syrian child

Nota bene

Tedros

https://rumble.com/vr8g4m-w.h.o.-dr.-tedros-slips-up-and-admits-some-countries-using-booster-shots-to.html

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 165947

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband